Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 184. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORCVl\rtL 4Ð1Ð
Þriðjudagur 16. ágúst 1960
Keflavík rœndi
Fram forysfunni
— og Akranes fekur víð henni
ÍÍSÍjSSiK.......ííMKvHÍii.ííiisiliíK!                                ¦             .'.          r
¦T    *                                                                                    ¦'.,' i    i
ý^tctta^téttit titctpwhlahinA  " yr
ÞAU mættust á sunnudags-
kvöld, toppliðið í 1. deild,
Fram, og liðið sem hefur
þurft að berjast við fallhætt-
una, Keflavík. Hefði ókunn-
ugur verið látinn gizka á eft-
ir spili liðanna, hvort væri
„toppliðið", hefðu án efa allir
sagt að það væri Keflavíkur-
liðið. Spilið var allan tímann
betra hjá Keflvíkingum —
komst raunar eiginlega aldrei
í gang hiá Fram. Og Fram-
liðinu tókst ekki áð forða því
að boltinn fór 4 sinnum í
Framnetið, en einungis tví-
vegis tókst Fram að skora og
það ekki fyrr en undir leiks-
lok, er úthald Keflvíkinga var
gersamlega þrotið.
Með þessum sigri tryggði
Keflavik sig svo gegn fall-
hættunni, að möguleikar á
falli þeirra úr deildinni eru
aðeins talfræðilegir — bundn
ir að minnsta kosti þremur
ef — ef — ef — Um leið
„rændu" þeir forystunni í
mótinu frá Fram og fengu
hana Akurnesingum. Hins
vegar hafa möguleikar KE til
sigurs i mótinu aukizt við
þetta. KR hefur langfæsta
leiki að baki og að öllu slysa-
lausu má búast við forystu
þeirra er þeir hafa náð upp
leikafjöldanum. — En við höf-
um nú séð að allt getur skeð
í knattspyrnu. „Topplið" okk-
ar mega ekki reikna sér sig-
urinn fyrir leikinn.
jt  Fram sækir
Fyrsti stundarfjórðungur leiks-
ins var jafn, en Framarar þó held
ur meira í sókn, án allrar hættu
við mark Keflavíkur. Gott tæki-
færi gekk Guðm. Óskarssyni úr
greiþum er hann stóð einn og
óvaldaður nálægt markteig en
spyrnti langt framhjá. Annað
tækifæri átti Fram er Grétar ték
upp að endamörkum og með þeirn
og reyndi síðan markskot — úr
vcnlitlu færi, enda hitti hann
stöng og knötturinn hrökk fra.
Að þessum tveim upphlaupum
írátöldum ásamt nokkrum lang-
skotum Guðjóns er upptalið hvað
Fram reyndi til marka í fyrri
hálfleik. Og þeim tókst aldrei að
ná neinum yfirburðum, jafnvel
ekki íiumkvæði úti á vellinum.
•k  Keflavík  tekur  frumkvæðið
I sóknarlotum Keflvíkinga var
öllu meiri þungi, þó frammistað-
an er að marki kom væri svipuð
og hjá Fram. Sókn Keflvíkinga
Guðjón grefur andlitið í jörð eftir að hafa stýrt knettinum í eigið mark. (Ljósm.: Sv. Þormóðss.)
þyngdist er á fyrri hálfleik leið.
Skúli Skúlason miðherji lokkaði
Geir úr markinu — en í stað þess
að senda til annars tveggja félaga
sinna óvaldaðra við markið kaus
hann vonlausu leiðina — að
skjóta úr lokuðu færi og eyði-
leggja tækifærið. Tveim min. síð
Framhald á bls. 19.
WTk^d
Akranes
vann 7:1
AKURNESINGAR og Akureyr-
ingar kepptu í 1. deildarkeppn-
inni á sunnudaginn og fór leikur
inn fram á Akranesi.
f>au urðu úrslit leiksins að
Akurnesingar sigruðu með yfir-
burðum skoruðu 7 mörk gegn 1.
Reyndar skoruðu Skagamenn
öll 8 mörkin — en settu eitt í sitt
eigið net.
Dómarinn ]
mœtti ekki
WWÍ
Björgvin
meistari
i
Síðasta mark Keflavíkur. Högni fékk  skorað af stuttu færi
gegnum varnarmúr Fram.
Bikarkeppnin
A SUNNUDAGINN áttu
Þróttur og Hafnfirðingar
að leika í Bikarkeppninni
og átti leikurinn að fara
fram í Hafnarfirði. Þegar
leikmenn voru tilbúnir til
að hefja leikinn var dóm-
arinn, Hreiðar Ársælsson,
hvergi nálægur og aðeins
annar línuvörðurinn mætt-
ur. Varð því að fresta Ieikn
um og nokk.ir tugir áhorf-
enda fengu endurgreidda
aðgöngumiðana, sem þeim
höfðu verið seldir.
Auk þess sem dómarinn
sást hvergi kvörtuðu Þrótt-
ararnir yfir því að völlur-
inn væri ekki réttilega
strikaður og niun sú kvört-
un hafa verið á rökum reist
og \ví mjög leiðinlegt fyrir
fo, ystu knattspyrnumála í
Hafnarfirði, að geta ekki
haft rollinn löglega strik-
aðann fyrir opinber mót.
Eitt er víst að menn fóru
sárgramir heim af vellinum
því mjög gott veður var til
að leika knattspyrnu.
A LAUGARDAGINN kepptu Is-
firðingar fyrsta leik sinn í Bikar-
keppninni. Leikurnn fór fram nér
á Melavellnum og mótherjar ís-
firðinganna var 1. flokkur Vals
ísfirðingarnir fóru með sigur frá
leiknum 3:1, eftir 1:0 í hálfleik.
Lið ísfirðinganna var mun sókn
harðara en lið Vals og höfðu þeir
frumkvæðið í leiknum mestan
tímann og sigur þeirra aldrei í
hættu. Björn Helgason skoraði
fyrsta mark leiksins er 24 mín.
voru af leik. Skallaði Björn knött
inn  í  mark  úr  fyrirsendingu.
Annað mark leiksins skoruðu ls-
firðingarnir er 22 mín. voru af síð
ari hálfeik og þrem mínútum síð-
ar var dæmd vítaspyrna á mark-
mann Vals og skoraði Björn
Helgason örugglega úr henni.
Leikurinn stóð því 3:0 fyrir ís-
firðinga er 25 mín. voru af síðari
hálileik. Mark Vals skoraði Bragi
Björr.sson er 33 mín. voru af sið-
ari halíleik. — ísíirðingarnir áttu
að keppa annan leikinn í gær, en
héldu heim vegna einhvers mis-
skilning um framkvæmd leiks-
ms. En þeir munu koma til bæj-
arms aftur í vikunni.
UM helgina lauk Meistara-
móti íslands í frjálsum íþrótt-
um með keppni í tugþraut og
þremur öðrum greinum. Var
veður ákjósanlegt en nokkur
svali er leið á daginn, bæði á
laugardag og sunnudag. Kepp
endur í tugþrautinni voru
fjórir og var keppnin
skemmtileg og árangur all-
góður.
ir  Forysta Björgvins
Björgvin Hólm tók forystuna í
annari grein og hélt henni eftir
það. Valbjörn fylgdi honum þó
fast eftir og skildu oft ekki nema
nokkrir tugir stiga þá félaga að.
Valbjörn náði tveim beztu af-
rekum sem unnin voru í þraut-
inni, 100 m hlaup 10.9 og 4.30 m
í stangarstökki. Björgvin var
hins vegar mjög jafnvígur, en
óheppni elti hann fyrri daginn og
var hann þá nokkuð frá sínu
bezta t. d. í kúluvarpi og eink-
um hástökki. Síðari daginn tókst
Staðan
I. deild
	L	U	J	T	Mörk	St.
Akranes	7	4	2	1	25:11	10
Fram	1	4	2	1	17:13	10
Valur	7	2	3	2	12:17	7
KR	4	3	0	1	18:6	6
Keflavik	8	2	1	5	13:23	5
Akureyri	7	1	0	6	11:24	2
Hólm ÍR
tugþraut
hoíium illa upp í kringlukasti.
Hafði þetta þau áhrif að hann
skorti 60 stig upp á æskilegt af-
rek til Rómarfarar en fyrr í vik-
unni hafði hann sýnt, að hann
er fullfær um að ná þeim árangri.
Björgvin hefur lítið getað æft þar
til nú síðustu viku vegna veik-
inda og er árangur hans því enn
athyglisverðari.
Til samanburðar má geta þess
að bezti árangur Arnar Clausen
eftir gildandi stigatöflu er 6886
stig.
Úrslit
Tugþraut ísl.meistari Björgvin
Hólm ÍR 6440 stig. (Afrek Björg-
vins voru 11.1 í 100 m., 6.64 í
langstökki, 1307 í kúluv., 1.65 í há
stökki og 52.8 í 400 m. hl., 15.00
í 110 m. grhl., 39.77 í kringluk.,
3.40 í stangarst., 58.16 í spjótk.
og 4.47 í 1500 m. hl.)
2. Valbjörn í>orIáksson ÍR 5997
stig. (10.9, 6.48, 11.04, 1.74, 53.8,
16.2, 33.47, 4.30, 57.97 hætti).
3. Karl Hólm ÍR 4670 stig. 4.
Brynjar Jensson HSH 4219.
4x800 m. hlaup ísl.meist. Sveit
KR 8.25.6 2. Dr.sv. ÍR 9.05.6.
10 km. hlaup Isl.meist. Kristl.
Guðbjörnsson KR 33.39.4, 2. Haf-
steinn Sveinsson 35.44.4, 3. Reynir
Þorsteinsson KR 37.49.4.
1500 m. hindrunarhlaup ungl.
inga Ungl.meist. Agnar Lewy KR
4.50.8, 2. Friðrik Friðriksson ÍR
5.05.6.
Olympíumót  í  kvöld
Vilhjálmur reynir þrí-
stökk í Laugardal í kvöld
Þrír
út í
syntu
Viðey
fer fram handknattleikur milli
kvenna. — Annar vegar stendur
liðið sem fyrir nokkru vann það
frækiega afrek að vinna Svía í
landsleik í Svíþjóð og hins vegar
úrval   annara   handknattleiks-
kvenna. Mun marga fýsa að sjá
sl. handknattleiksstúlkurnar sem
svo vel stóðu sig ytra.
Þá fer fram knattspyrnukapp-
leikur i 2. aldursflokki milli Vals
og Akranes. Er það úrslitaleikur
f dag er Olympíudagurinn og i íslandsmótsins.  Þar  spreyta  sig
i kvöld er efnt til íþróttahátíðar  »•*"» framtíðarinnar.
-,- i  tn - , «¦.._  «  .    Inn á milli og í hálfleik er flett-
Laugardal  i  tilefni  þess.  Þar   m  -...     .7  -4t___,,„„„„„
að  frjalsum  íþrottum  hlaupum,
stökkum og köstum. Allra augu
munu beinast að Vilhjálmi sem
nú reynir sig í þrístökki í síðasta
sinn fyrir Rómarleikana. Þá verð-
ur keppt í stangarstökki Valbjörn
og fleiri, í hástökki þar sem Jón
Pétursson reynir við 2 metra og
hærra kannski. Og þarna koma
allir Olympíufararnir fram.
Fólk ætti að f jölmenna á völl-
inn og hvetja þá í þessum síðustu
tilraunum þeirra fyrir Rómarleik
ana — í því felst góð kveðja til
manna sem eiga erfitt verk fyrir
höndum.
Á SUNNUDAGINN syntu þrír
lögregluþjónar Viðeyjarsund. —
Lögðu þeir af stað frá Lofts-
bryggju og syntu út í eyna. Menn
þessir voru Guðni Sturlaugsson,
Guðmundur Þorvarðarson og
Halldór  Einarsison.
Guðni og Guðmundur syntu
ósmurðir og voru 2 klst. og 4 mín.
og 2 klst. og 6 mín. á sundi. Hall-
dór var smurður og synti á 2 klst.
og 7 mín.
Enn tveir valdir
til Rómarfarar
Á FUNDI sínum í dag ákvað
Olympíunefnd íslanðs, að fengn-
um tiilögum Frjásíþróttasam-
bands íslands að senda eftirtalda
íuleikunum í Róm.
Björgvin Hólm Í.R. til keppni
í tugþraut og Pétur Rögnvalds-
son KR  til keppni í 110 metra
íiþróttamenn til keppni á Olymp I grindahlaupi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20