Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 15
krafta. Hann kemur gjarnan fram einn, með undirleikara sér til aðstoðar, en hefur líka tekið þátt í sýningum eins og Þórskabarett og Sumargleðinni. Samkvæmt upp- lýsingum frá Pétri Gudjónssyni, rakara og umboðsmanni, kostar það um 22 þúsund krónur ,,að fá Ómar“. Það er auðvitað brúttó- kostnaður fyrir atriðið í heild og laun píanóleikarans. Magnús Ólafsson, alias Bjössi bolla o.fl., er á svipuðum nótum og Ómar. Hann tekur 18—20 þúsund fyrir atriðið, með undirleik. Pétur Guðjónsson, sem er milli- göngumaður fyrir ýmsa skemmti- krafta, segir kostnaðinn yfir leitt vera á bilinu 12 til 25 þúsund fyrir hvert atriði. Ómar og Magnús eru þannig greinilega í hærri kant- inum, enda þekktir grínarar og menn vita því nokkurn veginn að hverju þeir ganga. Nýrri og óreyndari andlit verða að kyngja því að fá lægri upphæð. Spaugstofan svokallaða tekur 35 þúsund krónur fyrir að skemmta. Þar er um þrjá leikara að ræða: Örn Arnason, Sigurd Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson. Raunar kalla þeir sig „Sama og þegið“, en Spaugstofunafnið hefur loðað við þá af orsökum sem of langt mái yrði að útskýra hér. Jörundur Guömundsson og Júlíus Brjánsson hafa skemmt saman í vetur. Þeir taka 25 þúsund krónur fyrir 25—30 mínútna dagskrá. TÍSKAN TILTÖLULEGA ÓDÝR Skemmtikraftar gera ekki allir út á hláturtaugarnar. Kempur eins og Ríó tríó spila þó auðvitað ekki neina sorgarsálma, þar sem þeir koma fram. Þeir leggja hins vegar meiri áherslu á tónlistina en glensið. Heriegheitin kosta 40 þúsund krónur og vara í 40 mín- útur, en að sjálfsögðu eru það þrír aðilar sem sícipta þessu á milli sín. Kjósi menn hins vegar frekar mjúkar línur en tónstiga, er hægt að fá tískusýningu upp á svið, engu síður en grínara eða tóniist- armenn. Kostnaður við sýningu frá t.d. Karon-samtökunum er um það bil eitt þúsund krónur fyrir „innkomu" eða alklæðnað. Þessi kostnaður skiptist þó á tvo aðila, þ.e. verslunareigendurna sem selja fatnaðinn og þá sem biðja um sýninguna. Hvor aðili greiðir nokkurn veginn helming. DANSINN DYRASTUR OG ÓDYRASTUR Bæði dýrasta og ódýrasta verð á skemmtikröftum var að finna hjá danshópum. Dansstúdíó Sóleyjar setur upp 3.500 krónur fyrir hvern dansara í hverjum dansi, sem venjulega tekur 4—5 mínútur. Þar að auki verður að greiða fyrir einn dans aukalega, en það fer upp í ýmsan útlagðan kostnað við sýninguna. Þannig kostar það t.d. 24.500 krónur að horfa á 6 dansara í nokkrar mínútur. Það var svolítið annað uppi á teningnum hjá Dansskóla Auðar Haralds. Hjá henni er starfræktur 16 manna danshópur, sem æft hefur u.þ.b. 8 mínútna dansatriði. Fyrir þetta taka þau 15 þúsund krónur, en einstaklingarnir í hópnum fá reyndar ekki krónu í eigin vasa. Peningarnir fara í sameiginlegan sjóð. Og það sem meira er, dansararnir þurftu að greiða sjálfir helminginn af bún- ingaverðinu, eða 6 þúsund krónur hver. Þetta var vissulega eina dæmið sem rak á fjörur okkar, um skemmtiatriði sem náigaðist það að vera sjálfboðavinna, eða a.m.k. gert mestmegnis fyrir ánægjuna og tóman áhuga. Hins vegar tóku margir skemmtikraftar það fram, að þeir skemmtu að sjálfsögðu stundum endurgjaldslaust, þegar um væri að ræða gott málefni. Sé tilefni samkundunnar ekki góð- gerðarstarfsemi, er tæpast um annað að ræða en taka upp pen- ingaveskið — með bros á vör! HELGARPOSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.