Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 20. ágúst 1963 MORGUNBLAÐID 23 Þurrkdagar að undanfðrnu hafa bjargað heyskapnum HEYSKAPUR í sumar verð- ur að líkindum í meðallagi. Illa leit út um slátt um tíma, en síðustu daga hafa komið nokkrir þurrkdagar víðast um land og ber fréttaritur- um þeim, sem Morgunblaðið talaði við í gær, saman um að þessir þurrkdagar hafi breytt útlitinu verulega. Vegna kuldanna má heita léleg háarspretta um allt land. Hér fara á eftir umsagnir nokkurra fréttaritara blaðs- ins um heyskapinn í sumar: BÚÐARDAL, 19. ág. — Hey- skapur er farinn að ganga sæmi lega núna. Hér kom mjög erfið- ur kafli, en síðasta vika var sæmileg og nú er þurrkur. Spretta var góð bæði á tún- um og úthaga, sérstaklega var vel gróinn úthagi upp í háfjöll. Vegna þurrkakaflans núna og ef svo heldur áfram má búast við að heyskapur verði sæmi- legur. — F.Þ. ÞINGEYRT, 19. ág. —• Dásamlegt veður er hér, hlýtt bæði í gær og í dag. Sláttur gengur ágæt- lega og eru bændur yfirleitt bún- ir að hirða fyrri slátt, enda hef- ur ágætur þurrkur verið alla s.l. viku. Tún voru ágætlega sprottin fyrir fyrri slátt, en vegna kulda er búizt við að háin spretti illa og seinni sláttur verði í minna lagi. — Magnús. STAÐARBAKKA, 19. ág. — Góð veðrátta hefur verið í Miðfirði að undanförnu og í gær var ágætur þurrkur. Hey eru kom- in inn að mestu leyti og það sem enn er úti er orðið þurrt. II la lítur út með hána vegna kulda, sem hafa verið, það fennti meira að segja í fjöll fyr- ir nokkru. — Benedikt. VÉÐIDALSTUNGU, 19. ág. — Sláttur hefur gengið heldur seint 1 Vestur-Húnavatnssýslu, enda hefur tíð verið óhagstæð. Góður þurrkur var hér í 3—4 daga og þá náðu margir tölu- verðu inn af heyjum. Segja má í heild, að ástandið sé vandræðalaust, en það er þó verra á nesjum en innsveitum. Fyrri slætti er að ljúka þar — V. Þjóðverjar Framh. af bls. 1 þeir undrandi á þýzka sendi- manninn. Síðan varð þögn þar til Scholl rétti forsvarsmanni Rússanna höndina. Síðan skálaði hann í kampavíni við Rússana og erlenda sendimenn, sem und- irrituðu samkomulagið í dag. ★ Sendiherra Vestur-Þýzkalands 1 Washington, Heinrich Kapp- stein, hélt -stutta ræðu, er hann hafði undirritað samkomulagið. Sagði hann, að samkomulagið gæti orðið fyrsta skrefið til bættr ar sambúðar þjóða heims. Sagð- ist hann vilja leggja áherzlu á, að stjórn Vestur-Þýzkalands væri hlynnt allri samvinnu, sem miðaði að friði í heiminum. Sendiherra Vestur-Þjóðverja í London er í sumarleyfi og sendi- ráðunautur þeirra Rudolf Thier- felder undirritaði samkomulagið. Engar ræður hafa verið haldnar í London við undirritun sam- komuiagsins. sem bezt gengur. Spretta var sæmileg, en fremur lítil spretta er í hánni. SAUÐÁRKRÓKI, 19. ág. — Þurrt veður hefur verið undan- farna 2—3 daga víðast hvar í Skagafirði og hafa bændur náð inn anzi miklu. Fram til þessa hefur ástandið verið víða slæmt. Á ytri hluta Skagans var ekki komið strá í hlöðu fyrir 4 dög- um. Þar voru eilífar þokur, en nú hefur þurrt veður verið a.m.k. Frammi í Skagafjarðardölum er heyskapur orðinn sæmilegur. — Jón. BÆ, 19. ág. — Á Höfðaströnd hefur verið heldur tafsamur hey skapur, en þó hafa hey ekki hrakizt. Margir bændur eru bún- ir að slá og eiga mikið úti af þurru og hálfþurru Heyi. Þoka er þessa dagana og lítið hægt að þurrka. Háarspretta er misjöfn. Þeir sem báru á snemma fá sæmilega sprettu. Ég býst við, að náist það hey sem nú er úti verði vel meðal- heyskapur. — Björn. BREIÐDALSVÍK, 19. ág. — Slátt ur gekk seint hér í sveit á tíma- bili vegna slæms og kalds veð- urs, en það hefur verið ágætt síðustu dagana. Flestir eða allir bændur hafa Fjölmennt hér- nðsmót n Flúðum HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Ámessýslu Var haldið síðastl, laugardag að Flúðum. Mótið var mjög fjölsótt og fór ágæt- lega fram. Samkomuna setti og stjórnaði síðan séra Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hruna. Dagskráin hófst með einsöng Kristins Hallssonar, óperusöngv- ara, undirleik annaðist Ólafur Vignir Albertsson, píanóleikari. Þessu næst flutti Sigurður Óli Ólafsson, alþingismaður ræðu. Að lokinni ræðu Sigurðar söng Sigurveig Hjaltested, óperusöng- kona einsöng. Þá flutti Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra ræðu. Næst sungu þau Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested tvísöngva, við undirleik Ólafs V. Albertssonar. Síðan flutti Brynj- ólfur Jóhannesson leikari gaman- þáttt Ræðumönnum og listafólkinu var ágætlega tekið. Mótinu lauk svo með dansleik. 6 monna nefnd- in kemur saman S E X manna nefndin kemur væntanlega saman á miðviku- daginn til að gera tillögur um verðlag á landbúnaðarvörum. í nefndinni eru: Fulltrúar neytenda: Sæmund- ur Ólafsson, formaður, Edvard Sigurðsson, form. Dagsbrúnar og Einar Gíslason, málarameistari. Fulltrúar framleiðenda: Sverr- ir Gíslason, bóndi, formaður, Einar Ólafsson í Lækjarhvammi og Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri. Torfi Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri, er ritari nefndarinnar og auk þess starfar Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri, með henni. nú getað náð inn heyjum eftir fyrri slátt, en verr lítur út með síðari slátt, því háin hefur sprott ið seint. Spretta var ágæt fyrir fyrri slátt og þeir sem byrjuðu fyrst- ir að slá náðu miklu inn, því tíð var góð fyrr í sumar. Mikið hefur verið um véla- og bílakaup í Breiðdalnum. Hafa a.m.k. 6 dráttarvélar verið keypt ar og einir 12 bílar. Afkoman virð ist því vera góð. — PáU. ÞORLÁKSHÖFN, 19. ág. — Slátt ur hefur gengið ágætlega í Ölfus inu í sumar. Nokkrir bændur eru búnir að hirða allt sitt hey en aðrir eiga eftir seinni slátt. Spretta var ágæt og náðu bænd ur heyjum óhröktum. Veðurfar- ið hefur verið mjög sæmilegt, sólskin oft og tíðum. — Magnús. «*W»« Á SUNNUDAG veiddi Helgi Guðmundsson, pípulagninga- meistari, 23ja punda sjóbirt- ing á stöng í Hólsá í Land- eyjum. Mun þetta vera einn sá stærsti sjóbirtingur sem veiðzt hefur á stöng hér á landi, en Mbl. tókst ekki að fá óyggjandi upplýsingar um þáð í gær. Helgi kveðst hafa veitt sjó- birtinginn í Hólsá að austan- verðu, rétt neðan við Gríms- staði, úti í miðri á. Hann var Uelgi Guðmundsson með fcuttugu og þriggja punda sjóbirtinginn. Veiddi 23ja punda sjó- hirting á stöng I Hólsá með 12 gramma spón og var klukkutíma að þreyta laxinn, sem var afar sprettharður. — Ég sá að hann stökk upp rétt við fæturnar á mér rétt eftir að ég var búinn að setja í hann, og svo tók hann strikið, á annað hundrað metra vegalengd. Það var nokkuð mikill straumur þarna en það er sama, hann var mjög sprettharður. — Hafði hann bitið almenni lega á. Varstu ekki hræddur um að missa hann? — Hann var mjög naumt tekinn, en fór samt ekki af. Ég var auðvitað alltaf hrædd ur um að missa hann, einc og maður er alltaf þegar mað ur fær stóran fisk. Annars gekk þetta vel. Ég býzt við að hann hafi vegið 23 pund nýr, því sólarhring seinna þeg ar ég vigtaði hann, vóg hann 22 pund. — Er þetta ekki sfærsti sjó birtingur sem veiðzt hefur hér á stöng? — Ég veit til að 24ra punda hafi fengizt í net, en ég veit ekki um stærri sjóbirting sem veiðzt hefur á stöng. Þó get- ur það vel verið. — Eruð þið búin að borða stórlaxinn? — Ónei, ég setti hann í reyk. Ég hugsa að svona stór- ir fiskar séu kannski dálítið strembnir. — Veiðirðu mikið í Hólsá? Hefur verið góð veiði þar í sumar? — Ég hefi verið nokkuð marga daga þar í sumar, og hefi veitt þar ágætlega. Manni þykir gott að fá 5—6 á dag og einn daginn fékk ég 12. En það er nú næstum of mikið. Agætt héraðsmót d Bíldudal HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Vestur-Barðastrandasýslu var haldið síðastl. laugardag á Bíldu- dal. Mótið var ágætlega sótt og fór mjög vel fram. Samkomuna setti og stjórnaði síðan Hjálmar Ágústsson, verkstjóri á Bíldudal. Dagskráiin hófst með því að Þor- valdur Garðar Kristjánsson, fram kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, flutti ræðu. Að lokinni ræðu Þorvaldar söng Guðmundur Guð- jónsson, óperusöngvari einsöng, undirleik annaðist Skúli Halldórs son, píanóleikari. Þessu næst flutti Jónas G. Ráfnar, alþingis- maður ræðu. Guðm. Guðjónsson söng síðan nokkur lög. Síðast á dagskránni var gamanþáttur er þeir fluttu leikararnir Árni Tryggvason og Jón Sigurbjörns- son. Var gerður mjög góður rómur að máli ræðumanna og einnig var listamönnunum ágætlega tekið. Lauk samkomunni svo með dansleik. Syndið 200 metrana Það tilkynnist hér með að GUÐRÍÍN árnadóttir frá Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi, andaðist að Elliheimiiinu Grund 18. ágúst 1963. Aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar JÓHANN BERNHARD andaðist að heimili sínu Öldugötu 33 Reykjavík, föstu- daginn 16. ágúst s.l. Svava Þorbjarnardóttir og dætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.