Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 7
ALBERTSMALIÐ /ÁTÖKIN í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM myndir: Jim Smart og Árni Bjarna Styrjaldarástand ríkir innan Sjálfstœðisflokks- ins í Reykjavík. Ástœðan er öllum kunn. Brott- vikning Alberts Guðmundssonar úr embœtti iðn- aðarráðherra. Stuðningsmenn hans eggja til sér- staks framboðs gegn þeim hluta flokksins sem vék ráðherranum frá. Enn er ekki vitað hvort Albert Guðmundsson yfirgefur Sjálfstœðisflokk- inn. Viðbrögðin við brottvikningu Alberts eru afar misjöfn. Svo virðist sem stór hluti manna láti stjórnast af tilfinningum sínum — eðlilegri sam- úð með Albert Guðmundssyni. Og þannig var málinu stillt upp ísjónvarpi. En Alberts-málið er ekki Dallas, eða Dynasty. Pað á sér aðra hlið. Raunverulegri. Það fjallarm.a. um skattsvik ráð- herra. Þorsteinn Rálsson hefur verið umsetinn af fréttamönnum sfðustu dagana. Krafan um afsögn ráðherrans vafðist ekki fyrir honum — en hann hróflaði ekki við þingmannsframbjóðandanum. Skorti hann kjark? „DÚBBELMÓRAL" Um þetta og fleira sem tengist atburðum lið- inna daga fjallar HP á næstu síðum. Skyndilega var Sveinn H. Skúlason, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæöisflokksins kominn f kastljós fjölmiðlanna. Sagt er, að hann hafi farið að fyrirmælum formanns flokksins: Ekki hrófla við frambjóðandanum Albert! Á þriðjudag urðu merk tíðindi í ís- landssögunni. Ráðherra neyddist til að segja af sér embætti vegna gjörða sinna eða aðgerðarleysis. Opinber forsenda kröfunnar um af- sögn ráðherrans Alberts Guð- mundssonar var studd siðferðileg- um rökum, en ekki vísað til laga- ákvæða um refsiábyrgð. Albert Guðmundson er fyrsti ráð- herrann í sögu íslenzka lýðveldisins, sem biðst lausnar frá störfum, og tekur þannig afleiðingum verka sinna. Þorsteinn Pálsson er fyrsti for- maður stjórnmálaflokks á íslandi, sem leggur siðferðilega mælikvarða á framferði félaga síns í forystu flokksins og tekur ákvarðanir í sam- ræmi við það. Siðferðileg ábyrgð hefur hafið innreið sína í íslenzk stjórnmál. Hingað til hefur verið horft í gegn- um fingur með yfirsjónir af ýmsum toga hjá stjórnmálamönnum og embættismönnum. Dæmin eru mý- mörg. (Undantekningin er ákvörð- un Stefáns Benediktssonar að fara ekki fram í komandi alþingiskosn- ingum.) I fjölmiðlum og allri stjórnmála- umræðu hefur æ meira borið á kröf- unni um ábyrgð, siðferðilegar kröf- ur. Hugtök eins og hagsmunaárekst- ur hefur hlotið sess í hugum fólks. Sama má segja um hugtök eins og trúnaðarbrest. f reyndinni hafa þessi hugtök ein- göngu verið orðin tóm. Ekki Iengur. En breyting af þessu tæi gerist ekki á einni nóttu. Af viðtölum við Albert Guðmundson eftir að hann hafði beðizt lausnar frá pólitískri ábyrgð iðnaðarráðherra að dæma skilur hann sjálfur ekki hvers vegna hann þurfti að segja af sér. Og formaðurinn Þorsteinn Páls- son virðist ekki hafa skilið til fulls hvað felst í því að kalla menn til sið- ferðilegrar ábyrgðar í pólitík, því hann lagði siðferðilega mælikvarð- ann sinn eingöngu á ráðherrann Albert Guðmundsson en ekki fram- bjóðandann Albert Guðmundsson. Þetta heitir dúbbelmóral, tvöfalt siðgæði. í siðferðilegum efnunj er því oft haldið fram, að íslendingar séu æði blindir. Sú ákvörðun formanns Sjálf- stæðisflokksins að stíga ekki skrefið til fulls og æskja þess að Albert hyrfi af framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík ruglar fólk e.t.v. enn meira í ríminu í siðferðilegum efn- um. Ef einstaklingur er talinn vanhæf- ur sem ráðherra er hann af ná- kvæmlega sömu ástæðum vanhæí- ur sem þingmaður. En þökk sé Þor- steini Pálssyni verður Albert Guð- mundsson fyrsti þingmaður Reykja- víkur að loknum kosningum, ef hann fer fram fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Og ef hann fer í sérframboð nær hann örugglega kjöri. Þá verð- ur það mælikvarði á siðferðisstig kjósenda hans og gæti það reynzt forvitnileg könnun. í ákvörðun Þorsteins er fólgin sið- ferðileg mótsögn. En kannski var þetta pólitísk nauðsyn. Ef svo er er Þorsteinn Pálsson sjálfum sér ósam- kvæmur í siðferðilegum efnum. Þar með hefur hann óbeint lýst yfir, að siðferðismælikvarðinn, sem hann hefur lýst gildan sem pólitískt tæki, skuli og megi víkja, ef aðstæður kalla á pólitískar lausnir í blóra við siðferðiskvarðann. Því til undirstrikunar skal á það bent, að Þorsteinn lýsti yfir því ótví- rætt í sjónvarpi, að ekki kæmi til greina að Albert Guðmundsson tæki aftur sæti í ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Samt má hann verða þingmaður á nýjanleik! Með þessari „málamiðlun" er Þor- steinn Pálsson búinn að undirbúa jarðveginn fyrir það, að í framtíð- inni skuli þjóðin leggja tvenns konar mælikvarða á þingheim. Annars vegar þá, sem séu hæfir sem þing- menn og ráðherrar og hins vegar þá sem séu hæfir sem þingmenn, en ekki ráðherrar! Tilvísun formannsins í það, að honum komi ekki við framboð í ein- stökum kjördæmum er ekkert ann- að en hjáróma vitleysa. Vitanlega á formaðurinn að hafa skoðun um framboðsmál einstaklings, sem hann sjálfur er búinn að dæma van- hæfan sem ráðherra. Á blaðamannafundinum fræga í alþingishúsinu á fimmtudag í síð- ustu viku spurði undirritaður þeirr- ar spurningar hvort formaðurinn væri ekki með kröfu sinni um af- sögn Alberts búinn að segja pólitískt A, sem óhjákvæmilega kallaði á pólitiskt B. Niðurstaða þessa máls er sú, að Þorsteinn Pálsson hafi sagt siðferði- legt og pólitískt A og það réttilega, en heykzt á því að segja siðferðilegt og pólitískt R Hann sagði pólitískt C. Þarna glutraði Þorsteinn niður tækifæri, sem hann fékk til þess að verða formaður Sjálfstæðisflokksins af þeirri gerð og í stíl manna, eins og Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors. Hann kaus sér sama hlutverk og Geir Hallgrímsson gegndi sem for- maður. Að vera maður sátta og sam- lyndis og koma í veg fyrir átök, eins og kostur er. Þorsteinn Pálsson er af nýrri kyn- slóð ungra stjórnmálamanna, sem sjá stjórnmál öðrum augum en flest- ir hinna eldri. Með Albertsmálið í höndunum fékk hann einstakt tæki- færi til þess að breyta íslenzkum stjórnmálum. Hann klúðraði því. Því miður. Á þriðjudag tapaði Albert Guð- mundsson. Á þriðjudag tapaði Þorsteinn Páls- son líka. Innreið siðferðismats í íslenzka pólitík var gefið undir fótinn. Það var eini sigurinn. Halldór Halldórsson HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.