Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 15

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 15
GLÆSILEG HÁTÍÐ Í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI OG HÚSAVÍKURMÓTIÐ Í BOCCIA Á laugardaginn 21. febrúar s.l. stóð Bocciadeild Völsungs og Kiwanisklúbburinn Skjálfandi fyrir uppákomu í Íþróttahöllinni, sem orðið er að árlegum viðburði. En það er „Opna Húsa- víkurmótið í Boccia” og Kiwanismenn veita Húsvísku íþrótta- fólki viðurkenningar fyrir afrakstur liðins árs og lýst er kjöri „Íþróttamanns Húsavíkur 2007”. Þá afhenti klúbburinn einnig fjölmarga styrki til góðgerðamála. Mótið tókst í alla staði afar vel, þátttaka mjög góð eða 33 sveitir, hafa sjaldan verið fleiri, sem sýnir að bæjarbúar og fyrirtæki eru tilbúin að styðja við bakið á Bocciadeildinni með þátttöku, þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni. Myndir frá mótinu, verðlaunaafhendingu og kosningu íþrótta- manns Húsavíkur er einnig hægt að skoða á myndasíðu Hallgr. Sig. : www.123.is/hallisig Að loknu Bocciamóti hófst athöfn þar sem Húsvískt íþróttafólk var heiðrað fyrir frammistöðu, ástundun og árangur á árinu 2008. Nefnd á vegum Skjálfanda um val á Íþróttamanni Húsavíkur annaðist afhendingu verðlauna, Í allt voru veittar 19 viðurkenningar til íþróttafólks í 11 einstökum íþróttagreinum, auk þess gaf Kiwanisklúbburinn þeim sem urðu í þrem efstu sætum í vali á íþróttamanni Húsavíkur ferðastyrk. Í 3. sæti varð Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir, sundmaður. Í 2. sæti varð Stefán Jón Sigurgeirsson, skíðamaður. Í 1. sæti og íþróttamaður Húsavíkur 2008 varð Berglind Kristjánsdóttir, frjálsíþróttamaður og knattspyrnukona. Einnig var afhentur „Hvatningabikar ÍF” sem Sylgja Helgadóttir hlaut. Féhirðir Skjálfanda, Sigurgeir Aðalgeirsson stýrði afhendingu styrkveitinga ásamt forseta klúbbsins Brynjari Halldórssyni og fulltrúum úr styrktarnefnd. Fram kom í máli Sigurgeirs það helsta sem Kiwanishreyfingin og Skjálfandi standa fyrir og hvað við erum að gera hér í samfélaginu. Tilkynnt var um eftirtalin styrktarverkefni og áherslur sem samþykktar hafa verið og ákveðið að Skjálfandi taki þátt í eða vinni að á starfsárinu. Er þetta ekki tæmandi fyrir starf klúbbsins á árinu, því enn er m.a. óafgreidd árviss verkefni eins og hjálma verkefnið, samstarf og stuðningur við Björgunarsveitina Garðar o.fl. Samtals voru gjafir og styrkir veittir að andvirði Kr. 1.060.680,- Athöfnin var öll hin hátíðlegasta og var fjöldi bæjarbúa í Höllinni þennan dag. Kiwanisklúbburinn Skjálfandi, Guðmundu. K. Jóhannesson ritari. Styrkþegar ásamt Brynjari Halldórssyni forseta og Sigurgeir. Aðalgeirssyni féhirði. Brynjar Halldórsson afhendir verðlaun vegna Íþróttamanns Húsavíkur 2008 sem er Berglind Kristjánsdóttir. Móðir hennar Svandís veitti verðlaununum viðtöku. hans bæði innan lands og utan. Þess má einnig geta að séra Gunnar er mikill mótorhjólaáhugamaður. Það er því tilkomu- mikil sjón að sjá alskeggjaðan, leðurklæddan kraftajötunn á stóru mótorhjóli, vitandi að þar er prestur á ferð. Skemmtinefndin okkar hefur staðið vel undir nafni þetta starfsárið. Þegar þetta er skrifað er á döfinni að fara í leikhús með konum okkar og sjá „Hart í bak“ í Þjóðleikhúsinu. Einnig hefur komið til tals að skreppa í heimsókn austur í Geldingalæk í byrjun maí, en þar var starfrækt barnaheimili sem naut stuðnings okkar til margra ára. Ef af ferðinni verður, þá verður hún eins konar „skemmtiferð“ en ekki „vinnuferð“ eins og áður. Starfsemi heimilisins var lögð niður á síðasta ári. Svo verður að sjálfsögðu farin sumarferð eins og vanalega, en hún er áætluð í lok júní. Stefnt er að því að fara í Öndverðarnes og gista í sumarhúsum og á tjaldsvæði staðarins. Ekki er að efa að spilað verður golf því nokkrir Höfðafélagar eru forfallnir golfarar. Að lokum óska ég öllum Kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra alls hins besta. Guðni Walderhaug, fjölmiðlafulltrúi Höfða 15

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.