Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guömundsson Gunnar Smári Egilsson Guðlaugur Bergmundsson Kristján Kristjánsson Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Framkvaemdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garöar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Sveinbjörn Kristjánsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasfmi: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndfs Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavlk sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sfmi 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Mikilvægt (hálft) skref í vetur var Stefán Benediktsson alþingis- maður sakaður um að hafa mísfarið meö fjár- muni Bandalags jafnaðarmanna. Enda þótt hann teldi sig borinn óréttmætum sökum ákvað hann að gefa ekki kost á sér sem fram- bjóðandi í alþingiskosningum. Stefán hafði siðferðisstyrk til þess að taka afleiðingum gjörða sinna. Nú hafa þau stórtíðindi gerst, að ráðherra f ríkisstjórn hefur beðist lausnar frá störfum vegna athugasemda skattyfirvalda um van- taldar tekjur Þessi ráðherra er Albert Guðmundsson, einhver umdeildasti stjórnmálamaður lands- ins. Enda þótt Albert legði sjálfur fram lausn- arbeiðni sína átti sú athöfn sér langan aðdrag- anda. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að fá iðnaðarráðherra til þess að segja af sér. Þor- steinn Rálsson formaður Sjálfstæðisflokksins beitti sér f þessu máli og fór sér hægt í byrjun,. alltof hægt, en niðurstaðan var óhjákvæmi- leg. Þar með höfum við orðið vitni að merkum tímamótum í íslandssögunni. Aldrei fyrr í sögu íslenska lýðveldisins hefur einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar orðið að gjalda mistaka sinna eða misgjörða. Þótt seint væri, var það laukrétt niðurstaða hjá Þorsteini Pálssyni að beita sér fyrir því, að Albert Guðmundsson yrði látinn víkja. Og niðurstaða Alberts sjálfs var á endanum einn- ig laukrétt. Helgarpósturinn hefur flutt frengir af Haf- skipsmálinu jafnt og þétt frá því blaðið opn- aði málið í júnímánuði 1985. Snemma vökt- um við athygli á tengslum Alberts Guð- mundssonar við Hafskip af augljósum ástæð- um, þar sem hann var þar stjórnarformaður um hríð auk þess, sem hann gegndi á sama tíma formennsku í bankaráði Útvegsbank- ans, viðskiptabanka Hafskips. hér verður sú saga ekki rakin, en rannsóknir blaðsins leiddu í Ijós, að ekki væri allt sem sýndist þar sem Albert, Hafskip og Útvegsbankinn væru ann- ars vegar. Niðurstaða eins anga skattrannsóknar á fyrirtæki Alberts er sú, að hann hafi svikið undan sköttum. Hérlendis þykir það e.t.v. ekki harla „merki- legur" glæpur, þar sem um er að ræða þjóðar- íþrótt og kann það að skýra hinn mikla stuðn- ing og samúð, sem Albert hefur orðið aðnjót- andi síðustu daga. Albert Guðmundsson á samúð Helgar- póstsins. Það breytir hins vegar engu um það, að blaðið stendur við þá skoðun sína, að allir einstaklingar í siðuðu samfélagi mannanna virði ákveðnar grundvallarreglur, sem eiga að ganga jafnt yfir alla. Það er grundvallaratriði, að þegnar íslensks samfélagstelji rétt fram til skatts. Um þessa reglu verður aldrei samið. Hún á að ná til hárra sem lágra. Og þegar einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar og þingmaður brýtur þessa reglu ber að taka á því af festu. Það liggur (augum uppi, að leik- reglur samfélagsins yrðu að engu, ef áfram yrði haldið á þeirri braut að láta hina máttugu í þjóðfélaginu, „máttarstólpana" svokölluðu, komast upp með nánast hvað sem er. Þorsteinn Pálsson steig mikilvægt skref í rétta átt í þessum efnum og Albert fylgdi á eftir. En þv( miður var aöeins stigið hálft skref. Ráðherrann var látinn bera ábyrgð á gjörðum sínum, en ekki þingmaðurinn. || m síðustu helgi náðu 5 ein- staklingar 5 réttum í Lottóinu og vinningur hvers um sig um 600 þús- und krónur. Ekki afleit upphæð það, enda var þetta eitt fyrsta verk eins vinningshafans, eignarlauss ungs manns, að stinga lottómiðanum góða í veskið og halda á ball. Vinn- ingshafinn hefði vitaskuld átt að skilja miðann eftir, því auðvitað vaknaði hann daginn eftir og mið- inn horfinn, týndur, eða hugsanlega stolinn. Maðurinn tilkynnti ráða- mönnum lottósins þetta við fyrsta tækifæri og nú fá hinir vinnings- hafarnir ekki vinning nema þeir geti gert grein fyrir því hvar þeir hafi keypt miðann, ef vera skyldi að mið- inn bærist þannig eftir óheiðarleg- um leiðum. Vonandi er það ekki raunin og auðvitað óskandi að hinn ólánsami vinningshafi fái krónurnar sínar. .. || iBÍljóðvarpið fékk Indriða G. Þorsteinsson á dögunum til að velta vöngum um hugsanlegt fram- boð Alberts Guðmundssonar, en Indriði er talinn meðal helstu Albertsfræðinga í landinu, og var kosningastjóri hans í forsetakosn- ingunum á sínum tíma. Hins vegar gleymdist að taka fram, að hann var einnig meðal helstu stuðnings- manna Þorsteins Pólssonar, þeg- ar sá síðarnefndi var kosinn formað- ur Sjálfstæðisflokksins. Þá skrifaði Indriði mikla lofgrein um Þorstein, sem birtist í Morgunblaðinu, en áð- ur var greininni sagt hafnað í DV, þar sem Indriði hafði skrifað fastar greinar undir dálkaheitinu Svart- höfði. Útgefendur höfnuðu lof- greininni um Þorstein, og varð þetta hinsta grein skáldsins í það blað undir þessu dálkaheiti. Indriði, sem segist sjálfur alltaf hafa verið Fram- sóknarmaður, er nú ritstjóri Tím- ans og mun eiga bágt með að hræra sig ekki á þessum tímum elds og átaka um Albert Guðmundsson . .. riðjudagurinn 24. mars mun eflaust líða Albert Guðmunds- syni, fyrrum iðnaðarráðherra, seint úr minni. Við litum fyrir for- vitnissakir á stjörnuspá hans í DV fyrir daginn þann. Hún var á þessa leið: „Dagurinn verður frekar erfið- ur, fólk á það til að finna að öllum sköpuðum hlutum sem jafnvel skipta engu máli. Kvöldið verður skemmtilegra." Það er víst ekki orð- um aukið að dagurinn hafi verið Albert erfiður, en honum var hins vegar ekki áberandi skemmt hjá Ingva Hrafní og Halli Hallssyni í sjónvarpssal um kvöldið. Og ef ein- hvern langar til þess að rifja upp stjömuspá Þorsteins Pálssonar í DV þennan örlagaríka dag, þá var hún eftirfarandi: „Dirfska í vaii gæti borgað sig. Þú ert mjög sterkur og færð hlutina til að hreyfast, jafnvel þótt aðrir séu ekki tilbúnir". . . ÍEkki vitum við hvort Albert Guðmundsson er trúaður á stjörnuspádóma, en hann ætti kannski að kíkja á spána fyrir Vog- ina í þessu tölublaði HP. Þar segir m.a....samspil við annað fólk getur reynst erfitt. Láttu ekki ýta þér út í neitt, án þess að tími gefist til að at- huga allar hliðar málsins." Sporð- drekinn Þorsteinn Pálsson fær hins vegar eftirfarandi ráðleggingu: „Mundu svo að dæma fólk ekki eftir útlitinu, eins og þér hættir til.“... l Reykjaneskjördæmierekkisíð- ur verið að velta fyrir sér hvernig framboðslisti Albertsmanna muni líta út, ef af verður en annars staðar. Til að byrja var talið að Hreggvið- ur Jónsson formaður Skíðasam- bands fslands, yrði í efsta sæti, en mörg fleiri nöfn heyrast nefnd í þessu sambandi. Þannig er bent á, að til greina komi að einhverjir úr sérframboði Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í síðustu bæjarstjórnar- kosningum muni sitja á listanum og hefur nafn Einars Matthiesen heyrst í því sambandi. Enn fremur er bent á, að eftir að Albertsmenn fari í framboð í kjördæminu, eigi Gunnar Schram ekki nokkra möguleika á að komast á þing. Það væri skárra fyrir hann að fara í fram-' boð fyrir Albert í fyrsta eða annað sæti. I því sambandi minnast menn þeirrar samleiðar sem þeir Gunnar og Albert hafa átt í pólitíkinni á um- liðnum áratugum. Þeir sátu við sama borð þegar Gunnar ritstýrði Vísi á sínum tíma. Og þeir yljuðu sér við sömu ,,kjötkatla“ þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína ríkisstjórn. Þeir hafa oftsinnis verið baráttufélagar í Sjálfstæðis- flokknum... Wr að hefur löngum verið venja fyrir kosningar að ungliðahreyfing- ar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsins, SUS og Æskulýðs- fylkingin efndu fyrir kosningar til kappræðufundar. Nú hefur Þor- steinn Pálsson hins vegar gefið út þá línu að nú sé það Alþýðuflokkur- inn, sem er höfuðkeppinautur Sjálf- stæðisflokksins, en ekki Alþýðu- bandalagið. í samræmi við þessa línu hefur SUS tekið á það ráð að bjóða til kappræðufundar að þessu sinni ungliðahreyfingu Alþýðu- flokksins, SUJ, til slíks fundar. Fundurinn á að fara fram í Hótel Borg næst komandi þriðjudags- kvöld. Frummælendur af hálfu ungra sjálfstæðismanna verða Sig- urbjörn Magnússon, Sólveig Pét- ursdóttir og Árni Mathiesen, en ungir kratar tefla fram Guðmundi Árna Stefánssyni, Magnúsi Á. Magnússyni og Maríu Kjartans- dóttur. Kannski kemur Viðreisn til tals. . . M M W Hikill gangur er í Huldu- hernum sem hefur jafn mörg póli- tísk líf og kötturinn og Albert Guð- mundsson. Nú þegar hafa vinnu- hópar farið af stað í öllum kjördæm- um landsins og mun mæða á heima- mönnum að raða listunum saman, ef til kemur. Hulduhermenn voru að gantast með það á dögunum, að það þyrfti að fá Huldur í framboð í heið- urssæti listanna, vegna hersins. í Reykjavík datt einhverjum húmor- istunum í hug, að fá Huldu Stefáns- dóttur hina öldnu heiðurskonu til þessa sætis í höfuðborginni. Uu —— . svo út sem stjórn fulltrúaráðs Sjálf- stæðisflokksins hafi verið sammála um niðurstöðu fundar síns á þriðju- dagskvöld, þegar ákveðið var að hrófla ekki við Albert Guðmunds- syni í fyrsta sæti framboðslista flokksins í Reykjavík. Heimildir Helgarpóstsins herma, að menn hafi alls ekki verið sammála og nokkrar deilur orðið á fundinum. Niðurstaðan hafi orðið sú, að Sveinn H. Skúlason formaður full- trúaráðsins hafi barið það i gegn, að ekki var gengið til atkvæða um mál- ið. Sagt er, að Þorsteinn Pálsson hafi hvíslað í eyru nokkurra fulltrú- aráðsmanna hver vilji hans væri og niðurstaðan varð í samræmi við það og baksíðufrétt Morgunblaðsins sama dag. Þar var niðurstaðan til- kynnt fyrirfram.. . LAUSN Á SPILAÞRAUT Auðvitað var til haldbetri vinn- ingsleið. Annars væri engin saga: ♦ K732 Q K32 ♦ 864 *|K43 ♦ 9 Q DG84 <> G1073 + 9852 ♦ IÁG854 C> Á95 OÁD5 + Á6 Hugmynd sagnhafa var góð en framkvæmdin afleit; til að vinna spilið þurfti vestur að eiga 2 hjörtu. Hann var þá endaspilaður. Betra er að fresta því að hreyfa trompið. Spila þess í stað laufi og trompa lauf. Þá þrisvar hjarta. Austur á væntanlega slaginn og skiptir í tígulgosa. Suður rýkur upp með ásinn. Nú er tímabært að spila trompi á kóng. A-V fylgja báðir og spilið er nú öruggt. Tromp úr borði og ef austur er enn með er svínað af öryggi. Annaðhvort gefum við engan slag á tromp eða vestur er enda- spilaður með Dx. Þegar austur hinsvegar er ekki með, er tekið á ás og vestri spilað inná drottningu. ♦ D106 C> 1076 O K92 ♦ D107 ■ ■ INNROMMUN ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR, TILB. ÁLRAMMAR NÆG LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 BÍLASTÆÐI 10 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.