Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1981. Veðrið Spáð er sunnan og suðaustan átt víð- ast hvar á landinu en þó liklega aust- an átt fyrir norðan. Skúrir sunnan- lands en þurrt fyrir norðan. Klukkan 6 var austan 2, skúrir og hiti 3 stig í Reykjavik, sunnan 2, rign- ing og 3 stig á Gufuskálum; suðaust- an 5, skýjað og 2 stig á Galtarvita; vestan 2, skýjað og 0 stig é Akureyri; hœgviðri, léttskýjað og —3 stig á Raufarhöfn; hœgviðri, skýjað og 2 stig á Dalatanga; norðan 2, þoku- bakkar og 4 stig á Höfn og sunnan 1 skúrir og 3 stig é Stórhöfða. I Þórshöfn var skýjað og 6 stig, skýjað og 4 stig i Kaupmannahöfn, skýjað og —3 stig i Osló, láttskýjað og —1 stig ( Stokkhólmi; rigning og 6 stig { London; skýjað og 9 stig i Hamborg; þoka og 8 stig í Paris; létt- skýjað og 2 stig ( Madrid; skýjað og 12 stig I Lissabon, léttskýjað og 11 stig (New York. Andiát Krislin Gissurardóttir, sem lézt 20. marz sl., fæddist 6. apríl 1904 á Hvoli i ölfusi. Foreldrar hennar voru Gissur Gottskálksson og Jórunn Gíslína Snorradóttir. Kristín fluttist ung til Reykjavíkur og fór fljótlega að vinna við saumaskap og rak um árabil kápu- saumastofu en síðari hluta ævi sinnar starfaði hún við afgreiðslu hjá Alþýðu- brauðgerðinni. Hermann Hákonarson, sem lézt 24. marz sl., fæddist 11. nóvember 1909 á Skáney í Reykholtsdal. Foreldrar hans voru Hákon Jónsson og Herborg Þórðardóttir. 1936 réðst Hermann til Strætisvagna Reykjavíkur, fyrst sem vagnstjóri en síðar á viðgerðaverstæði þar sem hann vann æ síðan. Árið 1935 kvæntist Hermann Ragnheiði I. Magnúsdóttur og áttu þau eina dóttur. Pétur Matthíasson, Hamrahlið 5, sem lézt 25. marz sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.30. Guðríður Ingvarsdóttir, Mánagötu 19, lézt í Landakotsspítala mánudaginn 30. marz sl. Sigríður Jóhannsdóttir frá Kirkjubóli, sem lézt í Kaupmannahöfn 22. marz sl., verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 3. apríl kl. 15. Georg Jónsson, Reynivöllum Skerja- firði, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 15. Anna María Jónsdóttir, Hæðargarði 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. apríl kl. 15. AðalfuncSir Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík Aöalfundur verður haldinn. i Domus Medica fimmtudaginn 2. april. Aðalfundur Skotveiðifélagsins Skotveiöifélag íslands heldur aöalfund sinn laugar- daginn 4. apríl klukkan 9.30 á Hótel Esju. í tengslum viö fundinn mun félagiö halda opna ráöstefnu um skotveiðar. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 á Hótel Esju með fram- söguerindum. Vilhjálmur Lúöviksson vcrkfræðing- ur fjallar um siðfræði veiðimannsins og Jón Ármann Héðinsson fyrrverandi alþingismaður fjall- ar um stöðu umræðu um skotveiöimál. Eftir framsöguerindi vcrða kaffiveitingar og al- mennar umræður. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er að ræða um skotveiðar sem útilifsiþrótt, umgengni og rétt veiði- mannsins. öllum áhugamönnum er boðin þátttaka í ráð- stefnunni. Skotveiðifélag Íslands hefur sérstaklega boðið ýmsum opinberum stofnunum, samtökum og félögum að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Skotveiðifélag íslands var stofnað 23. september 1978. Markmið félagsins er að vinna skotveiðum veröugan sess meðal útilífsíþrótta meö góðri með- ferð skotvopna, góðri siðfræði veiðimanna, góðri umgengni við land og lífríki og góðum samskiptum við landeigendur. Núverandi formaður félagsins er Finnur Torfi Hjörleifsson. AA-samtökin I dag, miðvikudag. verða fundir á vegum AA samtakanna sem hér scgir: Tjarnargata 5b kl. 12 (opinnl, 14, 18 og 21. Grensáskirkja kl. 21. Hallgrims kirkja kl. 21. Akranes, Suðurgata 102 (93-2540) kl. 21. Borgarnes Læknamiðstöðin kl. 21. Keflavik Klappar stigur 7 (92-1800) kl. 21. Neskaupstaður Kaffistofa Netagerðarinnar kl. 21 og Fáskrúðsfjörður. Félags heimili kl. 20.30. 1 hádeginu á morgun, fimmtudag. verða fundir sem hér scgir: Tjarnargata 5 b kl. 14. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í fétagsheimilinu fimmtu- daginn 2. apríl kl. 20.30. Dagskrá verður fjölbreytt. Elín Pálmadóttir blaðamaður flytur ferðaþátt og sýnir litskyggnur frá Thailandi. Einsöngur: frú Jóhanna Mllller. Kaffi. Að lokum flytur sr. Karl Sigurbjörnsson hugvekju. Félagskonur fjölmennið og takiö með ykkur gesti. Klúbbur 25 eflir starfið — Fjölbreytt hátíð á Hótel Sögu Nú er ár liðið frá stofnun hins nýja ferða- og skemmtikiúbbs unga fólksins, sem stofnaóur var að tilhlutan Útsýnar i fyrra og nefnist Klúbbur 25. Á siöastliðnu sumri ferðaðist margt ungt fólk á vegum klúbbsins bæði I sjálfstæðum ferðum og í hóp- ferðum Útsýnar á sérstökum ;ifsláttarkjörum. Efnt var til nokkurra skemmtana. m.a. á Þingvöllum og nutu þær mikilla vinsælda. Á siðasta ári voru skráðir 500 klúbbfélagar. Árgjaldið er nú kr. 100, en gegn greiðslu þ?ss fá félagar skírteini, sem veitir margs konar hlunnindi, auk scr'takra kjara á ferða- lögum. Markmið klúbbsins er að auðvelda ungu fólki að skoða heiminn á hagkvæman og áhugaverðan hátt í góðum félagsskap og með hagstæöustu kjörum og aö bæta skemmtanalifiö. Á sunnudaginn kemur gefst gott tækifæri til að kynnast markmiðum klúbbsins og starfsemi hans, en þá heldur klúbburinn sína fyrstu árshátíð á Hótel Sögu. Boðið verður upp á veizlumat fyrir 75 kr., en skemmtunin sjálf er alveg ókeypis, og þar er boðið upp á óvenju vandaða skemmtiskrá. Gestir verða boðnir velkomnir meö ókeypis for- drykk og ferðahappdrætti meðan Texas-tríóið leikur fjöruga country-tónlist. Veizlan sjálf hefst kl. 19.30 og auk aðalréttarins verða ostar frá Osta- og smjör- sölunni í eftirrétt. Meðan á veizlunni stendur verður skemmtileg tónlist og fjörugar hárgrciðslu- og tízku- sýningar, sem Papilla og Módelsamtökin annast. Dans sýna bæöi rokkparið Aðalsteinn og Herborg og sýningarflokkur frá skóla Heiðars Ástvaldssonar. Danstónlistin verður fjölbreytt, því auk hljómsveitar hússins leikur hin vinsæla rokkhljómsveit Start, Helga Möller syngur og Þorgeir Ástvaldsson velur nýjustu diskó- og rokklögin. Húsið verður sérstak- lega skreytt í tilefni hátíðarinnar og skemmtunin filmuð í video. Aðalpunt kvöldsins verða þó fegurðardísirnar 25, sem Útsýn kynnir I Ijósmynda- fyrirsætukeppni sinni, og fá þær allar ferðaverð- laun. Einnig verða valin herra og dama kvöldsins Inn á milli dansins verður fléttað fjörugri spurninga- keppni og ferðabingó. Dansað verður til kl. 2 eftir miðnætti. Forsala aðgöngumiða er hjá Útsýn á miðvikudag og fimmtudag, en borðapantanir á Hótel Sögu á fimmtudag. Ýmsar ferðir eru í undirbúningi hjá Klúbb 25 í sumar, m.a. til Frakklands og Korsiku, en það er fyrsta hópferö íslendinga þangað, einnig ferðir til Spánar, Mallorka og Ítalíu, auk ferðar til New York, Hollywood og Las Vegas. Klúbbur 25 útvegar einnig skólavist i málaskólum erlendis, t.d. i Eng- landi, Þýzkalandi, ítaliu og Spáni og ódýrastu far- gjöld, sem í gildi eru. ERU FATLAÐIR 0G K0NUR Á SAMA BÁTI? Það má eiginlega segja að sjón- varpið í gærkvoldi Jiafi verið eins konar karlasjónvarp. Þar kom varla nokkur kona við sögu önnur en Birna Hrólfsdóttir sjónvarpsþula. Allar fréttir sjónvarpsins, en þær voru hvorki meira né minna en sextán talsins, fjölluðu um karlmenn að meira eða minna leyti. Það kom hvergi kona við sögu á nokkurn hátt. Fréttaþulur var karlmaður. Karlmaður var þulur í teiknimynd- inni eftir fréttirnar. Karlmaður var sögumaður í heimildamyndinni um ljósmyndirnar — að vísu sást kven- fólki bregða fyrir í þættinum sjálf- um, þ.e.a.s. myndum af því, karl- maður lék aðalhlutverkið í brezka leynilögguþættinum og karlmaður stjórnaði umræðuþætti um atvinnu- mál fatlaðra og ræddi eingöngu við karlmenn, með einni undantekningu þó. Ef vera frá öðrum hnetti sæi svona sjónvarpsprógramm gæti hún hæg- lega haldið að jarðarbúar væru aðeins kailmenn. Kvenfólk gæti i þeirra augum verið jafnmikilvægt og t.d. hestarnir sem komu við sögu í fréttunum! Vel á minnst, hestarnir. Alveg er það furðulegt að vinstri meirihlutinn i Reykjavík skuli endilega þurfa að breyta áður ákveðnu borgarskipulagi að því er virðist aðeins til þess að eyðileggja samþykkt skipulag frá hægri hluta! Ég er viss um að hvergi í víðri veröld þekkist að hægt sé að rokka svona með borgarskipulag fram og aftur að geðþótta meirihlut- ans aðeins til að gera illt af sér. Hestamenn benda á óhagræðingu þessa nýja skipulags. Skólastjóri Melaskölans hefur bent á að skóla- börn hefðu gróðursett tré á ári trés- ins, einmitt þar sem nú hefði verið ákveðið að taka lóðir til bygginga við Rauðavatn. 1 sjónvarpsfréttunum í gær sagði að Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar borgar- innar, segi að „ekkert sé endanlega afráðið” um þetta skipulag! - Er ekki nær fyrir þessa starfsmenn Reykvíkinga að reyna að. vinna af heilindum að þeim verkefnum sem þeim eru falin heldur en að vera að hringla fram og aftur og sóa þannig bæði tíma og fé? Ekki féll nýja teiknimyndin í minn smekk, en þulurinn var stórkostlega góður. Kannski þykir börnum gaman að þessari teiknimynd, ég veit það ekki því ég hef engin börn á heimil- inu. Sjálfri þykja mér engar teikni- myndir jafnast á við Tomma og Jenna og aðrar bandariskar myndir í svipuðum dúr. Þó var alltaf gaman að Gústa og hinni ítölsku línu. Mér datt í hug þegar ég horfði á þáttinn um atvinnumál fatlaðra að þeir eiga heilmikið sameiginlegt með konum. Báðir aðilar verða að sýna mun meiri hæfileika heldur en „hinn æðri” karlkynsstofn. Þórður Ingvi Guðmundsson stjórnaði umræðun- um af prýði. Ég minnist þess ekki að hafa séð hann áður í sjónvarpinu. Mikið var til í þeim orðum for- stöðumanns Sólborgar á Akureyri að það sé draumsýn að allir fatlaðir geti fengið vinnu við sitt hæfi; frekar en þeir sem ófatlaðir eru. Forstöðumað- urinn ræddi um þessi mál af miklum skilningi og raunsæi. Sama er að segja um Halldór Rafnar. Hann sagði frá því, að á íslandi stunda blindir menn fjölbreytta vinnu, mun fjölbreyttari en blindir á hinum Norðurlöndunum. Halldór benti einnig á að blindir verða jafnan að standa sig betur en þeir sem sjáandi eru. Hann sagði m.a. að ef blindum manni yrðu á einhver mistök segðu menn gjarnan: Hann er blindur greyið, honum varð þetta á. Ef sjáandi maður gerir mistök segir eng- inn: Hann er sjáandi greyið, honum. varð þetta á. Við sem sjáandi erum ættum að skammast okkar og reyna að vanda okkur dálítið betur i umgengni hvert við annað, bæði sjáandi og blinda. - A.Bj. Köttur týndur Sl. föstudag hvarf frá heimili sinu við Ránargötu i Reykjavík svartur og hvítur angóru köttur. Þetta er fullvaxinn högni. Hann er með ól um hálsinn og biður eigandinn þá sem gætu gefið upplýsingar um hann að hringja í síma 20695 sem fyrst. hi:'- Hf. Skallagnmur / ÁÆTLUN AKRABORGAR í janúar, februar, mars, nóvember og desember: Frá Akranesi Frá Reykjavík Kl. 8,30 Kl. 10,00 — 11,30 — 13,00 — 14,30 — 16,00 — 17,30 — -19,00 I april og október vorða kvoktferöira sunnudógum. — í maí, júní og september verða kvóldferðir ó föstudögum og sunnudögum. — I júli og ágúst verða kvöldferðir alla daga, nema laugardaga. Kvöldferðir eru fró Akranesi kl. 20,30 ogfróReykjavikkl. 22,00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275 Skrifstofan Akranesi simi 1095 Afgreiðsia Rviksimi 16050 Simsvari i Rviksimi 16420 Talstoðvarsamband við skipið og atgreóslur á Akranesi og Reykja- vik F R -bylgja. rás 2 Kallnúmer: Akranes 1192. Akraborg 1193, Reykjavik 1194 Tónleikar miðvikudagskvöld- ið 1. apríl kl. 7.15 í Austur- bæjarbíói: Á 9. tónleikum Tónlistarfélagsins starfsveturinn 1980—1981 sem haldnir verða í Austurbæjarbíó 1. apríl kl. 7.15 koma fram Allan Stemfield, píanóleik- ari, Nina G. Flier, sellóleikari, og Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari. Á efnisskrá tónleik- anna er Gaspard de la Nuit eftir Ravel, Sónata fyrir fiðlu og selló eftir Ravel og trió fyrir fiðlu, selló o» píanó op. 90 eftir Antonin Dvorák. Kvenfélagið Fjallkonurnar Basar verður haldinn laugardaginn 4. april kl. 14 í Fellahelli. Þær sem ætla að gefa á basarinn komi því til skila í Fellahelli á föstudagskvöld eða fyrir hádegi á laugardag. Upplýsingar gefa Ágústa í síma 74897 og Brynhildur í sima 73240. Farsóttir í Reykjavík i febrúarmánuði 1981, samkvæmt skýrslum 13 lækna. Inflúensa 309, lungnabólga 47, kvef, hálsbólga, bronchitis etc. 690, streptókokka-hálsbólga, scarlatina 11, einkirningasótt 1, mislingar 1, hettusótt 4, iðrakvef og niðurgangur 95, kláði 4. Framrás hafíss fyrir norðan hefur stöðvast Samkvæmt frétt frá hafísrannsóknadeild Veðurstof- unnar hefur síðasta framrás hafissins fyrir norðan land verið stöðvuð en ísinn hefur verið til alls vís 1 norðlægu vindáttunum undanfarið. Hagstæðir, suðlægir vindar halda nú hafisjaðrinum í skefjum þótt dreifðir jakar séu enn á reiki á hafissvæðinu sunnan við jaðarinn. Sl. föstudag, 27. marz 1981, gafst flugveður og skyggni til ískönnunar og kannaöi þá landhelgis- gæzlan jaðarsvæðiö, allt frá 66. gráöu til 70. gráðu norðlægrar breiddar. (sjá kort). Meginísinn var um 130 sjómílur vestur af Barða, 85 sjómílur norðnorð- vestur af Kögri og um 85 sjómílur norðvestur af Kolbeinsey. Suðaustan við meginísinn var belti af gisnari ís, 12 til 33 sjómílna breitt. GENGIÐ gengisskrAning Ferðamanna- Nr. 63 — 31. marz 1981. gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 6,518 6,536 7,190 1 Sterlingspund 14,628 14,868 16,135 1 Kanadadollar 5,497 5,513 6,064 1 Dönskkróna 0,9844 0,9871 1,0858 1 Norsk króna 1,2138 1,2171 1,3388 1 Sœnsk króna 1,4193 1,4132 1,5655 1 Finnsktmark 1,6030 1,6075 1,7683 1 Franskur franki 1,3142 1,3179 1,4497 1 Bolg. franki 0,1883 0,1898 0,2088 1 Svissn. franki 3,4045 3,4139 3,7553 1 Hollenzk florina 2,7995 2,8073 3,0881 1 V.-þýzktmark 3,1009 3,1094 3,4203 1 itölakllra 0,00622 0,00623 0,00685 1 Austurr. Sch. 0,4385 0,4397 0,4837 1 Portug. Escudo 0,1149 0,1152 0,1287 1 Spánskurpesatí 0,0764 0,0766 0,0843 1 Japansktyen 0,03089 0,03098 0,03406 1 írsktDund 11,296 11,327 12,460 SDR (sórstók dróttarróttindi) 8/1 8,0121 8,0341 * Breytíng fró slðustu skróningu. Simsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.