Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 26.03.1987, Blaðsíða 20
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart AÐ HÆTTA AÐ VINNA Maöur gœti audveldlega falliö í þá gryfju aö halda aö yfirmaöur geöheilbrigdismála vœri dulítiö þrúgadur og alvarlegur einstaklingur. Peg- ar viö bœtist aö viökomandi er alinn upp á svokölluöu „geöveikrahœli“ og hefur þannig nœr alla sína œvi veriö í tengslum viö geörœna sjúkdóma, styrkist ímyndin um þungar brúnir og fas. Þessi forskrift er þó raunar af- skaplega fjarri lagi. Prófessor Tómas Helgason yfirlœknir er einmitt af- skaplega brosmildur og léttur í viömóti. Hann segir, meö bros á vör, aö sjúklingarnir á Kleppi hafi eiginlega hjálpaö til viö uppeldiö á þeim lœknis- börnunum og kennt þeim ýmislegt gagnlegt um lífiö og tilveruna. Við hittumst á skrifstofu Tómasar á efstu hæð byggingar Geðdeildar Landspítalans. „Dæmi- gerð skrifstofumynd af háalvarlegum, jakka- klæddum manni,“ tautaði Jjósmyndarinn í lyft- unni. Honum finnst við íslendingar yfirmáta alvarleg þjóð og kvartar stundum undan því hvað opinberir embættismenn eru tregir til að beita þeim 36 vöðvum i andlitinu, sem virkjaðir eru með því að brosa. „Maður notar 42 vöðva til þess að setja upp fýlusvip, svo þetta er orku- sparnaður," segir hinn hressi Breti. Tómas Helgason kann sannarlega að spara orku á þennan hátt. ÞÁ ÆTLA ÉG AÐ BYRJA AÐ LESA Skrifstofan reyndist búin ljósum húsgögnum með appelsínugulu áklæði, björt og hreinleg. Hinn snaggaralegi og ungiegi yfirlæknir kom hröðum skrefum á móti okkur. Mér fannst það varla getað staðist sem ég hafði lesið í uppslátt- arriti fyrr um daginn, að Tómas hefði orðið sext- ugur fyrir rúmum mánuði. Við lesturinn hafði ég líka komist að því að hann er fæddur á Valentínusardag, þann 14. febrúar. En hvernig skyldi Tómasi Helgasyni líka að vera kominn á sjötugsaldurinn? „Þegar manni hefur gengið vel í lífinu og það sem maður ætlaði sér hefur gengið upp, fylgir því afskaplega góð tilfinning að vera á þessum aldri. Ég hef verið heppinn með samferðar- menn, átt gott samstarfsfólk og fjölskyldu, og er því sáttur við aldurinn." — Ertu farinn að hugsa um huad þú tekur þér fyrir hendur, þegar eftirlaunaaldurinn tekur við? „Já, já,“ sagði hann umsvifalaust og hló. „Þá ætla ég að byrja að lesa... og afla mér almennr- ar menntunar, sem ég hef ekki haft tíma til fram að þessu!" — Pú ert fœddur og uppalinn í þessum fræö- um, Tómas. „Ég er það. Að vísu er ég ekki fœddur á geð- spítala, en ég er þar uppalinn frá fimm ára aldri.“ — Hvernig reynsla var það? „Það var bara afskaplega gott. Auðvitað var allt öðruvísi að alast upp á spítala — sérstaklega geðspítala — þegar við vorum að vaxa úr grasi en nú til dags. Þá var þetta tiltölulega einangrað samfélag og þarna var fastur kjarni af starfsfólki, sem hafði unnið mjög lengi. Þar að auki voru þarna sjúklingar, sem höfðu þurft að dvelja í langan tíma á spítalanum og þetta voru kunn- ingjar og vinir manns. Við umgengumst þetta fólk eiginlega eins og hluta af fjölskyldu okkar." SJÚKLINGARNIR ÓLU OKKURUPP — Meinaröu sjúklingana líka? spyr ég vantrú- uð, en Tómas hlær bara að spurnarsvipnum á andliti mínu. „Já, já, já. . . Sjúklingarnir hjálpuðu til við að ala okkur upp! Þeir kenndu okkur margt í al- mennum umgengnisvenjum og að virða þá sem eru öðruvísi en gengur og gerist. Þarna lærðum við að taka tillit til þess. Það er afskaplega nauð- synlegur hlutur, sem ég hefði ekki viljað vera án. Það hefur komið mér vel alla tíð að ég er fæddur og uppalinn við þetta. Þar með hefur það orðið mér eðlilegt að vinna með þeim, sem eru óvenjulegir á einhvern hátt og hjálpa þeim sem eru minnimáttar eða geta ekki talað fyrir sig sjálfir. Það hefur þar af leiðandi fallið mér mjög eðlilega að vera málsvari þeirra.“ — Nú fá börn oft hálfgert „ofnœmi" fyrir starfsgrein föður stns, samanber dœmi um af- komendur stjórnmálamanna sem tœpast fara á kjörstað. Þú hefur ekkert þjáðst af þessu? „Alls ekki. Þetta var sjálfsagður hluti af lífinu. Þegar ég var í menntaskóla, hugsaði ég kannski um ýmislegt annað en að verða læknir. Eins eftir að ég fór í læknadeildina. Þá hugsaði ég um margt annað en geðlækningar. Ég var t.d. mjög upptekinn af lífeðlisfræði og slíku og síðan af því, sem í dag er kallað samfélagslækningar. Það snýst eiginlega um heilsuvernd og samspil þjóðfélagsgerðarinnar við heilsu fólksins. Raun- ar má segja að þetta sé mitt áhugamál enn í dag!“ — Geturðu ekki einmitt núna haft áhrif á þetta í gegnum yfirmann þinn og systur, Ragn- hildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra? Á meðan orðið „yfirmaður" slapp útfyrir varir mínar og áður en ég hafði nefnt nafn Ragnhild- ar, kom spurnarsvipur á Tómas Helgason. Skyndilega rann þó upp fyrir honum ljós og hann fór að hlæja. Þá gekk blaðamaður á lagið og spurði hvort prófessorinn reyndi stundum að hafa áhrif á ráðherrann í fjöiskyldusamkvæm- um. „Við höfum eina gullvæga reglu í fjölskyldu- boðum. Það er, að við tölum ekki um svona lag- að. Þar höfum við um nóg annað að tala. Auðvit- að talar maður almennt um lífið og tilveruna, en við reynum ekkert að hafa áhrif hvert á annað." — Þegar þið voruö að alast upp á Kleppi var viöhorftil geðsjúkra vœntanlega svolítið annað en nú á dögum. Funduð þið fyrir fordómum fólks? „Auðvitað urðum við vör við þetta og félagar okkar í skólanum voru stundum að stríða okkur með því að við ættum heima á Kleppi og svo- leiðis." — Vbruð þið kölluð Klepparar? „Nei, veistu, það orð kom ekki til fyrr en löngu seinna. Ég heyrði það ekki fyrr en all- löngu eftir að ég kom heim frá sérnámi og var orðinn yfirlæknir við spítalann. Þá heyrði ég þetta orð í fyrsta sinn, en aldrei þegar ég var krakki. Það sem var kannski aðal vandinn fyrir okkur var það, að Kleppur var svo langt út úr í gamla daga — næstum uppi í sveit... Næstu hús voru úti á Langholtsvegi." — Var búskapur þarna í kring? „Já, já, það var búskapur.... líka á Kleppi. Á þeim tímum var það hluti af sjúkrahússrekstrin- um að reka stór kúabú á Kleppi og Vífilsstöðum. Þetta var til þess að sjá starfsfólki og sjúklingum fyrir landbúnaðarafurðum. Þetta var töluverður rekstur á Kleppi fram til 1940. Þá var það lagt niður. Sjúklingarnir fengu líka vinnu við þetta. Það var þeirra tíma vinnuþjálfun. Kleppsspítalinn var ótrúlega „moderne" því vinnulækningar voru verulegur þáttur í starfseminni. Sú hefð hefur alla tíð haldist að leggja áherslu á starfs- þjálfun, þó auðvitað sé þetta orðið mun mark- vissara nú í dag.“ KONUR ALITNAR „TAUGAVEIKLAÐAR" — Gœtti óeðlilega mikillar bjartsýni, þegar fram komu ný geðlyf, um að hœgt yrði að útskrifa meginhluta geösjúklinga? „Það kom veruleg bylting í geðlyfjameðferð í kringum árið 1954. Þetta breytti strax mjög miklu og gerði læknum kleift að útskrifa fólk, sem áður hefði orðið að dvelja langdvölum á geðsjúkrahúsum. Fólk þurfti þar að auki að dvelja miklu skemur en ella. Á árunum upp úr 1960 fór að breiðast út al- menn bjartsýni um að kannski væri hægt að tæma geðspítalana og lækna alla. Því miður hafa þessar spár nú ekki ræst, en að vísu hefur sjúklingum mikið fækkað, sem þurfa innlögn og einnig þeim, sem þurfa að dvelja lengi. Forsenda þess er þó auðvitað að maður hafi virka göngu- deildarstarfsemi og geti tengt geðdeildirnar inn í almennu spítalaþjónustuna og geðlækningarn- ar inn í allar aðrar lækningar. Þar með er þessi einangrun, sem geðsjúklingar og geðlækningar voru í áður fyrr rofin. Það hefur gengið mjög vel á íslandi." Upp úr þessum umræðum okkar spunnust vangaveltur um ýmsar sálfræðikenningar, sem blaðamaðurinn hefði orðið sér úti umeftirmjög svo misáreiðanlegum heimildum, en prófessor- inn afgreiddi þær með vísindalegum útskýring- um á „mannamáli". Þessar almennu umræður leiddu á endanum til spurningar um það, hvort mikill munur væri á sálrænum kvillum eftir kynjum — m.a. vegna þess að í bókahillu á skrif- stofu Tómasar var áberandi bókarkjölur sem á stóð letrað: The Depressed Woman. „Á þessu er lítill munur. Aðallega er það þann- ig, að þunglyndi er algengara meðal kvenna en karla. En í hugum fólks er hins vegar mikill mun- ur á tíðni geðsjúkdóma hjá konum og körlum. Fólk hefur verið mjög upptekið af því að konur séu svo „taugaveiklaðar". Þá hefur bara gleymst að karlarnir hafa einfaldlega drukkið í staðinn og ef maður leggur saman alla geðsjúkdóma hjá körlum — þar meðtalda drykkjusýki,kemur í ljós að tíðnin er svipuð. Þetta er hlutur sem menn hugsa oft ekki út í. Athuganir á fyrirbær- um sem þessum eru eitt af því, sem gerir faralds- fræðina nytsamlega til þess að setja fram tilgát- ur um orsakasamhengi. Maður sér t.d. að mis- munandi sjúkdómsmyndir koma fram hjá körl- um og konum... á mismunandi stöðum á land- inu... eða hjá mismunandi þjóðfélagshópum, og getur þá velt því fyrir sér hvaða samfélagslegir, menningarlegir eða líffræðilegir þættir eru þar að verki. Þarna er ég eiginlega búinn að tengja saman það sem ég sagði þér að væri áhugamál mitt, þ.e. samfélagslækningar, og vinnuna rnína!" HELD EKKI AÐ SÁLIN LIFI ÁFRAM — ívinnunni ertu að fást við það, sem margir myndu kalla „sál". Heldurðu að hún lifi eftir dauðann? Fyrst varð viðmælandi minn alvarlegur og ég hafði á tilfinningunni að honum þætti spurning- in erfið eða jafnve! leiðinleg. Skyndilega lifnaði þó yfir honum á ný og svarið birtist með bros- inu. „Það fer eiginlega eftir því við hvað þú átt, því það er afskaplega misjafnt hvað fólk meinar með „sál". Ég held að hún lifi ekki áfram öðru- vísi en í minningu þeirra sem eftir lifa. Fyrir mér getur hún sem sagt ekki haft neina sjálfstæða til- veru þegar líkaminn er dáinn." — Þú ert sem sagt ekki neinn spíritisti? Tómas tók kipp. „Nei, nei, nei... langt frá því! Þau áhrif, sem maður hefur á samferðarfólk sitt og sú mynd, sem það hefur af eftir að maður er horfinn... hún verður áfram." — Þú ert þá ekki trúaður, Tómas? „Nei, ég er það ekki. Ég verð að játa það á mig. Stundum hef ég hugleitt hvort þetta væri eitthvað, sem ég ætti að sakna. Sumir góðir vinir mínir hafa verið miklir trúmenn. Einn þeirra, sem kannski hefur haft meiri áhrif á mig en aðrir samferðarmenn, var Þórður heitinn Möller læknir. Hann var mjög mikill trúmaður og ég sá að það gaf honum heilmikinn styrk, en ég hef aldrei getað náð þessu. Hins vegar ber ég af- skaplega mikla virðingu fyrir trú annarra manna, þó ég sé ekki trúmaður sjálfur. Þetta er gífurlega mikilvæg lífsfylling fyrir margt fólk.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.