Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 24
Þ að má segja að Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra hafi sloppið nokkuð vel frá fyrirspurn frá Kjartani Jóhannssyni, þingmanni um söluskattsskil á nýloknu þingi. I fyrirspurn sinni óskar Kjartan ann- ars vegar eftir lista yfir þá aðila sem fengið hafa að greiða söluskatt og toila með útgáfu skuldabréfa og hins vegar spyr hann ráðherra hvort einhver dæmi séu þess að menn hafi fengið að greiða skattsektir með samskonar hætti, og þá hverjir. Þorsteinn svaraði fyrri hluta fyrir- spurnarinnar með tæplega 50 blað- síðna þéttskrifaðri skrá yfir þá sem fengið héifa greiðslufrest á söluskatts- skil og tollagjöld. Síðari hlutanum svarar hann stuttlega með neii. Ef Kjartan hefði hins vegar orðað spurningu sína á annan hátt hefði hann fengið langan lista yfir fyrir- tæki, sem fengið hafa greiðslufrest á aukaálagningar sem komið hafa í kjölfar rannsókna Skattarann- sóknarstjóra. Þannig fengu t.d. Landvélar að greiða álagningu og sérstakt álag, sem skattrannsóknar- stjóri ákvarðaði eftir að fyrirtækið hafði verið tekið til meðferðar hjá embættinu með skuldabréfi til 4—6 ára. Álögur skattarannsóknastjóra eru hins vegar ekki skattsektir. Það er ríkisskattanefnd sem ákvarðar wgtí0!iíðm&&&■ Victor VPC II - nú er harði diskurinn 30 Mb í stað 20 Mb áður, en verðið er óbreytt. LEYNDARMÁLIÐ að baki góðri tölvu er hugvit, tœkni og góð þjónusta VICTOR og Einar J. Skúlason hf. eru fyrirtœki sem þú getur treyst Til að góð tölva standi undir nafni þarf hún að hafa að baki samhent þjónustulið sem bregst fljótt og vel við ófyrirsjáanlegum vandamálum, sem skotið geta upp kollinum á meðan fólk er að ná tökum á tækninni. Victor einmenningstölvumar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt. Reynslan sýnir að þær eru vandaðar, sterk- byggðar og hafa lága bilanatíðni. Síðastliðna 9 mánuði hafa liðlega 1200 nýjar Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi og segir það meira en nokkur orð um álit íslenskra athafnamanna á Victor. Ánægðir við- skiptavinir em okkar bestu meðmæli. Þjónustudeild Einars J. Skúlasonar hf. hefur á að skipa þaulreyndu og vel menntuðu starfsfólki sem leggur metnað sinn í að veita nákvæmar upplýsingar og trausta þjónustu. Victor tölvan er mjög ríkulega útbúin. Hún hefur vinnsluminni í fullri stærð, þ.e. 640 kb., raunverulegan 16 bita örgjörfa (8086) og er ákaflega hraðvirk. Victor fylgist vel með nýjungum og kappkostar að vera leið- andi í þróun einmenningstölva. Victor kynnir nýjungar: ★ Nýtt lyklaborð ★ Nýtt stýrikerfi: MS DOS 3.2 ★ Nýr 30 Mb. harður diskur. VICT Kynntu þér Victor nánar - það borgar sig. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 þær og enn sem komið er hefur eng- inn fjármálaráðherra lagt í að gefa skattsvikurum kost á að greiða þær með útgáfu skuldabréfa... E lins og menn muna tóku þeir Árni Gunnarsson, Haraldur Ólafsson og Þorbjörn Hlynur Árnason við framkvæmdastjórn Hjálparstofnunar kirkjunnar fyrir skömmu. Heimildamenn HP herma að þeir séu að skoða stöðuna og velta fyrir sér framhaldinu í sam- bandi við rekstur stofnunarinnar. Var greint frá því á blaðamanna- fundi þegar þeir félagar tóku við HK að innan skamms yrði ráðinn nýr framkvæmdastjóri fyrir HK. Ekkert hefur bólað á ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra. Nokkrir hafa verið inni í myndinni og herma heimildir HP innan kirkjunnar, að nú velti menn m.a. fyrir sér Sigríði Hall- dórsdóttur hjúkrunarfræðingi, sem þekkt er fyrir fórnfúst starf sitt í þriðja heiminum. Hún þekkir vandamálin af eigin raun og þykir heppileg í alla staði. Tekið skal fram að enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu hennar... Þ að er töluvert um það í ferða- þjónustunni að fólk færi sig um set á milli hinna ýmsu fyrirtækja. Ingi Sverrisson, sem um árabil hefur verið starfsmaður Kynnisferða á Hótel Loftleiðum, er nú orðinn for- stöðumaður innanlandsdeildar Ferðabæjar á Steindórsplaninu. Þangað er líka komin Pálína Krist- insdóttir, sem áður var hjá Ferða- skristofu stúdenta. .. Þ að er alveg makalaust hvað sumar starfsgreinar virðast draga til sín kynin í misríkum mæli. Ferða- skrifstofa ríkisins rekur t.d. 17 sumarhótei á komandi „vertíð" og verða konur hótelstjórar á 13 þeirra. Og hótelstýruáhuginn virðist ganga í erfðir, því allsráðandi á Eddu- hótelinu að Stóru Tjörnum verð- ur Sólborg Steinþórsdóttir, dóttir Margrétar Isleifsdóttur, sem í mörg herrans ár hefur stjórnað hótelinu að Kirkjubæjarklaustri- af mesta myndarskap... likill áhugi reyndist vera fyrir námskeiðum Flugleiða, F.Í.B. og Ferðaskrifstofu ríkisins fyrir ökumenn, sem vilja kynna sér bif- reiðaakstur á erlendri grund. Þegar er búið að halda tvö námskeið í Reykjavík og eitt á Akureyri, en þrátt fyrir það er biðlistinn ótæmd- ur. Því er ljóst að fleiri námskeið verða haldin, þar á meðal eitt á Isa- firði. .. ýr snyrti- og tískuskóli Ef máliö snýst um EYÐNI þá hringiröu í 91-62 22 80 GEGN EYÐNI 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.