Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 16
BESTA LEIÐIN TIL AÐ VERA ÁNÆGÐUR ER AÐ VERA Í KIWANIS Þegar Jón Jakob var forseti klúbbsins setti hann neðanmáls á allar dagskrár Jörfa: Besta leiðin til að vera ánægður er að vera í Jörfa. Þetta eru reynsluvísindi. Sé félagsandinn svipaður í öðrum klúbbum mætti segja: Besta leiðin til að vera ánægður er að vera í Kiwanis. Fjölskyldu og kynningarfundur Jörfi hélt sinn árlega fjölskyldu- og kynningarfund í nóv. s.l. og var hann vel sóttur. Gestur fundarins og fyrirlesari var séra Pálmi Matthíasson og flutti hann mjög góðan fyrirlestur um gildi fjölskyldunnar. Ævar Breiðfjörð var með erindi um Kiwanis og Jörfa, sýndar voru myndir úr leik og starfi klúbbsins. Sviðaveisla Jörfa Þann 25.október s.l. hélt Kiwanisklúbbur- inn Jörfi sviðaveislu í Kiwanishúsinu, Engjateig 11. Um 150 manns mættu og gerðu matnum góð skil. Þarna mættu, í boði Jörfa, Jón Baldvin Hannibalsson og kona hans Bryndís Schram. Jón Baldvin flutti mjög skemmtilegt erindi sem átti vel við ástandið í þjóðfélaginu í dag. Jörfa- félagar sáu alfarið um að afla fanga og gera sviðin tilbúin í pottinn. Vertinn sá um eldamennskuna og að útbúa meðlætið að hætti Jörfa. Allur ágóði af þessu rann í styrktarsjóð Jörfa. Jörfafélagar vilja þakka öllum sem mættu og nutu. Jólafundurinn Jólafundurinn var haldinn í Kiwanis- húsinu þann 12. desember. Séra Þór Hauksson, prestur í Árbæjarsókn og kona hans sátu fundinn. Séra Þór flutti hug- vekju og þakkaði fyrir styrkina til fjöl- skyldna í sókninni. Jólasagan sem Björn Úlfar las okkur var af allt öðrum toga. Hún vakti almenna athygli en ekki var hún alveg í hefðbundnum jólasagnadúr. Allar konurnar sem viðstaddar voru fengu að gjöf jólaupphengi úr smiðju Georgs Jensens. Þetta var skemmtilegur og góður jólafundur. Ánægðir með að gera sér ómak Það voru alltént ekki leiðir menn sem pökkuðu sælgæti á jólaföstunni. Þeir seldu svo góðgætið með ágóða fyrir styrktarsjóð og með drjúgri fyrirhöfn klúbbfélaga þeim til ánægju. Næst pökkuðu þeir glaðningi í mat og drykk sem var færður nokkrum fjöl- skyldum í Árbæjarsókn svo þær gætu gert sér dagamun á jólunum. Þetta er orðinn fastur liður í starfinu og öllum til ánægju. Jörfi þakkar fyrirtækjunum, sem gefa þessar góðgerðir, fyrir að gera kleift að gera þessa styrki vel úr garði. Blómasalan Blómasalan gekk svo vel að allt seldist sem hægt var að fá. Þetta krefst talsverðrar vinnu og eru Jörfafélagar á þönum á konudaginn að keyra vendina út. Eigin- konur Jörfafélaga eru þá í friði fyrir þeim á meðan. Jörfi vill þakka frábærar undirtektir vegna konudagsblómasölu. Blómasala Jörfa á konudaginn ár hvert er ein af helstu fjáröflunum klúbbsins en allur ágóði fer í styrktarsjóð. Ávinningurinn af þessu er ótvíræður; ánægðar (eigin)konur og fjárstyrkur til líknarmála. Hafið þökk fyrir. Ferð um Suður-Ameríku fyrir 32 árum Listaskáldið góða lýsir þakklæti fyrir að vera kominn upp á það að sitja kyrr á sama stað en samt að vera að ferðast. Við tökum undir þær þakkir. Valur Helgason fór með okkur í máli og myndum um lönd Suður- og Mið- Ameríku á fundi þann 19. janúar. Jafnvel nú á dögum eru ferðir til Suður-Ameríku með meiriháttar ferða- lögum. Það þarf því ekki að hafa mörg orð um það hve djörf ferð þeirra félaga, Tómasar R. Einarssonar og Vals, hefur verið fyrir 32 árum síðan. Þá voru gjaldeyrishöft hér á landi svo undir- búningur var langur og flókinn. Þeir komu sér upp forðabúrum með peningum hjá ræðismönnum því ekki var vogandi að vera með mikla fjármuni með sér. Þá voru pólitískar róstur og óöruggt umhverfi í Suður-Ameríku eins og ævinlega. Þeir nutu aðstoðar allra þeirra verndarvætta sem áttu heimangengt þessa 7 mánuði sem ferðin tók og veitti víst ekki af. Ferðin tókst vel og hér sátum við og nutum minn-inga Vals. Furður þess sem fyrir ber Jón Björnsson sálfræðingur kom og rabbaði við fundarmenn um ýmislegt sem hann hefur sett á bók. Ber mest á því að sjónarhóllinn er ýmist annar en flestir standa á ellegar að margt er til sem ekki er á almanna vitorði svo nokkuð þarf að leita að þessum furðum í munnmælum og merkum bókum. Þótti fyrirlesturinn bæði nýstárlegur og skemmtilegur. Gerðu fundarmenn góðan róm að og þökkuðu Jóni fyrir. 112 Fundurinn þann 16. mars var haldinn hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í slökkvistöðinni í Hafnarfirði. Þar tók Jörgen Valdimarsson (Jörgenssonar heit- ins) á móti okkur, sýndi tæki og tól og kynnti starfsemina. Þetta var hinn fróð- legasti fundur og mættum við Jörfafélagar gera meira af því að halda fundi á vinnustöðum og fræðast um þau störf sem menn eru að vinna við hinar ýmsu aðstæður. Fastir liðir Haraldur Finnsson forseti vor hefur tekið upp á því að láta fundarmenn geta gátur og hlýtur sá sem fær færi á að ljóstra upp ráðningunni medalíu fyrir. Jörfafélagar í göngu. 16

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.