Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1992 Rjúpnaveiði í Þingvallarhreppi Deilur um valdsvið hreppsnefndar o g þj óðg'arðsvarðar Skotveiðiféiag íslands telur að þjóðgarðsvörður Þingvalla og hreppsnefnd Þingvallahrepps hafi ekki leyfi til að banna skotveiði á landsvæðum sem þessir aðilar geti ekki sannað eignarrétt sinn á. Vitnar félagið í lög um fugla- veiðar og fuglafriðun máli sínu til stuðnings. Þar segir að öllum ís- Aukasýning fyrir gesti á styttri ballett „VEGNA misskilnings var síð- degissýningin á Svanavatninu í verulega styttri útgáfu í gær og þvi hefur Bolshoi-ballettinn ákveðið að hafa aukasýningu fyrir gestina á þeirri sýningu á laugardag," sagði Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, blaðafulltrúi Þjóðleikhússins í samtali við Morgunblaðið í gær. Sýningin á Svanavatninu síð- degis í gær stóð aðeins í 88 mín- útur, í stað 156 mínútna og sagði Sigríður Margrét að fólk hefði eðlilega verið óánægt með þetta, en þessi stytting hefði stafað af misskilningi. „Þjóðleikhúsinu og dönsurunum þótti leiðinlegt að áhorfendur skyldu fara óánægðir á brott og því var ákveðið, að Bolshoi-ballettinn dansaði auka- sýningu á laugardag kl. 12. Gest- ir á sýningunni í gær verða að framvísa miðum sínum til að fá aðra á þá sýningu. Hafi þeir ekki sótt nýja miða kl. 12 á föstudag verða aukamiðar seldir.“ lenskum ríkisborgurum séu fugla- veiðar heimilar í afréttum og al- menningum utan landareigna lög- býla enda geti enginn sannað eign- arrétt sinn til þeirra. Hanna Mar- ia Pétursdóttir, þjóðgarðsvörður á Þingvölluin, segir að vafi leiki á að einhver afréttur sé í hreppn- um. Ennfremur sé spurning um hvaða regiur gildi um áhrifasvæði þjóðgarðsins. Fjallað var um málið á hreppsnefndarfundi í gær- kvöldi. Rjúpnaveiðitímabilið hófst í morgun. Stjóm Skotveiðifélagsins hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem vitnað er í áðumefnd lög og minnt á fréttatilkynningu hrepps- nefndar Þingvallarhrepps og þjóð- garðsvarðar um bann við fuglaveið- um í Þingvallarhreppi öllum. „Stjóm Skotvís telur að þama fari þjóðgarðs- vörður Þingvalla og hreppsnefnd Þingvallahrepps út fyrir sitt valdsvið og hafi enga heimild til að auglýsa skotveiðibann á landsvæðum sem þau geta ekki sannað eignarrétt sinn á,“ segir ennfremur í tilkynningu félagsins. Hanna María sagði að málið væri í skoðun og yrði rætt á hreppsnefnd- arfundi í gærkvöldi. í þessu sam- bandi sagði Hanna María að svo hefði verið litið á að enginn afréttur en aðeins heimalönd væm í hreppn- um. Ennfremur nefndi hún að vafi léki á hvaða reglur giltu um áhrifa- svæði þjóðgarðsins umhverfís hann. „Spumingin er hvor það sé svokall- aður almenningur, þar sem skotveiði sé öllum heimil eða hvort Þingvalla- nefnd hefur heimild til að banna þar skotveiði," sagði Hanna María og lagði áherslu á að farið yrði í saum- ana á málinu í gærkvöldi. Frágangur reglugerða JAA Eilífðarverkefni - segir framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits GRÉTAR H. Óskarsson, framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits, hefur sent samgönguráðuneytinu fyrirspurn um hvort þýða eigi reglugerðir JAA sem eru sameiginleg loftferðayfirvöld EB og EFTA-ríkja. Hann segir að ekki sé hægt að tala um tiltekið magn reglugerða því útgáfa af þessu tagi sé óendanleg. Svo lengi sem JAA starfi verði reglugerð- um breytt og þær gefnar út. Grétar hefur unnið að gerð reglu- gerðanna fyrir íslands hönd. Hann sagði að þær væm samdar og fyrst gefnar út á ensku. Eftir það hefðu aðildarríkin 18 tveggja ára frest til að gefa reglugerðimar út í endanlegu formi og taka upp hjá sér. Sem dæmi um umfang reglugerð- anna sagði Grétar að í byijun desem- ber yrði gefín út ein reglugerð upp á 440 blaðsíður á ensku. I byrjun næsta árs yrðu síðan gefnar út 2-3 aðrar og yrði umfang þeirra senni- lega svipað. Annars tók hann fram að um eilífðarverkefni væri að ræða. Svo lengi sem JAA starfaði yrðu gefnar út reglugerðir. Grétar hefur sent samgönguráðu- neytinu fyrirspum um hvort þýða eigi reglugerðimar. Hann vildi ekki láta sína persónulegu skoðun í ljós en tók fram að ekki væri á færi allra að þýða jafn sérhæfðan faglegan og tæknilegan texta. Aðspurður sagði hann að reglugerðirnar vörðuðu fyrst og fremst flugmenn, flugvirkja og aðra sem störfuðu í flugi. Með breyttum lífsstíl gegn ofáti og offitu 4 vikna námskeið þar sem tekið er á offituvandanum á raunhæfan og árangursríkan hátt. Fyrirlesarar: Læknir, sálfræðingur, næringarfræðingur, snyrtifræðingur og fl. Hópvinna ■ Ráðleggingar Einkaviðtöl Takmarkaður íjöldi. Leiðbeinandi verður Heiðrún B. Jóhannesdóttir. Námskeiðið er haldið í fundarsal Í.S.Í. og hefst 19. október nk. Innritun og upplýsingar í síma 673137 eftir kl. 15.00. Björgunarsveitarmenn fara á gúmbát sveitarinnar framhjá Jóru- kletti sem skessan Jóra stiklaði á er hún hljóp yfir ána frá hestaati í Sandvikurhreppi. Ölfusá könn- uð á gúmbát Selfossi. BÁTAFLOKKUR björgunar- sveitarinnar Tryggva á Selfossi vinnur stöðugt að því að kort- leggja og kynnast aðstæðum Olfusár þar sem hún rennur í gegnum bæinn. Reglubundnar æfingarferðir eru farnar upp og niður flúðirnar eftir þeim álum sem öruggir eru. Flokkurinn er kominn í góða þjálfun og fer upp og niður flúðirnar á fullri ferð, af miklu öryggi. Sig. Jóns. Heimilistæki frá eru vönduð og stflhrein HAUSTTILBOÐ Í) ZANUSSI uppþvottavélar eru til í tveimur gerðum, ZW 107 m/4 valk. og ID-5020 til innb. m/7 valkerfum. Báð- ar f. borðb. fyrir 12. Hljóðlát- ar - einfaldar í notkun. ZW-107 Tilboð kr. 53.877,- Gufugleypar frá ZANUSSI; CASTOR; FUTURUM og KUPPERSBUSCH eru bæði fyrir útblástur eða gegnum kolsíu. C-306 Tilboð kr. 9.269,- RAFHA, BEHA og KUPP- ERSBUSCH eldavélar eru bæði með eða án blásturs. Með glerborði og blæstri. 4 hellur og góður ofn. 2ja ára ábyrgð á RAFHA- vélinni. - Frí uppsetning. Tilboð frá kr. 36.120,- Um er að ræða mjög marg- ar gerðir af helluborðum: Glerhelluborð m/halogen, helluborð 2 gas/2 rafm. eða 4 rafm. hellur með eða án rofa. EMS 600 13W Tilboð kr. 21.133,- ZANUSSI og KUPPERS- BUSCH steikar/bökunarofn- ar í fjölbreyttu úrvali og lit- um. Með eða án blásturs - m/grillmótor - m/kjöthita- mæli - m/katalískum hreinsibúnaði o.fl. EEB-610 Tilboð kr. 37.255,- KUPPERSBUSCH örbylgju- ofnar í stærðum 14 og 20 I. Ljós í ofni, bylgjudreifir og gefur frá sér hljóðmerki. Tilboð kr. 20.224,- Bjóðum upp á 5 gerðir þvottavéla. 800-1000-1100 sn./mín. Með/án valrofa á hitasparnaðarrofi. Hraðvél, sem sparar orku, sápu og tíma. Þvottavél með þurrk- ara og rakaþéttingu. 3ja ára áþyrgð - uppsetning. ZF-1210C - 1200 sn/mín Kr. 62.356,- Þurrkarar, 3 gerðir, hefð- bundnir, með rakaskynjara eða rakaþéttingu (barki óþarfur). Hentar ofan á þvottavélina ZD-100C Tilboð kr. 30.888,- 7 gerðir kæliskápa: 85, 106, 124, 185 cm á hæð. Með eða án frystihólfs. Sjálfvirk afhríming. Hægt er að snúa hurðum. Eyðslugrannir - hljóðlátir. Z-6141, - 140/6 L Tilboð kr. 29.340,- Bjóðum uppá 9 gerðir kæli/frystiskápa. Ymsir möguleikar í stærðum: Hæð 122, 142, 175 og 185 cm. Frystir alltaf 4 stjörnu. Sjón er sögu ríkari. Fjarlægjum gamla skápinn. Tilboð kr. 41.100,- 140/40 L tilboð kr. 46.487,- 190/40 L Tilboð kr. 52.138,- 180/80 L Frystiskápar. 50, 125, 200 og 250 I. Lokaðir með plast- lokum - eyðslugrannir - 4 stjörnur. 200L - Z-620 VF Tilboð kr. 53.173,- ZANUSSI frystikistur, 270 og 396 I. Dönsk gæðavara. Mikil frystigeta. Ljós í loki. Læsing. 4 stjörnur. 396L - Z-400H Tilboð kr. 47.514,- Verð er miðað við staðgreiðslu. Okkarfrábæru greiðslukjör! Útborgun aðeins 25% og eftirstöðvar á allt að 12 mánuðum. Opið sem hér segir: Vlrka daga til kl. 18. Laugardaga frá kl. 10-16. VERSLUNIN RAFHA, HAFNARFIRÐI. SÍMI 50022 - LÆKJARGÖTU 22 VERSLUN RAFHA, REYKJAVÍK, SÍMI 620100 - BORGARTÚNI 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.