Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 31
TÓNLIST Skemmtilegustu tónleikar ársins Tónfræðideild Tónlistarskólans í Reykjavík heldur nemendatón- leika árlega um þetta leyti árs, og það er miklir skemmtitónleikar. Flutt eru verk sem nemendur hafa samið um veturinn. Síðast liðinn mánudag voru slíkir tónleikar haldnir að Kjarvalsstöðum, við húsfylli eins og vanalega, þrátt fyrir söngvakeppni sjónvarpsins, Albertsmál og annað. Flutt voru þrettán glæný tón- verk eftir átta höfunda, og fluttu nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík verkin, nema eitt, sem David Knowles lék. Yfirleitt er reglan sú að nemendur flytja verk félag sinna; þó kemur fyrir að ein- staka „atvinnumenn" hjálpi til. Tónfræðideild er yngsta deild Tónlistarskólans. Þar eru kennd hin fræðilegu fög tónlistar; tón- smíði og greining. Námið tekur þrjú ár. Inntökuskilyrði eru ströng; krafist er ákveðinnar tónlistar- menntunar, hljóðfæraleiks, stúd- entsprófs og fleira. Þetta er eins konar framhald á kennaradeild- um Tónlistarskólans, á háskóla- stigi. Lokapróf úr deildinni sam- svarar nokkurn veginn BA-prófi við bandaríska háskóla — tæplega þó. Deildin virðist spara mönnum tveggja ára nám erlendis. Ferill nemenda, eftir að hafa lokið námi í deildinni, virðist benda til að undirbúningur hér sé góður, enda er námið nokkuð strangt. Ég hef oft verið að því spurður hvort unnt sé að kenna tónsmíðar, kenna mönnum að verða lista- menn. Og ég svara: Það er unnt að vissu marki. Tónsmíðanemendur læra t.d. að meðhöndla efnið. Þeim er kennt að mynda hljóma, tengja þá, og það köllum við hljómfræði. Einnig að gera laglínur, flétta þær saman, og það nefnist kontrapunktur. Punctus contra punctum merkir nóta á móti nótu. Svo er hljóðfæra- fræði, sem fjallar um gerð eigin- leika og möguleika hljóðfæranna, og útsetningar alls konar. Svo er kennd formfræði um sögu og gerð hinna ýmsu tónlistarforma. Grein- ing eða analísa miðar að því að skerpa skilning nemenda á verk- um, stíl og tónsmíðaaðferð. Tón- heyrn eða heyrnarþjálfun á að gera menn næmari á hljóð og tóna, efla greiningarhæfni eyrans og þjálfa minnið. Bæði er iðkaður hinn hefðbundni stíll og nýrri að- ferðir. Þá fá nemendur einnig þjálfun í raftónlist, en Tónmennta- skóli Reykjavíkur (Barnamúsík- skólinn) hefur lítið hljóðver innan stofnunarinnar, sem Tónfræða- deildin fær að nota. Þetta eru helstu grundvallarnámsgreinar, svo bætast við valgreinar og ein- stakir fyrirlestrar. Þetta er hin tæknilega hlið tón- sköpunar, sem unnt er að þjálfa og kenna. Það er erfiðara að kenna hina eiginlegu sköpun, hún er öll óáþreifanlegri. Við íslendingar vitum vel, að þótt mönnum takist að berja saman ferskeytlu, eru þeir ekki endilega orðnir skáld; í hæsta lagi hagyrðingar. Það er hægt að rækta og þjálfa sköpunar- gáfu, en slíkt er mjög einstaklings- bundið og verður hver og einn að finna sína eigin leið á því sviði. Tónlistarnám, hefðbundið hljóð- færa- og söngnám, er mjög á sviði endursköpunar. Það er tæknilegs eðlis; æfingar, aðferðir og hreyf- ingar, sem verður að síendurtaka daginn út og daginn inn til að árangur náist. Þetta minnir á nám í ballett eða skylmingum. Mynd- listarnám er aftur á móti „frjáls- ara“, meira á sviði frumsköpunar. I tónlistarkennslu barna hefur frumsköpunin látið æ meira að sér kveða á síðustu árum, spuni og ieikur, og ég held að það sé mjög hollt fyrir þá sem ætla sér að verða túlkendur tónlistar og hafa MYNDLISTARheimurinn hef- ur viðrað megna óánægju sína við HP með hvernig greint var frá opn- un sýningar Kristjáns Gudmunds- sonar í síðasta blaði, en Kristján sýnir um þessar mundir í Ásmund- arsal við Freyjugötu, teikningar á pappa og skúlptúr. Það sem fyrir brjóstið á fólki fór var að Kristján skyldi vera auðkenndur með því að vera bróðir Sigurdar og telja sumir að blaðið hafi, viljandi eða óviljandi, verið að gera lítið úr Kristjáni með þessum hætti. Hér skal þó frá því greint að svo var ekki og það skal ennfremur játað að smekklegra hefði verið að staðsetja Kristján með öðrum hætti, t.d. þeim að hann hafi verið einn af stofnendum SÚM, að hann hafi verið einn þeirra sem sýndu þegar fbmpidou-sainid var opnað í París eða að hann hafi verið fulltrúi íslands á Feneyja-biennaln- um árið 1982. Kristján er vissulega einn af okkar fremstu og jafnframt mikilvægustu myndlistarmönnum um þessar mundir og skal hvergi úr því dregið, jafnvel þótt hann hafi þann djöful að draga að eiga mynd- listarmann fyrir bróður. í LISTASAFNI íslands stendur nú yfir yfirlitssýning á verkum Sig- uröar Sigurdssonar listmálara. Þetta er síðasta sýningin í húsa- kynnum safnsins í Þjódminjasafn- inu, en það flytur innan tíðar í eigið húsnæði við Fríkirkjuveg. Það fer því vel á að yfirlitssýning á verkum Sigurðar skuli vera síðasta sýningin í salnum, þar sem hann er einn af frumkvöðlunum, í næsta holli á eftir þeim sem ruddu brautina. Alls eru sýndar 98 myndir frá öllum ferli Sig- urðar, en hann er nú rúmlega sjöt- ugur að aldri og á að baki langan starfsferil. Hann var við nám í Kaup- mannahöfn ástríðsárunum, en kom síðan heim og starfaði meðal annars sem kennari við Myndlistar- og handíöaskólann allt til 1980. Þá var Sigurður meðal annars formaður Félags íslenskra myndlistarmanna 1958—1968. Sigurður hefur alla tíð fyrst og fremst málað landið, en hin síðari ár hefur hann verið einna fremstur íslenskra listamanna í gerð portrettmynda. Sýningin stendur til 20. apríl og verður opin 13.30—16 virka daga, en 13.30—19 um helgar. VIÐ sögðum frá því hér fyrir ein- hverjum vikum að á borðum þeirra í Þjóöleikhúsinu væri að velkjast leikritið Rómúlus mikli eftir Friedr- ich Diirrenmatt. Nú er leikritið ekki lengur að velkjast um, heldur hefur endanlega verið ákveðið að það verður ekki fært upp fyrr en næsta haust. Leikstjóri verksins er Gísli Halldórsson og mun hann hafa kraf- ist þess þegar velja átti í hlutverk að eitt af veigameiri hlutverkunum yrði leikið af Magnúsi Ólafssyni, Bjössa bollu. Af Magnúsi er það einnig að frétta að hann hefur verið tekinn inní Félag íslenskra leikara en það mun nánast vera fátítt að þar fái inngöngu ómenntaðir menn í faginu og hefur reyndar ekki gerst síðan sá ágæti grínisti Þórhallur Sig- urösson (Laddi) komst þar inn. HELGARPÓSTURINN 31 eftir Atia Heimi Sveinsson sett saman tónverk, sett sig í stell- ingar höfundarins. Það ætti að auka skilning og víðsýni manna. Ég get ekki farið að gefa einstök- um höfundum einkunn fyrir frammistöðuna á mánudaginn. Til þess er mér málið of skylt. En það er athyglisvert hversu smekkur breytist frá ári til árs. í þetta sinn voru menn nokkuð ljóðrænir, dá- lítið gamaldags og virðulegir. Það var ekki mikið um stríðni og prakkaraskap, mönum var ekkert í mun að ganga fram af fólki, að ögra áheyrendum. Kannski ríkir einhver hægrisveifla hjá upprenn- andi tónskáldum um þessar mundir. Annað fannst mér líka at- hyglisvert: menn formúleruðu hugmyndir sínar skýrt og greini- lega, komu sér beint að efninu, teygðu ekki lopann um of. Verkin voru ekki of löng, og það var lítið um óþarfa nótur. Og þetta er mikil dyggð. Hins vegar er fjölhyggja allsráðandi hjá ungu kynslóðinni, það ægir saman öllum stíltegund- um og aðferðum, „ismarnir" eru jafnmargir og höfundarnir. Menn þekkja margt nú á tímum sterkrar fjölmiðlunar, og menn vilja prófa allt, og áhrifin blandast saman í furðulegt hanastél. Eftir rúmlega eins árs undirbúning hyggur Norræni kvartettinn á ferð til Alþýðulýðveldisins Kína. Þar munu þeir spila víða og frum- flytja íslensk tónverk fyrir músíkþyrsta heimamenn. tónlist, og í honum eru þeir Áskell Másson, sem leikur á handtrommur, Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari, Jósef Fung gítarleikari ogSvíinn Roger Carlsson slagverksleikari. Þeir félagar munu hefja ferð sína í Gautaborg, þar sem þeir ætla að vera í hálfa aðra viku við æfingar, og enda þann tíma með tónleikum, áð- ur en lagt verður af stað í sjálfa för- ina til Kína. Þangað verða þeir komnir í byrjun apríl og fyrstu tón- leikárnir verða í Shenzen, 7. apríl. Sérstök ástæða er til að geta loka- hljómleika sveitarinnar, sem jafn- framt verða 5. tónleikar ferðarinn- ar, en þeir verða haldnir í hinu nýja og glæsilega „Kínverska óperu- og dansleikhúsi" í Peking. Þegar ferð- inni innan Kína lýkur munu þeir fé- lagar halda aftur til Gautaborgar, þar sem þeir hyggjast hljóðrita efn- isskrá ferðarinnar í Stóra leikhúsinu í Gautaborg sem mun vera ein ágæt-, asta tónleikahöll veraldar. Efnisskrá þeirra í Norræna kvartettinum samanstendur að mestu af verkum eftir Áskel Másson og Jósef Fung, en einnig eiga verk þeir Þorsteinn Hauksson og Daninn Per Nörgaard. Alls eru þetta átta verk og um frumflutning á fjórum þeirra er að ræða. Áskell Másson Fyrsta kammermúsíkgrúppan til Kína Þeir Áskell Másson og JósefFung, tveir af meölimum kvartettsins og afkastamestu tónskáldin sömuleiö- is, litu inn á ritstjórn blaösins og voru spuröir aöeins út í feröina og undirbúninginn. Vegna tungumáls- ins haföi Askell Másson orö fyrir þeim. „Undirbúningurinn hefur tekið hátt á annað ár og lang viðamest hefur verið að safna styrktaraðilum. Það eru alls 46 aðilar sem styrkja okkur og án þeirra hefði þetta aldrei verið hægt. Boð Kínverjanna gildir nefnilega aðeins innan Kína; við verðum að sjá um okkur sjálfir að öðru leyti, borga flugferðir til og frá landinu og eins uppihald í Gauta- borg. — Vitiö þiö eitthvaö um kínverska nútímatónlist? „Já, við höfum heyrt verk eftir nokkur kínversk tónskáld á okkar aldri og það er óhætt að segja að þar hafi verið að gerast ótrúlegir hlutir, á síðustu 4—5 árum. Þeir eru komn- ir nokkuð nálægt Vesturlöndum hvað þetta varðar og svo má líka benda á að kínverskir hljóðfæraleik- arar og söngvarar hafa nú þegar nokkrum sinnum unnið til verð- launa í tónlistarkeppni á Vestur- löndum." — Hvaö viltu segja um hljóöfœra- skipanina og efnisskrána? „Þetta er auðvitað mjög sérstakur kvartett; þessvegna verður eigin- lega að semja allt fyrir hann sérstak- lega. Við munum t.d. frumflytja þarna verk eftir Þorstein Hauksson tónskáld, og það verður fleira fyrst í þessari ferð. Þetta er í fyrsta skipti sem kammermúsíkgrúppa flytur Kínverjum vestræna nútímatónlist og fyrsta grúppa þessarar tegundar sem boðið er til Kína.“ íslenskir tónlistarmenn viröast œtla aö verða tíöir gestir íKína. All- ir muna vafalítiö enn eftir ferö þeirra Strax-manna (Stuömanna) á síöastliönu ári og núer annar hópur á leiöinni í þetta fjarlœga land. Hér er um aö rœöa Norrœna kvartett- inn, sem er allt annarrar geröar en Strax-hópurinn. Kvartettinn ein- skoröar sig viö flutning á nútíma- Áskell og Jósef, tilbúnir í ferðalagiö. NORRÆNN KVARTETT TIL KÍNA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.