Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.11.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1974 BÆJAR- og héraðsbókasafn- ið í Keflavfk er um þessar mundir að flytjast í nýtt húsnæði að Mánagötu 7, en hús þetta hefur Keflavíkur- bær keypt fyrir bókasafnið. Húsið er þriggja hæða og er hver hæð 120 fermetrar að stærð. Teknir hafa verið í notkun útlánssalir á miðhæð húss- ins. 1 kjallara er gert ráð fyrir geymslum og lestrar- sal. A efstu hæð eru vinnu- herbergi starfsfólks safns- ins og þar er áformað að plötudeild verði til húsa. Þar verður einnig lesher- bergi fyrir fræðimenn. Með- fylgjandi mynd er frá opnun útlánsdeildar safnsins. — Ljósm.: H. Stfgsson. Ráðstefna um matvælaeft- irlit —17 erindi verða flutt Dagana 11. og 12. nóv. n.k. verður haldin ráðstefna um mat- vælaeftirlit á íslandi. Efnafræði- deild Verkfræðingafélags Islands og Efnafræðistofa Raunvfsinda- stofnunar háskólans hafa undir- búið hana. Hefst ráðstefnan f Kristalssal Hótel Loftleiða mánu- daginn 11. nóv. og stendur til há- degis daginn eftir. Kl. 9 setur dr. Sigmundur Guðbjartsson próf- essor ráðstefnuna. Fyrri daginn verða þessi erindi: Fræðsla á sviði matvæla og nær- ingarfræði i fsl. skólakerfinu, sem dr. Jónas Bjarnason, dósent flyt- ur; Mataræði íslendinga og al- menningsfræðsla á sviði matvæla- og næringarfræði, er Vigdís Jóns- dóttir, skólastjóri, flytur; Gerla- fræðilegt matvælaeftirlit á ís- landi eftir gerlafræðingana dr. Sigurð Pétursson og Guðlaug Hannesson; Matvælarannsóknir efnafræðistofu RH, er Jón Óttar Ragnarsson, lektor, flytur; Efna- rannsóknir á fiski og fiskafurð- um, er dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri RF, flytur; Rannsóknir og eftirlit með matvælum og fóðurvörum, er dr. Björn Sigur- björnsson, forstjóri RL flytur; Staða, vandamál og þróun ís- lenzks matvælaiðnaðar, er Davíð Sch. Thorsteinsson flytur; Gæða- mat og vörumerkingar f matvæla- iðnaði, er Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur flytur; Isl. mjólkuriðnaður, er Sævar Magnússon, mjólkuriðnaðar- kandidat flytur; Eftirlit með sláturafurðum, er Brynjólfur Sandholt, héraðsdýralæknir, flytur; Hlutverk og árangur af starfi Neytendasamtakanna á sviði matvælaeftirlits, er Eiríka A. Friðriksdóttir, hagfræðingur, flytur; Lög og reglugerðir um matvælaeftirlit, er Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur, flytur. Á þriðjudag flytja erindi Ólaf Chr. Sundvold frá Stavanger og talar um rannsóknir og eftirlit með niðursuðuvörum, Pétur Sigurjónsson forstjóri RI um efnarannsóknir á matvælum hjá RI, Almar Grímsson, lyfjafræð- ingur um lyfjaeftirlit á Islandi, Þórhallur Halldórsson, forstjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavikur, talar um eftirlit með matvælum og hreinlæti í matvælaverk- smiðjum í Reykjavík, Baldur Johnsen, forstm. Heilbrigðiseftir- lits rfkisins, um skipulagningu matvælaeftirlits á Islandi. Kl. 11.55 er áformað að Pálmi Stefánsson, form. EVFl, slíti ráð- stefnunni. Bifreiðaeign almennust í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu Max von der Grún. Þýzkur rithöf- undur les úr verkum sínum Kunnur þýzkur rithöfundur, Max von der Grún, er kominn hingað til lands og les úr verkum sfnum að Hótel Esju á fimmtu- dagskvöldið 7. nóv. Max von der Grún er fæddur 1926 í Bayreuth. Hann vann sem námuverkamaður frá 1951—1964, en sneri sér þá að ritstörfum. 1962 kom út fyrsta skáldsaga hans, „Mánner in zweifacher Nacht“. Síðast var gefin út bók hans „Stellenweise Glatteis“, sem hann hefur orðið frægastur fyrir. Vest- ur-þýzka sjónvarpið er að gera kvikmynd í tveimur hlutum eftir bókinni og verður hún sýnd innan skamms. Rithöfundurinn mun m.a. lesa úr þessari skáldsögu, en hún fjallar, eins og allar bækur hans, um lif og starf verkamanna í Vestur-Þýzkalandi nútímans og stöðu þeirra í þjóðfél^ginu. UM SlÐASTLIÐIN áramót voru skráð alls 63.532 vélknúin öku- tæki á landinu. Kemur þetta m.a. fram f nýútkominni Bifreiða- skýrslu Hagstofu Islands. Fólks- bifreiðar allt að 8 farþegum voru um áramótin alls 56.274, yfir 8 farþega voru þær 845. Vörubif- reiðar undir 2 tonnum voru 1.850, en yfir 2 tonnum 4.220. Þá voru skráð 343 bifhjól á landinu. Flest voru ökutækin i Reykjá- vík eða alls 26.058, þá kom Hafn- arfjörður, Gullbringu- og Kjósar- sýsla, en þar voru skráð 7.171 ökutæki, á Akureyri og í Eyja- fjarðarsýslu voru skráð 4.372 öku- tæki. Ef miðað er við hverja 1000 íbúa, var 281 fólksbifreið á hverja 1000 fbúa í Reykjavík, í Kópavogi voru bifreiðarnar 276 á hverja 1000 íbúa og í Hafnarfirði 266. Lægst er hinsvegar hlutfallið á Ölafsfirði og Siglufirði, þar eru ekki nema 187 bifreiðar á hverja 1000 íbúa. Af sýslum landSins er bifreiðaeignin mest i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en þar eru hvorki meira né minna en 327 bifreiðar á hverja 1000 íbúa og i Dalasýslu og Árnessýslu er 301 bifreið á hverja 1000 íbúa. Þannig virðist bifreiðaeign vera lang al- mennust i Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu. Flestar bifreiðarnar voru af Volkswagen-gerð um s.l. áramót eða 7.903, sem er 13,8% af heildar fólksbílaeign landsmanna. Þá kom Ford 7.427 eða 13,0%, Moskwitch 3.350 eða 5,9%, Land Jörfagleði JÖklamanna Jöklarannsóknafélag Islands efnir að venju til árlegrar jörfa- gleði á Hótel Sögu laugardaginn 16. nóv. Veizlustjóri verður Einar Sæmundsson og borðræðu flytur Þórarinn Guðnason. Rover 3.255 eða 5,7%, Fiat 3.087 eða 5,4%, Skoda 2.910 eða 5,1% ogVolvo 2.752 eða 4,8%. Vörubifreiðar voru flestar af gerðinni Ford eða 1.094, sem er 18,0% af heildinni, af gerðinni Mercedes Benz eru 954 eða 15,7%, af Bedford voru 515 eða 8,15% og Volvo 515 eða 8,5%. Lengri næturgist- ing og setustofa fyrir drykkjumenn ÞANN 23. október voru lið- in 5 ár frá því, að Gistiskýl- ið að Þingholtsstræti 25 var opnað, en þar fá húsa- skjól og aðhlynningu drykkjumenn í borginni, sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Hefur gistiskýlið verið opnað kl. 22 á kvöldin og veitt næturgisting, en menn orðið að fara út á morgnana. Nú, á 5 ára afmælinu, var opn- unartíma breytt og gistitími lengdur og er nú opnað kl. 19.30 á kvöldin. Auk þess hefur verið tek- in í notkun á efri hæð hússins, sem er gamla Farsóttarhúsið i Þingholtsstræti, ný setustofa með tómstunda- og sjónvarpsaðstöðu. Skálholts- kirkju gefnar 600 þúsund krónur DANSKUR vinur Skálholts- kirkju gaf kirkjunni um helgina 600 þús. fsl. kr., en þá var hann á ferð hér ásamt konu sinni. Maðurinn, sem heitir Kaj Kaae Sörensen, fór ásamt konu sinni, biskupi tslands og nokkrum öðrum vinum austur í Skálholt á sunnu- dag og við athöfn f kirkj- unni afhenti hann biskupn- um peningagjöf til Skál- holtskirkju að upphæð 600 þús. kr. fsl. Gjöfinni fylgir sú ósk, að fénu verði varið til þess að styrkja útgáfu bókar um endurreisn þá, sem orðið hefur f Skálholti. Nýkjörin stjórn Ánglfu Nýjungar í starfi Anglíu Félagið Anglia hélt aðalfund sinn 20. okt. sl. í húsakynnum enskunámsbrautar Háskóla ís- lands að Aragötu 14. I vetur tekur félagið til starfa með ýmsum nýjungum, m.a. verða mánaðarleg kaffikvöld á fyrsta fimmtudegi hvers mánaðar með kvikmyndasýningum, fyrir- lestrum og fleira. Bókasafn félagsins, sem hefur verið geymt út í bæ í áraraðir, er nú komið í herbergi félagsins að Aragötu 14. Verður það opið vikulega fyrir félagsmenn og væntanlega munu útlán hef jast upp úr áramótum. Enskunámskeið fara fram á vegum félagsins í fjórum hópum, en kennarar verða Peter Cahill frá Oxford háskóla og Frederick Heinemann frá New York State, sem báðir kenna við enskunáms- braut háskólans hér. Stjórn félagsins skipa: Alan Boucher formaður, Ellen Sig- hvatsson ritari, Garðar Fenger gjaldkeri, Erna Albertsdóttir skjalavörður, Colin Porter for- maður skemmtinefndar og Paul O’Keeffe, Bergur Tómasson og Aslaug Þórarinsdóttir meðstjórn- endur. Rekstur þessa gistiskýlis hefur gengið mjög vel og komið að mikl- um notum þessi 5 ár, síðan það var tekið í notkun. Þarna er sem- sagt veitt aðhlynning og nætur- gisting, en menn fá þar ekki inni ef þeir koma mikið drukknir. Byggt í Lýtings- staðahreppi Mælifelli, fyrsta vetrardag. SAMKVÆMT upplýsingum Kristjáns Guðmundssonar bygg- ingafulltrúa Lýtingsstaðahrepps er þessara framkvæmda helzt að geta í ár: Hið glæsilega félagsheimili sveitarinnar er nær fullbúið og verður vígt 1. des., ef áætlanir standast. Unnið er að endurbyggingu Reykjakirkju, eins og nýlega hef- ur verið sagt frá i Mbl. Viðbygg- ing er gerð við Steinsstaðaskóla, forstofa og kennarastofa. 360 kinda fjárhús er risið á Kristhóli og fjósbyggingar á Álf- geirsvöllum og Daufá. Stálgrinda- hús hafa verið reist á Varmalæk og í Laugardal, miklar byggingar, og stór bogaskemma á Fitjum. Þá var steypt 1100 rúmmetra hlaða á Brúnastöðum og verkstæðishús í Merkigarði. I Laugahvammi er unnið að mikilli stækkun íbúðarhúss hjá Stefáni Sigurðssyni, en Friðrik Ingólfsson hefur gert skemmti- lega sundlaug í hvamminum og búningshús við. Gnægð er þar af heitu vatni, eins og raunar víða i Lýtingsstaðahreppi. — — Séra Agúst. Fundu marihuana TOLLVERÐIR I Reykjavík fundu 12—13 grömm af marihuana í fór- um eins skipverja á Brúarfossi, þegar skipið kom til hafnar um helgina. Kannaðist maðurinn við að eiga þetta, og ætlaði hann að nota það í eigin þágu. Vitni vantar SL. fimmtudag, 31. október var ekið á bifreiðina R-35006, þar sem hún stóð á bílastæði við Mennta- skólann í Hamrahlfð. Gerðist þetta á tímabilinu 15—16.20. Bif- reiðin er ljósbrún Saab 96, og var vinstra frambretti rispað og dæld- að. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um þessa ákeyrslu, eru beðnir að hafa samband við rannsóknar- lögregluna. Kynningarstarf kvenna í Breiðholti III A síðastliðnu ári var stofnað félag kvenna í Breiðholti III, sem hlaut nafnið Kvenfélag Breið- holts III. Ætlunin er þó ekki að það verði endanlegt nafn félags- ins, þar sem i ráði er að breyta því á næsta aðalfundi. Aðalmarkmið félagsins er að stuðla að því að konur f hverfinu kynnist og geti unnið að ýmsu sameiginlega. Mun það m.a. efna til fræðslu- og skemmtifunda og efna til fjáröflunar til styrktar ýmsum málefnum. Næsti fundur félagsins verður í kvöld í Fellahelli (kjallara Fella- skóla). Á dagskrá verður Ind- landskvöld með myndasýningu. Um miðjan nóvember verður svo kökumarkaður og sælgætissala á sama stað og jólafundur verður haldinn 5. des.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.