Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 40
 DEVAKI ER GRÆNMETISÆTA FRÁ KANARÍEYJUM, MEÐLIMUR ANANDA MARGA OG PASSAR BÖRNIN Á DAGHEIMILINU SÆLUKOTI Fyrir íslendinga sem leggja kapp á aö komast í sól og sumaryl yfir vetrarmánuöina virdist það nœst- um óskiljanlegt ad nokkur af suð- lœgari slóðum dvelji á íslandi yfír vetur af fúsum vilja. Einn þeirra Kanaríeyjabúa sem hafa flutt sig um set og sest að hér á landi er Devaki, 26 ára stúlka frá Gran Canaria sem starfar í leikskólanum Sœlukoti í Skerja- firði, sem rekinn er af samtökun- um Ananda Marga. FYRSTI VETUR LÍFS MÍNS Devaki kom hingað til lands í október 1985 en hún hefur starfað með Ananda Marga í fimm ár. Hún er nú það sem kallað er LFT (Local Full Time Worker) og í því verkefni felst m.a. að fara á þá staði í Evrópu þar sem mest þörf er talin vera fyrir hana. ísland var einn þeirra staða. Devaki brosir þegar ég spyr hvort henni hafi ekki fundist við- brigði að koma til íslands að vetri til: „Auðvitað fannst mér það við- brigði," segir hún. „Þetta var fyrsti veturinn í lífi mínu. Ég var orðin 23 ára og hafði aldrei verið í lægra hitastigi en 11 gráðum. Ég vissi ekkert um ísland áður en ég kom hingað og þegar ég spurðist fyrir um Island hjá fólki í Þýska- landi, þar sem ég var áður, fékk ég alltaf sama svarið: „Dimmt, kalt og hvasst"! Fyrst eftir að ég kom hingað furðaði ég mig á því að fólk skyldi yfirleitt fara út í svona veður. Núna er ég orðin vön því og líkar vel hversu „villt" er hér." Hún segist hafa kynnst Ananda Marga í gegnum vini sína og hafa sótt fyrirlestur með þeim hjá með- limum AM. „Ég varð hrifin af hug- myndafraeði þeirra og kenningum og ákvað að gerast meðlimur í Ananda Marga." ÚR HUGLEIÐSLU f BAÐ Fyrst eftir að Devaki lauk skóla starfaði hún með föður sínum sem er leigubílstjóri á ferðamanna- svæði á Gran Canaria, Playa del Inglés og Maspalomas, og sá Devaki oft um aksturinn: „Því hélt ég áfram í eitt ár eftir að ég gekk til liðs við Ananda Marga, því á þann hátt gat ég hjálpað til við að byggja hús samtakanna á Kanarí- eyjum. Ári síðar gerðist ég LFT og þá hætti ég að vinna sem leigubíl- stjóri. Ég man nú reyndar ekki eftir að hafa ekið íslendingum, en það væri þó ekki ótrúlegt því það voru svo margir Skandínavar farþegar mínir," segir hún og hlær. Devaki býr í Sælukoti ásamt öðrum starfsstúlkum. Hún segir að vinnudagurinn sé „næstum því lengri en sólarhringurinn! Ég þyrfti að hafa 25 klukkustundir í sólarhringnum til að gera allt sem ég vil! Dagurinn hefst hjá þeim á hugleiðslu „og við þyrftum að vakna klukkan fimm á morgnana ef vel ætti að vera, því það er besti tíminn til að hugleiða. Þá ríkir ró og friður og það er gott að einbeita sér meðan borgin er í fasta svefni. Annars fer það svo- lítið eftir því hversu þreyttar við erum hvenær við vöknum," segir hún brosandi. „Oft sofum við til hálfsjö. Að hugleiðslu lokinni förum við í bað. Börnin koma hingað fyrir klukkan átta og við höfum opið til klukkan fimm. Allt í allt eru hér 40 börn; sum hálfan daginn, önn- ur allan. Eftir að börnin fara heim tökum við til, þvoum gólf og undirbúum næsta dag og erum að fram eftir kvöldi. Einnig höfum við námskeið. Svo þarf ýmislegt að skipuleggja varðandi leikskól- ann. ..“ ALÞJÓÐLEGT ANDRÚMSLOFT Börnin í Sælukoti fylgja matar- venjum Ananda Marga. Þau koma til dæmis ekki með kjöt, fisk eða egg sem álegg á brauðið sitt og í hádeginu borða þau heita jurta- rétti. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir hjá börnunum og aðstandendum þeirra og engum dettur í hug að brjóta þær reglur sem þar eru í heiðri hafðar. Devaki segist sjálf hafa orðið grænmetisæta eftir að hún gekk í Ananda Marga, en fram að þeim tíma hafði hún borðað allan almennan mat: „Ég man þó hvað ég tók nærri mér að borða kjöt af dýrum sem ég hafði séð á lífi,“ segir hún. „Ef ég sá ekki dýrið áður en það var drepið fannst mér í lagi að borða kjötið. Þá var þetta bara „matur". Foreldrum mínum og systkinum leist ekkert á þegar ég sagðist ætla að verða jurtaæta — ég held þau hafi haldið ég myndi deyja. Nú segir mamma að ég líti miklu betur út en áður og ver mig ef einhver hneykslast! Grænmeti, grjón og ávextir er það besta sem fólk getur borðað, bæði fyrir líkamann og hugann." I Sælukoti ríkir nokkurs konar „alþjóðleg stemmning". Fóstrurnar eru frá Filippseyjum, Finnlandi og Kanaríeyjum en auk þess eiga mörg barnanna erlent foreldri. Þannig eiga þrjú barnanna breskan föður, eitt franskan og annað danskan, ein móðirin er frá Bandaríkjunum, önnur frá Þýska- landi og sú þriðja frá Svíþjóð. Það kemur því engum á óvart þótt andrúmsloftið í Sælukoti sé eins og í útlöndum þegar börnin eru sótt í lok dagsins! „Ég tala þó alltaf við börnin á íslensku," segir Devaki. „Ég er smátt og smátt að læra málið og verð að viðurkenna að mér finnst það erfitt! Börnin eru bestu kennararnir." AÐ DEILA LÍFINU MEÐ ÖÐRUM Devaki segir að í Sælukoti sé lögð áhersla á að kenna börn- unum að líta á sig sem hluta af heiminum: „Okkur kemur allt við: fólk, dýr og tré.. ., allt sem lifir. Börnin hér læra að planta trjám og hugsa um þau. Það kennir þeim að plönturnar þarfnast mannanna og mennirnir þarfnast þeirra. Lífið er köllun. Við þurfum að finna út hvað okkur er ætlað að gera öðrum til gagns. Við getum aldrei verið áhorfendur að lífinu og hugsað um okkur sjálf eingöngu, við verður að láta okkur annt um allt. Á íslandi hefur fólk það sem nauðsynlegast er; föt, mat og húsaskjól, svo starf- semin hér hlýtur alltaf að verða öðruvísi en til dæmis í Afríku. Það þarf að kenna börnum að það er ekki nóg að vera bestur í öllu og fremstur í flokki, maður þarf að deila lífinu með öðrum og láta sér annt um aðra. Fólk má aldrei líta svo á að það sé öðrum megin og heimurinn hinum megin — þetta er alit ein heild og því fyrr sem fólk lærir að axla ábyrgð og byggja upp persónuleika sinn, því betra." Frá því Devaki kom til íslands fyrir einu og hálfu ári hefur hún einu sinni farið af landinu. Þá fór hún til Þýskalands og Indlands. „Ég sótti fund starfsmanna Ananda Marga um allan heim sem haldinn var í Indlandi. Þar segjum við frá starfi okkar, hvað við gerum í hverju iandi og hvað okkur vantar. Við hittum líka leið- toga Ananda Marga, Shrii/Shrii Anandamurti og það var stór ástæða ferðalagsins. Ég heimsótti líka foreldra mína heima á Kanarí- eyjum." Spurningunni hvort hún ætli sér að verða „dídí" (sem er nokkurs konar nunna í þeirra hópi), svarar Devaki: „Ég hef ekki enn gert það upp við mig. Verði ég „dídí" má ég ekki giftast eða eignast fjöl- skyldu. Samt held ég það sé gott að vera „dídí" því verkefnin eru mörg. Ég hef ekki tekið ákvörðun um neitt, ekki heldur hvort ég verði hér áfram. Meðan ég er LFT ræð ég ekki hvar í heiminum ég bý; ég er send þangað sem þörfin er mest fyrir mig. Við munum setja upp barnaskóla hér á íslandi næsta haust og þar mun íslenskur barnakennari starfa með okkur svo það er nóg af verkefnum hér. Við eigum m.a. eftir að byggja skólahús. Mér líkar vel að búa á íslandi — og held reyndar að mér myndi líka að búa hvar sem er í heiminum. En eins og ég sagði áðan þá er lífið köllun — og ég hlýði því kalli." 40 HEU3ARPÖSTURINN eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smarti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.