Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 38

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 38
If ■ Hkonu einni varð mikið um þegar hún fékk bréf um að mæta til mótefnamælngar hjá borgarlækni um daginn. Sem betur fer reyndist hún ekki smituð. En eftir áfallið tók hún að skoða bréfið frá Skúla Johnsen, borgarlækni, betur. í því stóð að hún væri kvödd til mótefna- mælingar vegna þess að mótefni hefði fundist í blóðsýni er tekið hafði verið úr fyrrverandi eigin- manni hennar fyrir tæpum tveimur árum. Þetta fannst konunni heldur en ekki svifasein viðbrögð og það af hendi Skúla, sem hefur í viðtölum við fjölmiðla lýst því yfir að hann vilji ráðast gegn alnæmishættunni af fullri hörku. Meðal annars hefur Skúli látið þá skoðun sína í ljós að beita ætti farsóttarlögunum til að draga úr frekari útbreislu alnæmis. Samkvæmt ákvörðun Alþingis fell- ur alnaemi undir lög um kynsjúk- dóma. í þeim er læknum gert skylt að grennslast fyrir um rekkjunauta þeirra sem sýktir eru. í dæmi kon- unnar liðu hins vegar tæp tvö ár frá því að blóðsýnið var tekið úr fyrr- verandi eiginmanni hennar þar til hún var kölluð inn til mótefnamæl- ingar. Á þeim tíma hafði hún sam- rekkt öðrum mönnum og umgeng- ist barn sitt. . . sem stuðningsmenn Alberts Guð- mundssonar héldu fund í Þórscafé, voru þeir byrjaðir að hafa samband við frambjóðendur af öðrum fram- boðslistum til að kanna undirtektir við framboð fyrir Albert Guð- mundsson. Ekki mun þeim hafa orð- ið ágengt sl. sunnudag, en nú munu margir vera farnir að volgna. . . A ^^^■lbertsmenn munu vera í nánum tengslum við ýmsa aðila á landsbyggðinni, og tengjast fylgj- endahópar ólíkra aðila Albert Guð- mundssyni. Þannig gengur það fjöll- unum hærra fyrir norðan, að menn í kringum framboð Stefáns Val- geirssonar í Norðurlandskjör- dæmi eystra vilji nú sameina þessi framboð. Ekki nóg með það, heldur hefur framboð Þjóðarflokksins komist inn í þessa umræðu Alberts- manna á landsbyggðinni. . . A Æi^THbertsmenn gera mikið úr meintri atlögu að leiðtoga sínum innan Sjálfstæðisflokksins þessa dagana. Sú saga gengur að þrír menn hafi síðustu sólarhringa sést vera á ferðinni í bíl, og mikið keyrt um Garðabæ. Þessir þrír, séu þeir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson og Geir Haarde. í þessari sögu er sérstaklega tekið fram að Geir Haarde hafi setið í aft- ursætinu. í annarri útgáfu þessarar sögu, eru fleiri „samsærismenn" nefndir til sögunnar, svo sem þeir Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson og Ólafur G. Einars- son. En enginn þessara er talinn vera líklegur til að sitja í aftursætinu hjá Þorsteini, þar sem efasemdir eru um að hann sé „á réttri leið“. . . r " A Þe55ir glæsilegu ullarfraKKareru Komnir PARDCIS FrönsK og þýzK Klassaefni. ^ Teg. 5186 Verð 9.000,- Teg. 5486 Verð 9.700,- Vönduð efni - Vönduð vinna. KÁPÍISALAN U S Póstsendum um allt land. BORGARTGNI22 AKUREYRi SÍMI 23509 Næg bflastæði HAFNARSTRÆTI 88 SÍMI 96-25250 J KOSNINGASKRIFSTOFA B.J. s,M“:æ TEMPLARASUNDI3 62323 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.