Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 48

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 48
Þ rír menn ritstýra Tímanum þessa stundina; Indriði G. Þor- steinsson, Níels Árni Lund og Ingvar Gíslason, sem hætti þing- mennsku fyrir skemmstu. Mörgum þykir yfirbyggingin á Tímanum há- reist, en heimildamenn HP innan Framsóknarflokksins fullyrða að Ingvar Gíslason muni gera stuttan stans á blaðinu. Hann muni hætta sem ritstjóri strax að afloknum kosningum. Heyrst hefur að Ingvar verði ritstjóri Lagasafnsins, ráðinn af skrifstofu Alþingis... l hulduhernum eru menn þegar farnir að gæla við uppstillingar á lista Albertsmanna. Meðal þeirra hugmynda sem fyrst komust á kreik var svona uppröðun: 1. Albert Guðmundsson, 2. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, 3. Ásgeir Hannes Eiríksson, 4. Guðmund- ur J. Guðmundsson, 5.. Sveinn Björnsson. Staðreyndin er hins vegar sú, að ekki var farið að vinna að framboðslistunum, nema í hálf- kæringi í gær. En það kom ekki í veg fyrir vangaveltur af þessum toga. . . /R^^argir hafa freistast til þess að orða Guðmund Joð við hugsan- legt sérframboð Alberts Guð- mundssonar. HP heyrir, að sjálfur leiðtoginn Albert hafi sagt, að hann þurfi ekkert á Guðmundi að halda... l fréttum af þingflokksfundi sjálf- stæðismanna, þar sem Albert Guð- mundsson lagði fram lausnarbeiðni sína, hefur verið látið i veðri vaka að engin umræða hafi orðið. Það er reyndar rétt. Hins vegar er okkur sagt, að tveir þingmenn hafi tekið til máls. Þeir voru Eggert Haukdal og Gunnar G. Schram og lýstu þeir báðir þeirri skoðun sinni, að rauna- legt væri hvernig væri komið. Ekk- ert væri þó við þessu að gera, en þeir vildu að þetta kæmi fram. . . Æ^^^enn velta því mikið fyrir sér hvort þrýstingur flokksforystu Sjálfstæðisflokksins á Albert Guð- mundsson hafi verið skipulagður fyrirfram og jafnvel langt aftur í tím- 48 HELGARPÓSTURINN ann. Ef t.d. kveða hafi átt fulltrúa- ráðsfund saman hefði það þýtt að taka hefði þurft stóran sal á leigu, en á annað þúsund manns í ráðinu. Nú hefur HP fengið það staðfest, að snemma í síðustu viku hafi borist fyrirpsurn til Hótel Sögu frá skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll um lausa kvöldtíma í Súlnasal í þessari viku. Ekki skal fullyrt hvort hér hafi menn verið að gera upp- hafsráðstafanir vegna mögulegs fulltrúaráðsfundar, en ekki vita heimildarmenn blaðsins um neinn annan möguleika af stærri gráðunni í starfi flokksins og telja reyndar full- víst að fyrirspurn þessi hafi verið lið- ur í herleiðangri forystunnar til lausnar á Alberts-vandanum... u H W ■eðal þeirra sem mæltu með að Borgaraflokkurinn fengi listabókstafinn S, voru menn sem tengjast Hótel Borg og drekka þar kaffi. Dæmi: Eiríkur Ketilsson heildsali, Haukur Óskarsson rakari, Steingrímur Sigurðsson listmálari, Grétar Bergmann bróðir Guðlaugs), Sigurður Gísla- son, hótelstjóri, Garðar Jóhann Guðmundsson og ýmsir aðrir kunnir borgarar úr miðbænum. . . A flTVið Helenu Albertsdottur undanskilinni eru það einkum þrír menn, sem skipa „herráð" Huldu- hersins fræga. Þetta eru Ásgeir Hannes Eiríksson, Hreggviður Jónsson og Jóhann sonur Alberts. Á lista þeim, sem lagður var inn í dómsmálaráðuneytið, þegar sótt var um listabókstafinn S kennir ýmissa grasa. Meðal þeirra, sem þar eru má nefna synina Inga Björn og Jóhann, Hreggvið Jónsson, Helga Þór Jónsson, Hauk Jacobsen, Hauk Óskarsson, Grétar Berg- mann og Helga V. Jónsson. Sá síðastnefndi mun hafa samið af- sagnarbréf Alberts. .. F I undur stuðningsmanna Alberts Guðmundssonar iðnaðarráðherra í Þórscafé s.l. sunnudag var mjög fjölmennur, eins og menn vita. Fréttamönnum var meinaður að- gangur að fundinum, enda þótt nokkrum þeirra tækist að „smygla" sér inn á fundinn. En það var fleiri mönnum vísað frá en fréttamönn- um. HP hefur öruggar heimildir fyr- ir því að Haraldi Blöndal, borgar- stjórnarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, hafi verið vísað á dyr með þeim orðum „að- fundurinn væri ekki haldinn fyrir hann og hans líka“, og varð Haraldur Blöndal frá að hverfa. .. FRAMDRIFSBÍLL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til að bera sem íslenskar aðstœður krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Það er ekki að ástœðulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því verðið er hreint undur og ekki spilla góð greiöslukjör. Lada Samara 5 gíra kr. 265.000.- Lada Samara 4 gíra kr. 249.000.- Opið alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10—16. VERIÐ VELKOMlft RAGNAR ÓSKARSSON

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.