Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1975 manna og iðnrekenda. Skoð- aðar voru Sútunarverksmiðja Sláturfélags Suðurlands, hús- einingaverksmiðja Verks H/F og Iðntækni H/F. Slíkar kynn- isferðir hafa verið farnar nokkrum sinnum og eru fleiri á áætlun Fll f vetur. Margt fróð- iegt kom fram 1 ferðinni og sjást þátttakendur hér skoða verksmiðju Verks H/F. F.I.Í. efnir til kynnis- ferða um iðnfyrirtæki FELAG íslenzkra iðnrekenda efndi í fyrradag tii kynnisferð- ar í nokkur iðnfyrirtæki, sem er liður f baráttu félagsins fyr- ir auknum skilningi á málstað iðnrekenda og þýðingu fslenzks iðnaðar fyrir þjóðina eins og Haukur Björnsson fram- kvæmdastjóri félagsins komst að orði. 1 ferðinni f gær voru 25 þátttakendur úr hópi aiþingis- manna, embættismanna, blaða- Gutenbergssýningin: Gömlu íslandi SVNINGIN á Kjarvalsstöðum hefir vakið verðskuldaða athygli. Margt manna var á fyrirlestri Ilaralds Sigurðssonar, bókavarð- ar, á fimmtudagskvöldið, en þar ræddi hann um bókaútgáfu Guð- brands biskups. t dag (sunnudag 16/11) flytur Hafsteinn Guðmundsson erindi á Gutenbergssýningunni og ætlar hann að fjalla um gömlu prent- verkin á íslandi, allt frá fyrsta prentverkinu að Hólum og fram undir síðustu aidamót. Koma þar við sögu prentverkin að Breiða- bólstað, Núpufelli, Hrappsey, Leirárgörðum, Beitistöðum, Við- ey og loks í Reykjavík (Lands- prentsmiðjan). Hér er á ferðinni sögulegt efni, sem litið hefir verið fjallað um opinberlega fram til þessa. prentverk in á Gamalt prentverk. Síldarsöltun og afmælis- hald hiá Eskfirðingum Eskifirði, 14. nóvember. 1 DAG hefur verið saltað f yfir 10 þúsund tunnur af síld hér á Eski- firði — hjá Auðbjörgu hf. yfir 5 þúsund tunnur, hjá Sæbergi hf. um 2 þúsund og Friðþjófur hf. 100 útköll hjá lögreglu í fyrrinótt MJÖG annasamt var hjá lögregl- unni í Reykjavfk f fyrrinótt. Fékk hún yfir 100 útköll. Mest bar á ölvunarútköllum og þá einkum við skemmtistaðina og gisti 31 fangageymslurnar í fyrrinótt en klefar eru 25, svo geymslurnar hafa yfirfyllzt. 5 ökumenn voru teknir vegna griíns um ölvun við akstur. Þá voru 3 innbrot kærð til lögregi- unnar. Það mesta þeirra var í skrifstofu Hafnarbíós sem er i Brautarholti. Ekki lá ljóst fyrir hve miklu var þar stolið en gífur- legar skemmdir voru unnar á skrifstofunni. hefur tekið á móti rúmlega 3 þús- und. I vikunni hefur verið saltað úr Lofti Baldvinssyni tvisvar um 80 lestum í annað skiptið en um 120—30 lestum í gær og í dag. Þá kom Faxaborg með um 80—90 lestir. Hafa þá báðir þessir bátar lokið við sinn veiðikvóta. Tregt hefur verið hjá togurun- um. Þrír togarar lönduðu í sl. viku og tveir í þessari, en öll skiptin með frekar lítinn afla. Aftur á móti er veiði góð hjá linubátum þegar gefur á sjó. Um þessar mundir er Eski- fjarðarkirkja 75 ára en hún var vígð 7. október árið 1900. Þessa verður minnst með hátiðarguð- þjónustu og hátiðartónleikum næsta sunnudag. Við hátiðarguð- þjónustuna á sunnudag mun biskupinn yfir íslandi prédika. Þá verða og aðrir prestar fjórðungsins viðstaddir. Á hátíðartónleikunum mun tón- listarkennarinn hér, Tavel Smid, leika á orgel kirkjunnar, en auk þess leikur hann ásamt Gunnari Björnssyni sónötu fyrir selló og orgel. Þá mun siysavarnadeildín Haf- rún minnast 40 ára afmælisfélags- ins á morgun, Iaugardag, með samsæti í Félagsheimilinu Val- höll. Verður þar margbreytileg dagskrá og síðan verður dansað fram eftir nóttu. — Ævar Steinbjörn Jónsson situr hér gæðinginn Létti frá Reynisstað, sem hann sýndi á Fjórðungs- mótinu á Einarsstöðum 1969 og stóð Léttir efstur í flokki gæðinga. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir því að námsmenn fái svipaða fyrirgreiðslu og áður EFTIRFARANDI bókun vegna lánamála námsmanna var gerð á fundi rfkisst jórnarinnar á fimmtudaginn: „Það er stefna ríkisstjórnarinn- ar að öllum sem geta og vilja verði gert kleift að stunda nám án tiilits til efnahags, enda stundi þeir námið samvizku- samlega. Markmiðið er þvi að afla til Lánasjóðs is- lenskra námsmanna og annarr- ar fjárfyrirgreiðslu við náms- menn þess fjár, sem þarf til að framkvæma þá stefnu, enda sé gætt fyllsta aðhalds með það fyrir augum, að þeir njóti aðstoðar sem þess þurfa. Ríkisstjórnin beitir sér fyrir, að afgreiddar verði frá Alþingi á þessu ári breytingar á löggjöf um Lánasjóð islenskra námsmanna, einkum að því er varðar verð- tryggingu og endurgreiðslur lána. Reglur um útlán verði endur- skoðaðar nú þegar, einkum að þvi er varðar tekjuútreikning hjá lán- þegum og mökum þeirra. Rikisstjórnin beitir sér fyrir því að gera Lánasjóði kleift að veita sem næst hliðstæða fyrirgreiðslu á þessu skólaári og að undanförnu að breyttum lögum og útlánaregl- um skv. áðursögðu." Þá barst Morgunblaðinu eftir- farandi i gær: „í tilefni af yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá 13.11.1975 gerir Kjarabaráttunefnd námsmanna svohljóðandi samþykkt: Ríkisstjórnin virðist nú hafa horfið frá þeirri stefnu sem kem- ur fram f fjárlagafrumvarpinu, að stóran hluta námsmanna eigi að hrekja frá námi með því að skerða námslán um næstum helm- ing. Af bókun ríkisstjórnarinnar er að ráða að hún hyggist nú virða ótvíræð lagaákvæði þess efnis að óheimilt er að skerða námsaðstoð milli ára. Ætti það i sjálfu sér ekki að vera neitt fagnaðarefni, en er þó jákvæð breyting frá þeim kjaraskerðingaráformum sem sett voru fram í fjárlagafrum- varpinu. Hitt lítur Kjarabaráttunefnd mjög alvarlegum augum, að ríkis- stjórnin virðist ætla að gera breytingar á lögum um námsað- stoð að skilyrði fyrir því að náms- lánin fái viðunandi afgreiðslu á fjárlögum. Námsmenn hafa verið fúsir til breytinga á Iögum um námsaðstoð og lögðu fyrir tveim árum fram itarlegar tillögur þar að lútandi. Ríkisvaldið hefur hins vegar verið afar seint i svifum við þesa lagaendurskoðun. Sá sila- gangur stjórnvalda hefur valdið þvi að endurskoðun er nú alls ekki lokið, og því er það dólgs- háttur af versta tagi ef námsmenn eiga að gjalda hægfara vinnu- bragða ríkisvaldsins. I framhaldi af yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar mun Kjarabaráttu- nefnd berjast fyrir því að Alþingi afgreiði fjárlög með viðunandi framlögum til námslána, hvort sem ríkisvaldinu tekst að ljúka við endurskoðun á lögum um námsaðstoð eða ekki. Reykjavík 13.11. 1975. Kjarabaráttunefnd námsmanna." Fulltrúar stjórnmálaflokk- anna gestir á aðalfundi FEF AÐALFUNDUR Félags cin- stæðra foreldra verður að Hótel Esju mánudagskvöldið 17. nóv- ember og hefst hann kl. 21. Jó- hanna Kristjónsdóttir, formaður FEF, flytur skýrslu fráfarandi stjórnar, lesnir verða reikningar. lagðar fyrir tillögur um laga- breytingar og siðan verður kjörin ný stjórn félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum mun Hulda Björnsdóttir, talsmað- ur trygginganefndar FEF, gera Framhald á bls. 46 Laxveiði á íslandi hefur sjöfaldast á Aðalfundur Landssambands stangveiðifélaga hófst á Hótel Sögu í gær og lýkur f dag. 1 sam- bandi við aðalfundinn er þess minnst að 25 ár eru frá þvf að landssambandið var stofnað 29. október 1950. I stuttu samtali við Morgun- blaðið sagði Hákon Jóhannsson, formaður L.S. að helztu málin, sem sambandið hefði unnið að á síðasta aldarfjórðungi hefðu verið stofnun fiskræktarsjóðs, sl. 30 árum fiskrækt, fiskeldi, aukin friðun og að fá lax- og silungsveiðilöggjöf- inni breytt með tilliti til þessa. 5 ár eru nú liðin frá stofnun Fiskræktarsjóðs og hefur með fyrri úthlutun þessa árs alls verið úthlutað 21.281.000 kr. úr sjóðn- um, en tekjur hans eru fjárveit- ing úr ríkissjóði, 2% gjald af skírum veiðitekjum, sem inn- heimtast af veiðifélögum og 3% af óskírum tekjum vatnsafls- stöðva í landinu, sem selja orku til almennings. Steinbjarnar Jónssonar minnzt við setningu ársþings L.H. I septembermánuði s.I. andað- ist Steinbjörn Jónsson, bóndi á Hafsteinsstöðum. Steinbjörn var kunnur hestamaður bæði innan héraðs sem utan og átti m.a. um langt árabil sæti á ársþingum L.H. Albert Jóhannsson, for- maður L.H., minntist Stein- bjargar i setningarávarpi sínu á 26. ársþingi L.II. um síðustu helgi og fara hér á eftir minningarorð hans: „Þá vil ég minnast nokkrum orðum fallins félaga. Síðastliðið sumar lézt á bezta aldri einn af þekktustu hestamönnum þessa lands, Steinbjörn Jónsson, bóndi á Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Steinbjörn heitinn átti um langt árabil sæti á ársþingum L.H. og var þar sem annars staðar hin traustasta stoð. Hann var einnig formaður hestamannafélagsins Stíganda, er hann lézt. Steinbjörn var afburða snjall hestamaður og leiddi oft gripi þá til sigurs, sem hann sýndi á hestaþingum og mótum. Við munum hann sem hinn hægláta, glaða félaga, sem söng flestum mönnum bjartar og betur. Skarðið hans er vandfyllt. Ég vil biðja þingheim að rísa úr sætum og votta honum virðingu og þökk.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.