Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 32
Jean-Jacques BEINEIX varð gulldrengur franskrar kvik- myndagerðar eftir að hann gerði Diva árið 1981. En lánið er fallvalt í kvikmyndaheiminum og næsta mynd hans varð algjör bömmer. Hann hefur nú öðlast sinn fyrri sess með þriðju og nýjustu mynd sinni — Betty Blue, 37,2°C le matin. Jean-Jacques Beineix er alvarleg- ur og ákafur persónuleiki sem trúir á það sem hann er að gera og lifir eftir þeirri sannfæringu sinni. Hann skrifar sjálfur handritin að þeim myndum sem hann leikstýrir og uppá síðkastið hefur hann einnig framleitt og staðið fyrir aftan kvik- myndatökuvélina (eins og Nick Roeg). Hann hefur ekki mikið álit á Hollywood og stóru kvikmyndaver- unum. „Allir eru hræddir um að tapa peningum. Stóru fyrirtækin reyna að gera sér mat úr velgengni þeirra mynda sem þegar hafa verið gerðar með því að gera framhalds- myndir eða þá að filma allt saman upp á nýtt. Þetta samfélag endurtek- ur sama hlutinn aftur og aftur og þú getur ekki orðið listamaður nema þú rísir gegn þess háttar. En þessi list er einnig iðnaður og til að gera kvikmynd þarftu peninga, og þeir koma frá einhverri hvítflibba- kompunni sem ekkert hefur með kvikmyndir að gera. A móti þessum mönnum þarftu að berjast." DIVA Diva var frumsýnd í Frakklandi árið 1981 við dræmar undirtektir bæði gagnrýnanda og áhorfenda. Henni var kippt úr umferð og sett á markaðinn aftur að ári liðnu. Og viti menn, Diva fór sigurför í Frakklandi og síðar um Evrópu og Bandaríkin. Ári síðar gerði Beineix sína aðra mynd, The Moon In The Gutter með stórstjörnunum Nastassia Kinski sem þá var hvað mest í sviðsljósinu og Gerard Depardieu. En allt kom fyrir ekki og þessi dýra stúdíómynd var algjört flopp og Jean-Jacques Beineix varö hafnað. Við tók tveggja og hálfs árs tími tilgangs- leysis þar sem hann gekk um með Hollywood-samning upp á vasann um að skrifa mynd sem enginn var tilbúinn til að gera. Það var þá þegar óbeit hans á Hollywood skaut rót- um. Hann skrifaði handrit fyrir Paramount, en skyndilega urðu þeir hræddir um að franski froskurinn gerði þá gjaldþrota vegna þess hve fjárhagsáætlunin var há. Stóru stúdíóunum er vel við gróða en ekki áhættu. Kvikmyndin, brjáluð, eró- tísk, nútíma vampýru saga sem hann kallar Bats eða Leðurblökurn- ar er ennþá eitthvað sem hann hyggst gera og þá í London eða París í staðin fyrir New York. Hinn fertugi Beineix var einn af þeim sem tóku þátt í stúdentaóeirð- unum í París á síðari hluta sjöunda áratugarins, sem leiddi til þess að hann hætti læknanámi til að geta fylgt eftir pólitískri sannfæringu sinni á öðrum sviðum. í tólf ár starf- aði hann sem aðstoðarleikstjóri hjá leikstjórum eins og Jacques Becker, Rene Clement ofl., þar sem hann lærði sitt fag af nákvæmni. Diva, árið 1981, varð árangurinn. BETTY BLUE Nýja myndin hans Beineix — Betty Blue — er, einsog hann segir sjálfur, nútíma ástarsaga eins og að ástin væri eina ævintýrið sem eftir væri í heiminum. í aðalhlutverkum eru Jean-Hughes Anglade (eftir- minnilegur í hlutverki hjólaskauta- þjófsins í Subway) og hin nítján ára gamla Beatrice Dalle, fyrrverandi Des Champs Élysées pönkari og hin nýja Birgietta Bardot. Jean-Jacques Beineix segir að það hafi verið dásamlegt að vinna með Dalle þrátt fyrir öll rifrildin. ,,Með þetta sterka og heillandi augnaráð, með einni einfaldri tjáningu náði Beatrice því sem aðrar leikkonur vinna að mán- uðum og jafnvel árum saman að ná. Hún hefur gífurlegan yndisþokka fyrir framan linsuna án þess að gera neitt eða segja neitt, hún er bara hún sjálf." Það var engin tilviljun að hann valdi tvo óþekkta leikara í að- alhlutverkin. „Ég hef ekkert á móti leikurum" segir Beineix, „það eru stjörnurnar sem fara í taugarnar á mér.“ Beineix þarfnast næðis við gerð mynda sinna, stjörnurnar eru alltaf á kafi í einhverju allt öðru og honum líkar við leikara sem eru til- búnir til að taka áhættu. Sumar stjörnurnar eru svo stórar að þær hafa sumar hverjar leikstýrt sínum eigin myndum, eða þá fengið fólk til að leikstýra undir sinni stjórn. Beineix vill alltaf vera sá sem ræður. ÞROSKI í sinni nýjustu mynd segist leik- stjórinn haf séð sjálfan sig þroskast. „I fyrri myndum mínum var ég mjög óþroskaður, það er góður kost- ur fyrir listamann, en þú verður að greiða hið neikvæða gjald. Senni- lega var ég bara feiminn og þorði ekki að nálgast mannleg samskipti og sambönd. Ég var meira flæktur í andrúmsloft eins og ríkti t.d. í Diva, en með Betty Blue hef ég komist að raun um það að ég hef áhuga á mönnum og mannlegum samskipt- um. Hvort þessum metnaðargjarna Frakka takist einhvern tímann að festa „Bats“ á ræmu verður tíminn einn að skera úr, en á meðan bíðum við bara spennt eftir því að Betty Blue 37,2 C le matin birtist á tjaldi Bíóhallarinnar innan tíðar. Þýtt og endursagt upp úr Films & Filming og Films Quarterly. JS. KVIKMYNDIR eftir Ólaf Angantýsson Addáunarvert Regnboginn: Tartuffeirk'k Frönsk. Árgerd 1985. Eftir uppfœrslu Jacques Lassalles á verki Moliéres á svidi Théátre National de Strasbourg 1985. Leikstjórn: Jacques Lassalle og Gérard Depardieu. Adalhlutverk: Gérard Depardieu, Francois Perier, Elisabeth Depardieu, Yveline Ailhaud o.fl. Það er e.t.v. rétt að taka það fram strax, að hér er ekki um eig- inlega kvikmyndun á þessu marg- fræga verki Moliéres að ræða, heldur hreina heimildaskráningu á sviðsuppfærslu þeirri er Jacques Lassalle gerði fyrir Théátre National de Strasbourg árið 1985. Ekki eru gerðar neinar tilraunir til að laga verkið að kröfum miðilsins og var myndin að mestu leyti tekin upp á sviði nefnds leikhúss á nokkrum eftirmiðdögum, á sama tíma og sýningin gekk þar kvöld eftir kvöld fyrir fullu húsi áhorf- enda. Það merkilega við þessa upp- færslu Lassalles er að þrátt fyrir hversu frumtexta Moliéres hefur verið fylgt út í ystu æsar, mundi karlanginn sjálfur tæpast hafa þekkt verk sitt aftur, ef honum hefði hlotnast sú náð að fá að líta inn á sýningar ieikhópsins vorið 1985. Sannleikurinn er sá, að vart stendur eftir steinn yfir steini af hugmyndum meistarans sjálf um það hvernig verkið skyldi flutt. Með frábærri og með eindæm- um agaðri leikstjórn hefur þeim Lassalle og Depardieu tekist að umturna þessari dæmalausu comédie de caractére yfir í há- dramatíska tragedíu af þyngstu sort... ÁN ÞESS ÞÓ AÐ STRIKA í SEM SAMSVARAR HÁLFRI REPLIKU ÚR FRUMTEXTA MOLIÉRES!! Geri aðrir betur. Með túlkun sinni á hlutverki Tartuffes hefur Depardieu ekki einatt unnið einn af mikilsverðari leiksigrum ferils síns, heldur um- fram allt sýnt framá það og sannað eina ferðina enn, að hann er óum- deilanlega í hópi bestu karlleikara Frakka fyrr og síðar, hvort sem er á sviði eða á hvíta tjaldinu. í meðferð hans á hlutverkinu verð- ur Tartuffe ekki einvörðungu hinn smánarlega svívirðulegi kvenna- flagari og falsspámaður er við þekkjum úr eldri uppfærslum verksins, heldur í raun stórbilaður á geðsmunum (hversu fínstemmt sem Depardieu tekst að halda aft- ur af þeim hneigðum hans) og sem slíkur um margt mun varhuga- verðari persónuleiki en Moliére hafði upphaflega hugsað sér hann. í sem stystu máli: Unnendur góðrar leiklistar ættu undir eng- um kringumstæðum að láta þessa einstæðu kvikmynd framhjá sér fara. Frönsk leiklistarhefð eins og hún gerist best. Ó.A. Lítilsiglt Tónabíó: Tin Man (Tölvan) ★ Bandarísk. Árgerd 1986. Framleidandi/leikstjórn: John G. Thomas. Handrit: Bishop Holiday. Kvikmyndun: Virgil Harper. Adalhlutverk: Timothy Bottoms, Deana Jurgens, John Phillip Law, Troy Donnahue, Gerry Black o.fl. Hér er ekki einatt í flestu tilliti um býsna lítilsiglda kvikmynd að ræða, heldur er helsta ástæðan fyrir því að þessi orð eru yfirleitt skrifuð sú, að hér gefst mönnum kostur að líta eina af metnaðar- lausari leikprestasjónum einstaks leikara sem gefist hefur á hvíta tjaldinu hér í borg um langt árabil. Hér er átt við frammistöðu Deana Jurgens í hlutverki Marciu í kvik- myndinni Tin Man, sem Tónabíó hefur til sýningar þessa dagana. Konuræfillinn er gjörsamlega sneydd öllum þeim lágmarkshæfi- leikum til leikrænnar tjáningar, er teijast mættu frumskilyrði þess að fólki sé yfirleitt hleypt uppá svið, eða framfyrir tökuvélar kvik- myndaveranna. Kveður svo rammt að óskunda þessum, að nærvera hennar einnar nægir full- komlega til að draga gjörvalla myndina langt niðurundir lægstu hugsanlegu mörk meðalmennsk- unnar. Gæti myndin í þessu tilliti því einna helst þjónað einhverjum tilgangi að hún yrði gerð að skyldunámsefni við leiklistarskóla þar vestra og þá sem prótótýpa þess, hvernig menn skyldu undir engum kringumstæðum bregðast við handritsblöðum höfunda við- komandi efnis. Sem sagt: Býsna lítilfjörleg kvik- mynd og vart umsagnarverð, nema fyrir sakir framangreinds. Ó.A. Jean-Jacques Beineix (þessi mefi skeggifi) ásamt hinni nýju Brigitte Bardot, Beatrice Daile. LEIKFÉLAG Reykjavíkur áætl- ar að frumsýna lokaverkefni sitt á þessu leikári um mánaðamótin mars/apríl. Leikritið ber það skemmtilega nafn Óánægjukórinn og er eftir breska leikskáldið Alan Ayckborn og ku það vera nýtt úr hans smiðju. Leikritið fjallar um leikflokk áhugaleikara sem eru að æfa Betlaraóperuna eftir John Gay. Leikstjóri verksins er Þorsteinn Gunnarsson, leikmynd gerir Stein- þór Sigurdsson, og búninga Una Collins. en þýðinguna gerði Karl Ágúst Úlfsson. Með aðalhlutverkið fer sá hinn kunni Sigurdur Sigur- jónsson, en hann leikur þarna gesta- leik og þetta er jafnframt fyrsta hlut- verk hans hjá Leikfélagi Reykjavík- ur. í stórum hlutverkum eru einnig Kjartan Ragnarsson, sem leikur leikstjóra og Margrét Ákadóttir sem leikur eiginkonu hans. KRISTJANA Samper opnaði síðastliðinn laugardag sýningu í gallerí Gangskör. Þar sýnir hún 19 verk sem flest eru unnin á þessu ári. Kristjana sagði í stuttu spjalli við HP að hún sýndi þarna skúlptúra úr leir og þeir væru nokkuð beint fram- hald af þeim sem hún sýndi á Kjar- valsstöðum fyrir tveimur árum. Hinsvegar væri það nýlunda hjá henni að sýna teikningar á einka- sýningu, hún hefði hingað til aðeins veirð með þær á samsýningum sem þær stöllur í galleríinu hafa verið með. Kristjana sagði ennfremur að þemað væri svipað hjá henni nú og áður. Maðurinn sæti í öndvegi en núna væri kannski meira verið að fjalla um samskipti manna, áður hefðu þetta verið meira stök andlit. Á sýningunni er ennfremur stór skúlptúr sem heitir Móðir jörð og með honum sýnir listakonan teikn- ingar eða skissur að skúlptúrnum á ýmsum vinnslustigum. Sýningin stendur til 3. apríl og er opin alla virka daga kl. 12—18 og 14—18 um helgar. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.