Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 5
H^rar I ramsóknarmenn í Reykjavík þerra nú sveittan skallann í óða önn, því líkur benda til, að fylgi þeirra frá því í prófkjörinu á dögunum, sé far- ið veg allrar veraldar. Sá sem það fær, yrði Albert Guðmundsson, en til þess er tekið, að harðir kosn- ingasmalar Guðmundar G. Þórar- inssonar í prófkjörinu, séu meðal dyggustu stuðningsmanna Alberts. Það á við um menn eins og t.d. Hreggvið Jónsson og enn fleiri sem voru á sínum tíma stuðnings- menn Alberts í forsetakosningun- um. Til þeirrar sögu hafa verið nefndir frægir Frammarar eins og Jón Aðalsteinn Jónsson, en lín- urnar eiga eftir að skýrast í því efni. Annars á þessi hræðsla við framboð Alberts í Reykjavík sér ekki landa- mæri í Framsóknarflokknum, held- ur eru Allaballar og kratar ekki síð- ur smeykir. .. fM ■ TH ý rödd er farin að heyrast á Bylgjunni. Það er Óskar Mar Guðmundsson (já, Mar en ekki Már!), sem ráðinn hefur verið til þess að lesa auglýsingar og ýmsar stöðvarkynningar. Frá og með 1. apríl hættir Jóhanna Harðardótt- ir svo í hádegisútvarpinu. Þor- steinn J. Vilhjálmsson tekur við hlutverki hennar, en Jóhanna verð- ur að öllum líkindum með þætti í helgardagskránni. Flóamarkaður- inn frægi flyst hins vegar á annan tíma sólarhringsins en verið hef- ur... IÍTROOPER Traustur baaar mest á ravnir ISUZU Traustur þegar mest á reynir. Nýr og stórendurbættur, glæsilegur TROOPER. Væntanlegur í apríl, Opið virka daga 9—18. Laugardaga 13—17. BíLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.