Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 16
Fyrir skömmu var endursýndur þáttur í Ríkissjónvarpinu þar sem Jökull Jakobsson fjalladi um dul- ræn efni. íþœttinum kom fram ung kona sem talaði mikið um bók eina merka sem hún leitaði gjarnan til þegar hún átti erfitt með að taka ákvarðanir. Stúlka þessi var Sigrún Harðardóttir, fyrrum söngkona, nú- verandi framkvæmdastjóri Sund- sambands Islands og kvennalista- kona. Bókin var Y-Ching, kínverskt rit aldið mjög en fullt afeilífum vís- dómi. Pað lá því beinast við að spyrja Sigrúnu hvernig henni heföi þótt þátturinn en hún missti því miður afhonum. Þá var spurt hvort hún styddist ennþá við bókina góðu? „Já, ég nota hana ennþá, en ekki mikið. Þetta er bók sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég spyr Y-Ching bara þegar ég þarf verulega mikið á að halda að vita hvað ég á að gera. Ég nota Tarot-spilin meira hvers- dags." — Hvernig verkar þessi bók eigin- lega? ,,Hún er eins og samviska manns, hún er leiðbeinandi sem kennir manni að haga lífi sínu betur. Hún talar um ljósið innra með manni og hvernig manni ber að rækta það svo maður geti haft áhrif á örlög sín, sitt Karma." — Þú minntist áðan á Tarot-spilin, hvenœr kynntistu þessum frœðum öllum? „Ég kynntist þessu árið 1972. Þá var ég í Háskólanum og einn kunn- ingi minn hafði farið til Bandaríkj- anna og kom heim með Y-Ching sem þá hafði verið þýdd á ensku. Um sama leyti fór ég að kynna mér stjörnuspeki og Tarot-spilin. Ég var sex ár í stjörnuspekinni en þá fannst mér hún vera farin að taka of mik- inn tíma." — Er einhver sameiginlegur þráö- ur í þessu öllu? „Já, það eru hinar svokölluðu erkitýpur, sem Jung fjallaði svo mik- ið um á sínum tíma. Jung var læri- sveinn Freuds en á hippatímanum var hann orðinn vinsælli en meist- arinn. Hann fjallaði um Y-Ching í einni af bókum sínum og þannig barst hún tii Vesturlanda. Svo er það líka það að undirmeðvitundin leiti út í hendurnar, það er eins í Y-Ching og Tarot-spilunum, þar er undir- meðvitundin sett í samband við hendurnar." — En eitthvað hefur vakað fyrir þér með þvi að stúdera þetta, varla hefur þetta sprottið úr engu? „Kannski kom þetta af því að ég er berdreymin eins og amma mín og líka af því að ég tel mig vera mjög tengda náttúrunni. Ég lít á mig sem einn lifandi hluta af náttúrunni, sem er þessi jörð, og ég vildi vita hvers- konar vera ég væri. Ég er ættuð að vestan og í minni fjölskyldu er ann- ar hver maður berdreyminn. Draumarnir og dulspekin gerðu það að verkum að ég lifði of mikið í framtíðinni og átti erfitt með að lifa í nútímanum. En það gengur betur núna, áður var ég alltaf á undan. Ég var t.d. fyrsta konan að ég held sem gaf út plötu með eigin lögum og spil- aði og söng á henni sjálf." — Ertu hætt að syngja? „Nei, nei. Ég syng allan daginn, syng stöðugt, hinsvegar hef ég aldrei nennt að syngja fyrir drukkna íslendinga svo ég hef lítið gert að því að troða mér áfram. Það er mér sjálfri að kenna að ég heyrist ekki meira. En ég er langt því frá hætt að 16 HELGARPÓSTURINN syngja, hlífi bara flestum við því nema fólkinu í blokkinni." — Ég hef heyrt að þú hafir verið mikil dellukelling í menntó. „Það er ekki rétt. Þegar ég var í menntaskóla komst ekkert annað að en söngur og aftur söngur." — Hvernig voru menntaskólaárin á Akureyri? „Hryllileg í einu orði sagt. Sko — ég ólst upp í Frakklandi til tíu ára aidurs. Móðir mín er bandarísk og pabbi talaði við hana ensku. Þess- vegna lærði ég ekki íslensku fyrr en ég var 10 ára gömul, talaði bara ensku og frönsku. Ég er menningar- lega ekki íslendingur og það var hræðilegt þegar mér var kastað, barnungri, úr framandi menningu í samfélag bændasona og -dætra. Ég var eins og Marsbúi þarna, skildi ekki neitt og gekk um í móðu. Ég skildi ekki menningarbakgrunninn en svo gerðist ég bóndi sjálf seinna og þá skildi ég þetta betur. Það eina sem ég man eftir skemmtilegu frá þessum árum er söngurinn, allt hitt var svart." — Varla hefur þetta verið svona ömurlegt allt, er það? „Jú, jú. Ég var meira að segja rek- in úr skólanum, látin vera utan- skóla. Steindór skólameistari þoldi ekki konur, hvað þá heldur söng- konur, þessvegna rak hann mig. Eg hækkaði hins vegar allar einkunn- irnar mínar við það, enda var skól- inn ömurlega lélegur á þessum ár- um. Þetta var áður en kennarar þurftu líka að vera manneskjur. Þetta voru bara gamlir fúlir kallar sem hlýddu yfir hundleiðinlegar skræður" — Hvað tók svo við eftir stúdents- prófið? „Ég starfaði sem söngkona í eitt ár, kenndi síðan á ísafirði annað en dreif mig svo í Háskólann í ensku og frönsku og kláraði BA á tveimur árum. Ég nennti ekki að hanga þar lengur. Eftir að þessu lauk kenndi ég einn vetur í MH en flutti svo vestur á firði og gerðist bóndi." — Hver var meiningin með því? „Ég gerðist grasæta, þetta var gamli hippadraumurinn að rækta sinn mat sjálfur. Svo las ég bækurn- ar um Findhorn þar sem þeir höfðu náð ótrúlegum árangri í því að rækta plöntur með aðstoð náttúru- anda úr gróðurlausum sandi. Þetta var mjög erfið lexía, þessi búskapur, en þarna óx allur minn dularkraftur og sambandið við tröllin í fjöllun- um. Meðan ég bjó þarna gaf ég út plötuna. Ég keyrði margoft 400 kíló- metra á biluðum Skóda til að syngja inná hana. Svo þegar hún kom út var hún illa mixuð. Þetta var kannski klikkun að einhverju leyti." — Þú varst bóndi í tvö ár, hvað gerðirðu svo nœst? „Ég ákvað að læra ekki meira. í staðinn fór ég í breska sendiráðið og réðst að Brian Holt ræðismanni og spurði hann hvar ég gæti komist í skóla þar sem ég gæti lært að búa til safnhaug. Hann skildi þetta strax, enda góður Breti sem ræktar garð- inn sinn.“ mynd Jim Smart nsson HP ræðir við Sigrúnu Harðar- dóttur dulspeking, kennara, söngkonu og kvenréttinda- konu sem kallast gæti ævi og störf.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.