Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 3
3 BÖRNIN FYRST OG FREMST Nú eru um 5 ár frá stofnun Byggjenda- klúbbsins í Engjaskóla og Matthías G. Pétursson umdæmisstjóri og Óskar Guðjónsson kjörum- dæmisstjóri heimsóttu Engjaskóla og færðu skólastjóranum viðurkenningarskjöld. FJÖLMÖRG STYRKTARVERKEFNI HJÁ ELDBORGU Í HAFNARFIRÐI Starf Eldborgar í Hafnarfirði hefir verið blómlegt á yfirstandandi starfsári. Auk almennra funda eru fastir liðir í starfinu, að árið hefst með sameiginlegum stjórnarskiptafundi með fleiri klúbbum og á jólaföstu er haldinn jólafundur með þátttöku eiginkvenna. Milli jóla og nýárs er í samstarfi við Hauka haldið hand- knattleiksmót fyrir hafnfirska unglinga. Síðari ár hefir einnig verið haldið þorrablót og í tilefni aðalfunda hafa félagar lagt land undir hjól og haldið fundinn utan Hafnarfjarðarsvæðisins. Síðasti aðalfundur var haldinn í Hótel Glymi í Hvalfirði með viðkomu í hvalstöðinni og á Bjarteyjarsandi. Í vetur hefur klúbburinn einnig farið í tvær heimsóknir til annarra klúbba. Hof í Garði var sóttur heim í nóvember og í febrúar var Búrfell á Selfossi heimsótt með viðkomu í ölgerðinni að Ölvisholti. Hápunktur vetrarstarfsins er þó jafnan meginfjáröflun styrktarsjóðs, sjávarréttadagur Eldborgar, en hann var haldinn í 30 skipti nú í marsmánuði. Óáran í þjóðfélaginu olli því að aðgöngumiðaverð var lækkað frá fyrra ári og málverk til uppboðs voru valin með skert fjárráð bjóðenda í huga. Þrátt fyrir þetta og samdrátt í þátttöku verður að telja afkomu hafa verið viðunandi þótt afrakstur hafi aðeins verið um helmingur þess sem var á fyrra ári. Meðal verkefna sem styrkt voru á árinu 2008 voru fjölgreinanám Lækjarskóla, Flensborgarskóli, Öldrunarfélagið Höfn, rannsóknarverkefni vegna líkamsræktar aldraðra, félag sykursjúkra barna, skógræktarverkefni, mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, sambýlið Berjahlíð 2, barn með hrörnunarsjúkdóm og fleiri. Glæsilegur veislusalur hjá Eldborg fyrir Sjávarréttadaginn sem er aðalstyrktarverkefni Eldborgarfélaga.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.