Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 13 Amór í blómabúðinni: „Finnst eins og ég hafi byrjað í gær“ Akureyri, 1. áfpíst. Allir Akureyringar kannast vió „Arnór i Blómabúóinni“, enda hefur hann verslað meó blóm og gjafavörur á Akureyri allt frá árinu 1943. í tilefni af hátíðisdegi verslunarmanna ræddi blm. Mbl. stuttlega við Amór í dag. „Það var árið 1943, að ég fór á vegum Kaupfélags Eyfirðinga til Reykjavíkur til þess að kynna mér blómaskreytingar, en KEA var þá að setja á stofn blóma- verslun hér í bæ. Ég lærði þar fagið hjá sænskri skreytinga- konu, sem hér var á vegum blómaverslunarinnar Flóru í Austurstræti. Hún var sann- kölluð listakona á þessu sviði og minnist ég þess varla að hafa séð nokkurn fara nærfærnari listamannshöndum um blóma- skreytingar en hana. Því miður fluttist hún af landi burt og lést rétt rúmlega þrítug í Svíþjóð, þar sem hún hafði tekið að sér innkaupasamband sænskra blómasala. Að námi loknu kom ég síðan hingað og starfaði hjá KEA við blómaverslun þeirra allt til ársins 1966, að ég setti á fót eigin blómaverslun í sama húsnæði og KEA hafði haft.“ Hvernig stóð á því? Var þar um einhver vinslit að ræða? „Nei, nei, síður en svo. Ég tel það eina mína mestu gæfu i líf- inu að hafa starfað fyrir kaupfé- lagið á þessum árum, undir stjórn þeirra frábæru manna, sem þar voru í fararbroddi. Nei, þetta var allt í besta bróðerni gert. Um blómalager þarf vart að hafa mörg orð, hann er í sjálfu sér enginn, og gjafavör- urnar flutti KEA einfaldlega í aðrar verslanir sínar, en ég keypti inn nýjan lager og hóf eigin rekstur." Arnór virtist hissa, þegar haft var á orði við hann, að tilefni heimsóknar blaðamanns væri nú eiginlega að sennilega væri hann með elstu kaupmönnum starfandi á Akureyri. „Er það virkilega, nei, það getur varla verið. Mér finnst þetta vera eins og ég hafi byrjað í gær, en það er víst rétt, það eru liðin rúm fjörutíu ár síðan ég byrjaði verslunarstörf. Hjá mér er hver dagur eins og upphafið var, við leggjumst öll á eitt með það að þjóna viðskiptavinum okkar. Ég nýt hvers vinnudags til fulls og það máttu vita, að ég er hamingjusamur maður að hafa fengið að starfa við þessa skemmtilegu verslunargrein í þessa tugi ára,“ sagði Arnór Karlsson að lokum. GBerg. FERDIN HEFST 8. ÁGÚST í Penta feröinni ætla Benjamín, Bjarni, Herbert og Christer aö kynna landsmönnum volvo Penta bátavélarnar. Þeir munu hafa volvo Penta bátavélar meöferöis og kynna meöferö og notkunarmöguleika þeirra. Einnig ætla beir félagar að kynna DUOPROP, merka nýjung frá volvo. DUOPROP drifið er tveggja skrúfu drif fyrir 110 og 165 hestafla Penta dieselvélar. DUOPROP táknar byltingu f gerö drifa fyrir bátavélar. Skrúfur drifsins snúast öndvert hvor annarri, en þannig er eldsneytiö betur nýtt og jafnframt tryggöur stööugleiki og rétt stefna. Athugaðu hvenær Penta leiðangurinn verður á þínum heimaslóðum. Mlövlkudag 8/8 Revkjavfk / Haf narfjörður Mánudag 20/8 Blönduós/Sauðárkrókur Flmmtudag 9/8 keflavfk/crlndavík Þrlðjudag 21/8 Slglufjörður/ólafsfjörður Föstudag 10/8 Akranes Mlövlkudag 22/8 Dalvfk/Akureyrl Laugardag 11/8 Ólafsvik/Crundarfjörður Flmmtudag 23/8 Akurevrl Sunnudag 12/8 Stykklshólmur Föstudag 24/8 Húsavlk Mánudag 13/8 Patreksfjörður Laugardag 25/8 Húsavlk Þrlðjudag 14/8 Tálknafjöröur/Bíldudalur Sunnudag 26/8 Norðfjörður Mlðvlkudag 15/8 Þlngeyrl/Flatevri Mánudag 27/8 Esklfjörður / Revöarfjörður Flmmtudag 16/8 Bolungarvik Þriðjudag 28/8 Fáskrúðsfjörður/ Föstudag 17/8 (safjöröur Stöövarfjörður / Brelödalsvík Laugardag 18/8 (safjðrður Miövikudag 29/8 Sevðlsfjörður Sunnudag 19/8 Blönduös Flmmtudag 30/8 Hornafjöröur OG LÝKUR 3O.ÁG0ST SUÐURLANDSBRAUT 16 - SlMI 35200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.