Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.04.2009, Blaðsíða 4
Vetrarstarfið hófst með því að við héldum, með miklum myndarbrag, uppá fertugsafmæli klúbbsins, en stofndagur hans er 14. september 1968. Það heimsóttu okkur margir góðir gestir úr klúbbum á Óðinssvæðinu og einnig frá umdæmisstjórn, þeir færðu okkur góðar kveðjur og gjafir. Margir tóku til máls, bæði félagar og gestir og að loknu borðhaldi var stiginn dans fram eftir nóttu. Þessi afmælishátíð heppnaðist ágætlega. Þann 9. október fóru fram stjórnarskipti undir styrkri stjórn svæðisstjóra Óðinssvæðisins Stefáns Jónssonar. Þann 27. okt. kom heimsforseti Mr. Don Canaday í heimsókn til Akureyrar, ásamt kjörumdæmisstjóra Óskari Guðjónssyni og umdæmis- stjóra Matthíasi G Péturssyni. Tókum við Kaldbaksfélagar ásamt félögum úr öðrum klúbbum á svæðinu á móti þeim, en ofankoma og ófærð hömluðu för margra, mæting var þó þokkaleg. Mr. Canaday fór vítt yfir sviðið, en talaði þó sérstaklega um nýliðun í hreyfingunni og hvaða aðferðir hann notaði, einnig ræddi hann um stofnun ungliðaklúbba. Þetta var mjög fróðlegt erindi og ánægjuleg heimsókn. Við komust þá að því að Kiwanis á Íslandi er ekki alveg gleymt út í hinum stóra heimi. Á þessum árstíma erum við félagar frekar skemmtanaglaðir og látum ekkert þunglyndi ná tökum á okkur. Við höldum jóla- og þorrafund og bjóðum mökum okkar með, og eru þetta hinir ágætustu fundir, sem stuðla að kynningu innbyrðis og auka samstöðu. Árleg jólatrésskemmtun var einnig haldin, þar sem jólasveinar létu tölvert á sér bera og um hundrað manns mættu. Í febrúarlok var farin hin árlega fjölskylduferð að Illugastöðum í Fnjóskadal, þar sem allir skemmtu sér vel á vélsleðum, brettum og skíðum, mæting mjög góð og veðrið eins gott og hugsast gat. Á döfinni er leikhúsferð og „menningarhátíð” að henni lokinni, svo og heimsókn í keilusal á sumardaginn fyrsta. Mörg undanfarin ár höfum við stutt við bakið á félögum í Íþróttafélagi fatlaðra Eik, og átt tvo menn í stjórn þess. Þar af leiðandi höfum við aflað okkur dómararéttinda í Boccía, og séð um dómgæslu á fjölda móta m.a. landsmóti og er í undirbúningi aðkoma að tveimur stórmótum á árinu. Félagsstarfið hefur verið með líflegra móti í vetur, mæting á fundum 85-90%, og nýverið hafa gengið til liðs við okkur tveir nýjir félagar, vonandi bætast fleiri í hópinn. En svona félagsstarf hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en vonandi verður breyting á því í nýju þjóðfélagsmynstri sem er að ganga yfir núna. LÍFLEGT FÉLAGSSTARF HJÁ KALDBAK Á AKUREYRI Afhending gjafabréfs til Nökkva. Rúnar Þór Björnsson, Ólafur Óskarsson og Kristinn Örn Jónsson. Töframennirnir í eldhúsinu, Toggi og Bjöggi. 4

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.