Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 25
tekur til starfa í Reykjavík á næst- unni. Það er Heiðar Jónsson snyrt- ir, sem til margra ára hefur unnið hjá öðrum tískuskólum borgarinnar, sem nú ætlar að opna skóla undir eigin nafni. Heiðar hyggst bjóða upp á ýmsar nýjungar, þ.á m. sumar- námskeið fyrir þá sem betur eiga heimangengt yfir sumarmánuðina, en slík námskeið hefur ekki verið boðið upp á fyrr hér á landi, að því er við best vitum. Heiðar mun einn- ig ætla að bjóða upp á einkatíma... menn hafa hleypt af stokkunum fréttablaði, sem þeir kalla Ný stjórnmál. Heilmikill hugur virðist vera í fólkinu, því auglýst er m.a. eft- ir auglýsingastjóra, blaðamanni, skrifstofustjóra og sölubörnum. í fyrsta tölublaðinu eru greinar eftir ýmsa forkólfa flokksins, en á forsíðu er þriggja dálka mynd af Vilmundi heitnum Gylfasyni yfir fyrirsögn- inni „Andi BJ lifir enn“. Hefur þetta farið iflilega fyrir brjóstið á mörgum gömlum BJ-aranum og ekki síður sú söguskýring í leiðara að stofnendur Bandalagsins með Vilmundi hafi all- ir verið fyrrum flokksfélagar hans í Alþýðuflokknum......... ■ undur stjórnar fulltrúaráðsins var sem kunnugt er haldinn í Val- höll. Þar sem menn sátu og fjölluðu um vandamálið Albert, hvort hann skyldi áfram sitja í efsta sæti listans i Reykjavík. Hafa sumir fundar- manna vafalítið litið í kringum sig í húsakynnunum. Einhver fyrstu skref Alberts Guðmundssonar inn- an Sjálfstæðisflokksins voru einmitt þau, að hann var fjármálastjóri og formaður bygginganefndar Valhall- ar. .. c C^Ftjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík er 25 manna „apparat" og að sjálfsögðu voru flestir mættir á stjórnarfundinn á þriðjudagskvöldið til að fjalla um Alberts-vandann. Viðkvæmt mál á ferðinni og á fundinum var sam- þykkt að allir skyldu þegja og vísa á formann stjórnarinnar, Svein H. Skúlason. „Þú skalt spyrja for- mann stjórnarinnar að þessu,“ var viðkvæði allra aðspurðra fundar- manna að fundi loknum. Varð þá einum blaðamanninum að orði: „Þetta kallar maður sjálfstæða menn í sjálfstæðum flokki"... Hann gœti reddad þér GEGN EYÐNI Kjwbók Landsbankans-Góð bók lyrir l>jarta framtíð L «§£"“ HELjGARPÖSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.