Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 5

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 5
Forseti Hraunborgar starfsárið 2008-2009 er Hans Hafsteinsson, hann hefur nokkra reynslu, var forseti klúbbsins starfsárið ‘94-’95. Fjölgun félaga í Hraunborg heldur áfram og það sem af er árinu hafa 2 nýjir félagar bæst í hópinn, á jólafundinum Haraldur Jónsson rafvirki og í lok janúar Páll Hannesson vélstjóri. Villibráðadagurinn var að venju haldinn fyrsta laugardag í nóvember, réttum mánuði eftir bankahrunið. Í fyrstu voru uppi efasemdaraddir, en ákveðið var að slá til og halda hátíðina með stæl. Veislu- stjóri var Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður, ræðumaður Árni Páll Árnason sem mætti í forföllum Björgvins Sigurðssonar þá- verandi viðskiptaráðherra. Jóhannes Kristjánsson mætti að venju og fór með gamanmál og einnig tróðu upp þeir Björn Thoroddsen gítarleikari og Svavar Knútur trúbador. Málverkin og happadrættið voru á sínum stað og listakokkurinn Franceois Fons sá um veitingarnar líkt og síðustu ár. Á jólafundinum las Einar Kárason úr Ofsanum sínum og var húsfyllir. Ívar Helgason söng og spilaði jólalög. Þá flutti félagi okkar séra Gunnþór jólahugvekju. Á þorranum höldum við árvisst Salt- kjötskvöld, sem er karlakvöld á föstudegi. Að þessu sinni var ræðumaður Bjarni Harðarson bóksali á Selfossi, fyrrverandi blaðaútgefandi og alþingismaður um skamma hríð. Bjarni náði að hrífa salinn með sér í magnaðri sagnalist. Í mars héldu 14 félagar til fundar við Búrfellsfélaga, snætt var á hótel Selfoss og síðan var skoðuð bruggverksmiðjan að Ölvisholti og Skjálfti teigaður. Fundarsókn hefur verið stígandi, uppí 75%, enda lögð áhersla á að hafa góða ræðumenn, sem næst á öðrum hverjum fundi. Auk áðurnefndra hafa heimsótt okkur, Jón Gunnarsson alþingismaður., Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir, Guð- mundur Magnússon blaðamaður og Óli Björn Kárason. Með Kiwanis kveðju, Gísli G. Gunnarsson Fjölmiðlafulltrúi Hraunborgar. 5 GÓÐ FUNDARSÓKN HJÁ HRAUNBORGU Inntaka nýs félaga, f.v. Gylfi Ingvarsson, Hans Hafsteinsson forseti Hraunborgar, Páll Hannesson nýr félagi og Gísli Gunnarsson. Haraldur Jónsson nýr félagi, Jón Gestur Viggósson meðmælandi og Gylfi Ingvarsson í pontu.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.