Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 45

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 45
VILHJÁLMUR ÞÓRUNN LÁRA 1 MARKÚS tökum á flest öllum viðstöddum og fyrir mig var þetta ógleymanlegt. Þorsteinn er að mínu mati besti ræðumaður sem ég man eftir. Hvernig tilfinning það er að flytja ræðu? Eg held ég geti alveg verið sammála ungum manni sem var í viðtali við Vikuna nýlega. Hann hafði tekið þátt í MORFÍS keppninni og sagðist fá eitthvað „kikk“ út úr því að flytja ræðu, að ná tökum á áheyrendunum. Þetta held ég sé alveg rétt. Ef maður finnur að maður hefur náð tökum á áheyrendum þá er það góð tilfinning. Hvort hún er af þeim toga að flokkast undir „vald" veit ég aftur á móti ekki, en tilfinningin er góð vegna þess að maður veit þá að maður hef- ur náð árangri. Ræðumennska er svolítið merkileg list að mínu mati. Ég hef þá trú að fáir séu fæddir ræðusnillingar. Það er aftur á móti hægt að vinna að því að verða góður, en ég held líka að röddin hafi gífurlega mik- ið að segja. Flutningur á góðu málefni kemst kannski alls ekki til skila ef raddbeit- ingin er röng, alveg eins og að röddin ein sér getur náð tökum á fólki þótt það sé ekki endilega að hlusta vel eftir hvað er verið að segja." LÁRA RAGNARSDÓTTIR, STJÓRNUNARFÉLAGI ÍSLANDS „Ég man nú ekkert eftir fyrstu ræðunni sem ég hélt en aftur á móti man ég það að ég var lengi vel haldin skrekk áður en ég flutti ræður. Nú er þessi skrekkur horfinn. Ég held það skipti miklu máli að vera vel undirbúinn fyrir ræðuhöld, kynna sér málin vel og hafa ræðuna stutta og hnitmiðaða til að efnið skili sér. Ég get ekki lýst þessum „skrekk" neitt nánar, nema þá kannski helst þannig að þetta sé eins og upphitun hjá íþróttamönnum! Ég hef ekki lent í því að gleyma í miðri ræðu hvað ég ætlaði að segja en hins vegar lenti ég eitt sinn í því að gleyma blöðum með síðari hluta ræðu heima. Ég þurfti því að prjóna aftan við ræðuna en mundi ágæt- lega hvað ég hafði skrifað og gat því bjarg- að mér út úr því! Sjálfsagt hef ég einhvern tíma mismælt mig þótt ég muni ekki sér- staklega eftir því en ég hef aldrei reynt að segja brandara sem engum hefur þótt fynd- inn, kannski vegna þess að ég flyt yfirleitt ekki þannig ræður að þær gefi tilefni til fyndni! Það kemur þó fyrir að fólk hlæi að einhverjum athugasemdum en ég reyni aldrei að vera fyndin, það er þá eitthvað sem kemur alveg óvart! Ég skipulegg ekki ræðurnar þannig að í þeim standi: „Stopp. Hér kemur brandarinn um. ..“! Besta ræðan? Púff, ég legg nú ekki ræður á minnið en ein ræða er mér sérstaklega minnisstæð. Ég starfaði þá sem ráðgjafi í Bandaríkjunum og þegar verki var lokið átt- um við að flytja yfirlitsræðu um það, skýra frá niðurstöðum o.fl. Með mér starfaði kona sem var mjög fær ráðgjafi og afar vel máli farin. Þegar hún flutti ræður hélt hún mönn- um alveg í greipum sér og var geysilega mælsk. Eitt sinn þegar hún hafði lokið ræðu sinni og svarað fyrirspurnum spurði hún: „Eru ekki fleiri spurningar?" Þá svaraði stjórnarformaðurinn: „Jú, guð. Verður sól á morgun?“! Hins vegar get ég ekki gert upp við mig hver mér finnst vera besti ræðu- maður sem ég hef heyrt í um dagana, ég get ekki gert upp á milli manna. Nei, mér finnst það engin „valdstilfinning" að halda ræðu. Mér finnst ég þá vera að koma skoðunum mínum á framfæri, koma á framfæri þvi sem mér finnst satt og rétt og það skiptir mig engu máli hvort það er ég sem hef vald eða einhver annar. Það er aðallega það að það sé hlustað á mínar skoðanir og afstaða tekin út frá því.“ MARKÚS ÖRN ANTONSSON, ÚTVARPSSTJÓRI „Fyrir utan einhverjar minni háttar tæki- færisræður, eins og setningaræður á árs- hátíðum í Laugarnesskóla, held ég að fyrsta „alvöru" ræðan mín hafi verið flutt á mál- þingi þegar ég var í landsprófi í Vonarstræti. Umræðan var um eitt af þessum sígildu efnum: varnarsamstarfið við Bandaríkin og varnarsamningurinn. Ég man eftir, að það atvikaðist þannig að ég tók að mér að mæla með varnarsamstarfinu en andmælandi var Pétur Valur Ólafs. Hann var mikill orðhákur og sá fyrir sér framtíðina í þessum efnum á þann hátt að Sovétmenn myndu útbúa geimvarnarkerfi. Það átti að vera einhver óskaplegur segulkraftur í þessum tækja- búnaði og honum yrði skotið á loft og myndi síðan soga allt draslið af Keflavíkur- flugvelli út í geiminn! Þetta fékk óskaplega góðar undirtektir og honum var klappað lof í lófa en ég var malaður í umræðunni! Meg- inuppistaðan í ræðu minni var, að mig minn- ir, upptalning á ákvæðum varnarsamnings- ins og það var ekki beint lífleg lesning eða vekjandi fyrir þá sem hlustuðu! Varðandi sviðsskrekk er rétt að taka fram að ég hafði fengið þjálfun í Laugarnesskól- anum í að koma fram fyrir fólk, bæði í leik- sýningum og með upplestri. Þótt það sé auðvitað töluvert ólíkt því að koma fram á málfundum og tala blaðalaust, þá held ég að þetta tvennt tvinnist saman og menn búa að þeirri reynslu sem þeir hafa fengið á barns- aldri. Hins vegar held ég að góðir leikarar telji það grundvallarforsendu í öllu sínu starfi að finna fyrir sviðsskrekk og ég held að svo sé einnig um ræðumenn. Ég hef heyrt marga ágætis ræðumenn lýsa því að þeir finni alltaf fyrir því að þeir séu að stíga í ræðupúlt og sé aldrei alveg sama. Ég held að þessi lýsing eigi líka við mig þótt ég sé ekki að bera mig saman við þá afburðar- menn sem ég hef heyrt lýsa þessu. Þetta er alltaf viss tilfinning og vitaskuld eru menn uppteknir af viðfangsefninu og þurfa að ljá því ákveðna umhugsun; hvað beri að segja og hvernig menn ætli að haga orðum sín- um. Menn hafa mismunandi ræðustíl og ég tel sjálfur að mér henti ekki þessi leiftrandi ræðumennskustíli, að minnsta kosti hef ég ekki tileinkað mér hann við nein tækifæri. Sennilega finn ég mig vanmegnugan um það! Ég hef hins vegar lagt mig fram um að reyna að gera á greinargóðan og all ítarlegan hátt greinfyrir þeim málum sem ég hef þurft að flytja, eins og í borgarmálapólitíkinni. Þar af leiðandi tel ég að margir hafi séð í mínum ræðum einhvers konar fréttaskýring- arstíl frekar en þessa áhugaverðu ræðu- mennsku! Mér hefur ekki beinlínis verið sagt að ég hafi ákveðna kæki við ræðuflutning, en hins vegar hefur konan mín bent mér á að mér hætti til að vera of langorður og að mér hætti til að fara of nákvæmlega í smáatrið- in. Það er kannski þessi viðleitni að velta upp öllum hliðum á málum og draga alla hluti, mögulega og ómögulega, inn í þessa „fréttaskýringu". Ég hef ekki sérstaklega gert mér far um að vera fyndinn í ræðum mínum og hef ekki beitt þeirri taktík að krydda þær með gamansögum eða skrýtlum. Ég minnist þess ekki að hafa mismælt mig að ráði, en man þó að ég átti í dálitlu basli með að kynna borgarfulltrúana Sigurjón Pétursson og Sigurjón Fjeldsted meðan ég var forseti borgarstjórnar. Sigurjón Fjeldsted varð Pét- ursson og öfugt! Hins vegar henti mig aldrei eins og hent hefur aðra ágæta forseta borg- arstjórnar að gleyma alveg nöfnunum á borgarfulltrúum! Þegar ég sem ræður reyni ég oftast að setja punkta á blað vegna þess að mér finnst þægilegra að flytja ræðurnar þannig heldur en að skrifa þær frá orði til orðs. Þetta getur auðvitað verið dálítið hættulegt ef menn eiga að virða tímamörk. Það er alls engin valdstilfinning sem fylgir því að flytja ræðu. Ég hef lifað og hrærst í blaða- og fréttamennsku frá blautu barns- beini og því verið í hlutverki frásagnar- mannsins og auðvitað hefur minn ræðu- flutningur beinst að því að miklu leyti að sannfæra fólk. Yfirleitt hef ég mikla trú á því sem ég er að segja og ekki fundist ég þurfa að beita blekkingum heldur sagt satt og rétt frá. Hins vegar held ég að ég sé ör- lítið hraðmæltari í ræðustól en ella og það getur verið að með því móti sé ég að veita mér einhverja falska öryggiskennd. .. Mér eru minnisstæðar ræður manna eins og Bjarna Benediktssonar, Ólafs Thors og Einars Olgeirssonar en á Menntaskólaárun- um fórum við oft niður í þing til að hlusta á þingmennina. Sem stráklingur hreifst ég af hæfileikum þeirra sem ræðumanna, svo ólíkur sem stíll þeirra var. Ég met ræðustí! Davíðs Oddssonar mjög mikils og þá kannski helst fyrir það hvað hann er óskap- lega hnyttinn og rökfastur í senn í sínum ræðum við ólíkustu tækifæri. Eftir að hafa setið í borgarstjórn í fjórtán ár og hlýtt reglulega á fjölda borgarfulltrúa flytja ræður fund eftir fund, tel ég að Sigurjón Pétursson hafi verið geysilega kröftugur ræðumaður og sem slíkur inni í borgarstjórn mikilvægur talsmaður síns flokks." HELGARPÓSTURINN 45

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.