Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 46

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 46
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 27. mars 18.00 Nilli Hólmgeirsson. 18.25 Stundin okkar — Endursýning. 19.00 Á döfinni. 19.00 Þingsjá. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir og veöur. 20.40 Unglingarnir í frumskóginum. 21.35 Mike Hammer. 22.25 Kastljós. 23.05 Stundargrið. (Prodlouzeny cas). Tékknesk bíómynd frá árinu 1984. Leikstjóri Jaromil Jires. Aöalhlutverk Milos Kopecky og Tatana Fischerova. Roskinn listfræöingur, sem býr meö ungri konu, kvíðir ellinni og gerist sótthræddur mjög. Honum er tjáö aö hann gangi meö krabbamein og eigi skammt eftir ólifað. Þótt undarlegt megi viröast léttist heldur á karli brún- in viö þá vitneskju. Hann losnar viö angistina og tekur aö njóta lífsins. 00.40 Dagskrórlok. Laugardagur 28. mars 15.00 Iþróttir. 18.00 Spænskukennsla. 18.30 Litli græni karlinn. 18.40 Þytur í laufi. 19.00 Háskaslóðir (Danger Bay). 19.30 Stóra stundin okkar. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Lottó. 20.35 Fyrirmyndarfaðir. 21.10 Gettu betur — Spurningakeppni framhaldsskóla. 21.50 Ferö án fyrirheits ★★★ (Man Without a Star) Bandarískur vestri frá 1955. Leikstjóri King Vidor. Aðalhlut- verk: Kirk Douglas, Jeanne Craine og Claire Trevor. Kúreki einn tekur að sér að gera mann úr piltungi sem hann finnur á förnum vegi. Þeir ráðast í vinnumennsku hjá konu, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og blandast þeir félagar í haröar landa- merkjadeilur. 23.15 Hershöföinginn (The General) s/h. Sígild, þögul skopmynd frá árinu 1927. Leikstjórn og aöalhlutverk: Buster Keton. 00.35 Dagskrárlok. Fimmtudagur 26. mars § 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrna. 19.05 Hardy gengið. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Ljósbrot. 20.50 Morögóta (Murder She Wrote). § 21.35 Eiturlyfjavandinn (Toma,The Drug knot). Ný sjónvarpsmynd byggö á sönnum atburðum. David Toma er lögreglumaður sem hefur starfaö mikiö óeinkennisklæddur. Mynd þessi er byggö á atburðum úr lífi. hans. § 23.05 Af bæ í borg (Ferfect Strangers). § 22.25 Árásin á Pearl Harbor (Tora! Tora! Tora!) ★★★ Bandarísk-japönsk bíó- mynd meö Martin Balsam og Soh Yamamura í aðalhlutverkum. Mynd þessi segir frá aödraganda loftárás- arinnar frá sjónarhóli beggja aðil- anna. § 01.45 Dagskrórlok. Föstudagur 27. mars § 17.00 Einstök vinótta (Special Friend- ship). Ný bandarísk sjónvarpskvik- mynd með Tracy Bollan og Akosua Busia í aðalhlutverkum. Mynd þessi, sem byggö er á sannsöguleg- um heimildum, segir sögu tveggja stúlkna sem gerast njósnarar í þrælastríöinu. § 18.30 Myndrokk. 19.05 Viökvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Klassapíur (Golden Girls). § 20.45 Geimáifurinn. § 21.10 Maðurinn í rauðu skónum. (The Man With One Red Shoe). Banda- rísk gamanmynd með Tom Hanks (Splash), Jim Belushi opg Dabney Coleman í aöalhlutverkum. Fiölu- leikari nokkur flækist ( ótrúlegan njósnavef þegar hann álpast til þess aö fara í rangan skó. § 22.40 Endurfundir (Intimate Strangers) ★ ★ Bandarísk sjónvarpsmynd meö Teri Garr, Stacy Keach og Cathy Lee Crosby í aðalhlutverkum. I lok Víetnamstríösins veröa læknishjón viöskila og konan verður eftir í Víetnam. Tíu árum síðar tekst henni aö komast heim á ný og veröa með þeim fagnaöarfundir. § 00.10 Náttfari (Midnight Man) ★★ Bandarísk bíómynd meö Burt Lancaster ( aöalhlutverki. Lögreglu- maður viö háskóla nokkurn fer að grennslast fyrir um dauða eins nem- andans. § 02.00 Myndrokk. § 03.00 Dagskrórlok. Laugardagur 28. mars § 19.00 Lukkukrúttin. Teiknimynd. § 09.20 Högni hrekkvísi. Teiknimynd. § 09.40 Penelópa puntudrós. Teikni- mynd. § 10.05 Herra T. Teiknimynd. § 11.00 Fréttahornið. Fréttatími barna og unglinga. § 11.10 Nómur Salómons Konungs (King Salomons Mines). Hörkuspennandi ævintýramynd eftir hinni þekktu sögu Rider Haggard, sem komiö hefur út í íslenskri þýðingu. Leit að námum hins vitra Salomons Kon- ungs (frumskógum Afríku. § 12.00 Hlé. § 16.00 Ættarveldið (Dynasty). § 16.45 Heimsmeistarinn aö tafli. § 17.10 Eldvagninn (Chariots of Fire) ★★★★ Bresk kvikmynd frá 1981 meö John Gielgud, Nigel Daven- port, lan Holm og Lindsay Ander- son í aðalhlutverkum. Sönn saga tveggja íþróttamanna sem kepptu á olympíuleikunum 1924. Lýst er ólík- um bakgrunni þeirra og þeim hindr- unum sem veröa á vegi þeirra áður en þeir ná markmiðum sínum. 19.05 Spæjarinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Undirheimar Miami (Miami' Vice). § 20.50 Benny Hill. § 21.15 Kir Royale. § 22.15 Óvætturinn (Jaws). ★★★★ Bandarísk bíómynd með Roy Scheider, Richard Dreyfuss og Robert Shaw í aðalhlutverkum. Lögreglustjóri í smábæ nokkrum viö ströndina fær þaö verkefni aö kljást við þriggja tonna hvítan hákarl sem herjar á strandgesti. Þetta er myndin sem skemmdi fyrir baðstrandariðn- aðinum í mörg ár eftir að hún var frumsýnd. Leikstjóri er Steven Spiel- berg. § 00.15 Skilnaðarbörnin (Firstborn). Heimilislífið fer úr böndunum þegar fráskilinn kona meö tvö börn leyfir nýja kærastanum sínum aö flytja inn. § 01.50 Myndrokk. § 03.00 Dagskrórlok. MEDMÆLI Spurningakeppni framhalds- skólanna er afar vel heppnuð. Þrjár skemmtilegar myndir verða um helgina. Vestri í Ríkissjónvarpinu og á Stöð 2 „hryllirinn" Jaws eða Ovætturinn og rúsínan í pylsuendanum, Eldvagninn, Chariots of Fire, hún hlaut fern Oskarsverðlaun á sínum tíma. © Fimmtudagur 26. mars 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Daglegt mál. 20.00 Leikrit: ,,Staldrað við" eftir Úlf Hjörvar. 20.40Tónleikar Berlínarfílharmoníunn- ar 26. júl( í fyrra. 21.35 Atvik undir Jökli. 22.20 Lestur Passlusólma. 22.30 ,,Drukkna skipið". 22.40 ,,Þrír hóir tónar". 23.00 Túlkun ó tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 27. mars 7.03 Morgunvaktin. 9.05 Morgunstund barnanna. 10.30 Mér eru fornu minnin kær. 11.05 Samhljómur. 12.20 Hódegisfréttir. 14.00 Miödegissagan. 14.30 Nýtt undir nólinni. 15.20 Landpósturinn. 16.05 Dagbókin. 17.05 Slðdegistónleikar. 17.40 Torgið. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Daglegt mál. 20.00 Tónskóldatfmi. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Slgild dægurlög. 22.20 Lestur Passíusólma. 22.30 Hljómpiöturabb. 23.10 Andvaka. 00.10 Næturstund ( dúr og moll. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 28. mars 7.03 ,,Góöan dag, góðir hlustendur" 9.30 I morgunmund. 10.25 Óskalög sjúklinga. 11.00 Vfsindaþótturinn. 11.40 Næst ó dagskró. 12.00 Hér og nú. 12.48 Hér og nú, framhald. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Að hlusta ó tónlist. 18.00 islenskt mól. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Á tvist og bast. 20.00 Harmoníkuþóttur. 20.30 Ókunn afrek. 21.00 íslensk einsöngslög. 21.20 Á róttri hillu. 22.20 Lestur Passíusálma. 22.30 Danslög. 00.05 Miönæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 26. mars 19.30 Vinsældalisti rósar 2. 20.30 i gestastofu. 22.05 Stmsvarinn. 23.00 Viö rúmstokkinn. 00.10 Næturútvarp. A Föstudagur 27. mars 00.10 Næturútvarp. 6.00 f bítið. 9.05 Morgunþóttur. 12.20 Hódegisfréttir. 12.45 Á milli máia. 16.05 Hringiðan. 19.30 Lög unga fólksins. 21.00 Merkisberar. 22.05 Fjörkippir. 23.00 Á hinni hliðinni. 00.10 Næturútvarp. Laugardagur 28. mars 01.00 Næturútvarp. 6.00 i bítið. 9.03 Tíu dropar. 11.00 Lukkupotturinn. 12.45 Listapopp. 14.00 Poppgátan. 15.00 Við rósmarkið. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. 18.00 Fréttir ó ensku. 18.10 Tilbrigði. 20.00 Rokkbomsan. 21.00 Á mörkunum. 22.05 Snúningur. 00.05 Næturútvarp. Fimmtudagur 26. mars 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Jónína Leósdóttir á fimmtudegi. 21.30— 23.00 Spurningaleikur Bylgj- unnar. 23.00-24.00 Vökulok. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Föstudagur 27. mars 07.00 —09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. 09.00—12.00 Póll Þorsteinsson ó iéttum nótum. 12.00—14.00 Á hódegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. 14.00—16.00 Pótur Steinn ó réttri bylgju- lengd. 17.00—19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavlk síðdegis. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 22.00—03.00 Haraldur Gfslason, nótt- hrafn. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Laugardagur 28. mars 08.00—12.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00—12.30 í fróttum var þetta ekki helst. 12.30— 15.00 Ásgeir Tómasson. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00—19.00 Laugardagspopp ó Bylgj- unni. 19.00—21.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00—23.00 Anna Þorláksdóttir í laug- ardagsskapi. 23.00—04.00 Jón Gústafsson, nótthrafn Bylgjunnar. 04.00 — 08.00 Næturdagskró Bylgjunnar. ÚTVARP Utvarpsskáldkona SJÓNVARP eftir Reyni Antonsson Akureyrskt eða reykvískt Það gerðist í útvarpsmálum í síðustu viku að RÚV lengdi dagskrá Rásar 2 og breytti. Nú útvarpar rásin allan sólarhring- inn og hefur fengið töluvert annað yfir- bragð, nýjar raddir hljóma og um það er ekkert nema gott að segja. Þetta fór allt af stað með miklum glans, samtengingu við Sjónvarpið, ávarpi útvarpsstjóra og söng- lagakeppni í stereó og viðeigandi nost-- algíu. Fínt og flott nema gosbrunnurinn í beinu útsendingunni lét svo illa að hann kæfði næstum Geirmund og alla hina spöku lagahöfundana, kannski var það allt í lagi, þeir höfðu enda ekki svo rosalega mikið að segja. Kynnir að þessu húllumhæi öllu var Kolbrún Halldórsdóttir að öllu jöfnu dag- skrárgerðarmaður á Rás 2 og umsjónar- maður morgunþáttarins þar á bæ. I göml- um HP las ég að einhver var að tala um út- varpsskáld, fann ekki mikið af þeim en þótti góð sem voru. Að mínu viti er Kol- brún útvarpsskáldkona og jafnast fyllilega á við gömlu skáldin sem margir eru sorrí yfir að hafa misst úr viðtækjunum sínum. Það var auðvitað líka vel til fundið að láta hana kynna aðalkeppni Söngvakeppni sjónvarpsstöðva, pínu eins og verið væri að auglýsa Rás 2 í leiðinni, en hún stóð sig af- bragðsvel, ens og hún gerir alltaf að því er mér finnst. Annars vakti það athygli mína að Geirmundur er vinsæll í Norðurlands- kjördæmi vestra. Svo gerðist það líka að höfð voru mý- mörg viðtöl við Valgeir Guðjónsson. Hann var í morgunþætti Rásar 2, hann var í síð- degisþætti sömu stöðvar og i öllum frétta- tímum. Kannski aðeins of mikið. Fyrst ég minnist á fréttir. Fréttamenn komust í feitt. Albert og Þorsteinn, Þor- steinn og Albert og svo þeir tveir saman og hver í sínu lagi. Ég freistast til að vera sam- mála þeirri merku konu, Kristínu Halldórs- dóttur, þingkonu Kvennalistans, að Albert hafi tekið of mikið pláss á kostnað alvar- legra hluta sem eru að gerast eins og kenn- araverkfallsins. Það hefur kannski fallið í skuggann sem er óþarfi. Raunar má segja að allt hafi fallið í skuggann og allt of margt hreinlega gleymst, allir aðrir en sjálfstæðis- menn hafa eiginlega farið dáldið hægt og hljótt... Nokkru fyrir jól tók til starfa á Akureyri fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út þráðlaust og ekki starfar á höfuðborgar- svæðinu. Sjónvarp Akureyri er í eigu hluta- félags er nefnist Eyfirska sjónvarpsfélagið, en að því standa ýmsir fjársterkir aðilar; KEA vitaskuld, svo og hinir svokölluðu „Kennedybræður" ásamt fleirum. Sjón- varpsstjóri er Bjarni Hafþór Helgason sem menn þekkja fyrir Reykjavíkurlagið, og einnig hið bráðsniðuga lag Tengja sem Skriðjöklarnir fluttu. Fyrstu fimm vikurnar eða svo sendi hin nýja stöð efni sitt út ótruflað, eigendum hinna tólf eða þrettán vídeóleiga sem í bænum starfa til hinnar mestu hrellingar, jafnvel þótt efnið byggðist að verulegu leyti upp á endurtekningum sem nauðsynlegar voru víst vegna einhverra réttindamála. Eigendur vídeóleiga hafa þó tekið gleði sína á ný þar sem farið er að trufla mestan hluta dagskrárinnar. Uppistaðan í dagskrá SJÓNVAK er efni frá Stöð 2 í Reykjavík sem yfirleitt er sent hér út vikugamalt. Þetta skapar oft hinar skringilegustu uppákomur. Þannig er stundum verið að fjalla um íþróttakeppni sem fram fór í gær, þegar umrædd keppni fór í rauninni fram fyrir átta dögum, og stundum sér maður viðtalsþætti sem bein- línis eru úreltir, einfaldlega vegna þess að margt getur gerst á viku. Hlálegast er þó að heyra auglýsingar um einhvern viðburð sem átti sér stað í Borginni fyrir viku. Þær þjóna þó ef til vill tilgangi ef Flugleiðir eru allt í einu farnar að bjóða uppá ferðir suður með Tímavélinni. Heimagert efni hefur ekki verið sérlega fyrirferðarmikið í dagskrá stöðvarinnar, enn sem komið er að minnsta kosti. Einn ágætur þáttur var þó sýndur á gamlársdag, og á fimmtudagskvöldum er á dagskránni magasínþáttur sem nefndur er ,,I sjón- máli“. Var hann til að byrja með með mikl- um viðvaningsbrag, en hefur farið mjög batnandi, og þar verið tæpt á ýmsum mál- um sem athyglisverð geta talist. Til að mynda í gær, þegar sú spurning vaknaði af hverju ríkið ræki atvinnuleikhús á stærsta markaðssvæði landsins meðan samskonar starfsemi væri í svelti á Akureyri. Það sem helst mætti betur fara varðandi þessa þætti er það, að þeir mættu að skaðlausu vera hreyfanlegri og myndrænni. Annars verð- ur það að segjast eins og er, að iíklega mun áskriftarsjónvarp ávallt eiga erfitt upp- dráttar á Akureyri, hreinlega vegna þess að venjulegt fólk í bænum hefur ekki efni á því að kaupa áskrift, sérstaklega þar sem kaupa þarf myndlykilinn (reyndar akur- eyrskt orð) í þokkabót. En ljóst er einnig að þessu fyrirtæki verður að halda gangandi, og efla það. Ekki væri óeðlilegt að þar kæmi Sjónvarp allra landsmanna inní með einum eða öðrum hætti. Fyrst af öllu verð- ur þó Sjónvarp Akureyri að ákveða hvort það vill verða reykvískt eða akureyrskt. 46 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.