Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 5 Hausthappdrætti Sjáfistaeðisflokksms HAUSTHAPPDRÆTTI Sjálí- stæðisflokksins er nú að hefjast. Miðar hafa verið sendir út til fiestra flokksmanna. en enn eiga nokkrir eftir að fá sina miða. Dre»íið vcrður í happdrættinu þann 15. nóvember 1980 og er drætti aldrei frestað. Að þessu sinni eru tveir vinningar í happ- drættinu, Toyota-bifreið að verð- mæti kr. 7,7 miiljónir og mynd- segulbandstæki að verðmæti kr. 1,6 miiljónir. Heildarverðmæti vinninga er þannig krónur 9.350.000,-. Og vinningarnir ganga áreiðan- lega út, sagði Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins, vegna þess að við drög- um aðeins úr seldum miðum. Kjartan sagði, að happdrætti Sjálfstæðisflokksins sem að jafn- aði væru haldin tvisvar sinnum á ári, eða vor og haust, væru ein allra hejzta tekjuöflunarleið flokksins. í happdrættunum gæf- ist hinum almenna flokksmanni og öðrum stuðningsmönnum flokksins gott tækifæri til að sýna stuðning sinn við flokkinn í verki. Upp á síðkastið hefur dálítið verið skrifað um fjármál Sjálfstæðis- flokksins, sagði Kjartan. Ég ætla ekki að svara því neinu hér, en það má öllum vera ljóst, að það er dýrt að reka stóran flokk og við þurfum á miklu fé að halda um þessar mundir. í bréfi sem undirritað er af formanni flokksins Geir Hall- grímssyni og framkvæmdastjóra hans segir m.a.: „Öflug starfsemi Sjálfstæðis- flokksins krefst stöðugrar fjáröfl- unar frá stuðningsmönnum flokksins. Happdrætti flokksins eru ein helzta leið flokksins til fjáröflunar vegna flokksstarfsins. Mikil verkefni eru framundan í íslenzkum stjórnmálum. Treysta þarf frelsi og framtíð landins og bæta hag og afkomu þjóðarinnar. Þessi verkefni verða aðeins leyst af öflugum Sjálfstæðisflokki. Því ríður á, að Sjálfstæðismenn herði baráttuna fyrir góðum máistað og efli samtök sín. Við biðjum alla, sem styðja markmið og stefnu Sjálfstæðisflokksins að sameinast um að happdrættið megi skila sem skjótustum og allra beztum ár- angri." Eg vil eindregið taka undir þá greiðsluhvatningu sem fram kem- ur í þessu bréfi, sagði Kjartan Gunnarsson að lokum. Það er óskaplega mikilvægt að flokks- menn geri sér fulla grein fyrir því að öflugt flokksstarf krefst um- talsverðra fjármuna og þeir fjár- munir geta hvergi annars staðar komið frá, heldur en frá flokks- mönnum sjálfum. Skil í happdrætti Sjálfstæðis- flokksins má í Reykjavík gera í skrifstofu flokksins í Valhöll við Háaleitisbraut 1, en út um land hjá umboðsmönnum happdrættis- ins á hverjum stað, en ávinningur að happdrættinu úti á landi renn- ur til flokksstarfseminnar í við- komandi kjördæmi. HAUSTHAPPDRÆTTl T7ECHSF LOK KSINS 1980 vwro Kr. 2000,- DREQO 15. NÓVEMBER «80 Lundúnaferðir Útsýnar vikulega Ferðaskrifstofan ÚTSÝN gengzt fyrir ódýrum Lundúnaferð- um i hverri viku yfir vetrarmánuðina, eins og hún hefur gert mörg undanfarin ár. Auk vikuferðanna, sem standa frá laugardegi til iaugardags, er einnig boðið upp á helgarferðir frá fimmtudegi til þriðjudags með meira en helmings afslætti á fargjaldi. Gist er á þekktum hótel- um í miðborginni, sem liggja vel við viðskiptaerindum og leikhúss- og skemmtanalífi heimsborgar- innar. Á næstunni býður Útsýn 2 ferðir með sérstökum vildarkjör- um, sem byggð eru á leiguflugs- kjörum og stórlækkuðu verði á gistingu. Eru það helgarferðir frá laugardegi til þriðjudags með innifalinni gistingu, með enskum morgunverði, flutningi milli Heathrow-flugvallar og hótels og fararstjórn fyrir aðeins 191 þús- und, en almennt fargjald er nú kr. 353.600. Fyrri ferðin stendur 8,— 11. nóvember er hin síðari 29. nóv,—2. des. Fararstjóri Útsýnar í Lundúnaferðum er Kristín Hauks- dóttir, sem stundar þar nám í leikhúsfræðum og er þaulkunnug borginni og leikhúsviðburðum. Útsýn vekur athygli á rang- hermi í fréttatilkynningu Sam- vinnuferða-Landsýnar í Mbl. 26. þ.m., um fyrsta leiguflugið með Boeing 727-200, sem hafi farið á vegum Samvinnuferða. Fyrsta leiguflugið með þessum nýja far- kosti Flugleiða hf. var á vegum Útsýnar til Malaga hinn 2. október sl. og með þeirri flugvél fljúga Útsýnarfarþegar í Lundúnaferð- um sínum (Fréttatiikynning frá Útsýn). Sýningu Braga lýk- ur næsta sunnudag Aðgangur ókeypis fyrir skólanemendur AÐ Kjarvalsstöðum stendur nú yfir umfangsmesta sýning myndlistarverka sem sett hef- ur verið upp í húsinu til þessa. Er um að ræða yfirlitssýningu Braga Ásgeirssonar sem spann- ar 33 ára feril hans á myndlist- arvettvangi, sem mikla athygli hefur vakið. Sýningin stendur of stutt yfir, en henni lýkur á sunnudagskvöld, 2. nóvember. Til þess að gefa sem flestum tækifæri til þess að skoða hana býður Bragi skólanemendum í fylgd með kennurum eða gegn framvísun skólaskírteina ókeyp- is á sýninguna á fimmtudag og föstudag (í dag og á morgun). ÍJPT0FRA- DISKURINN Ryksugan sem svífur HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun. vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogstyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 lítra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur lettasta ryksuga sem völ er á, hún liður um gólfið á loftpúöa alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. Eg erléttust... búin 800Wmótor og 12 lítra rykpoka (Made inUSA) Verö kr. 139.900.- FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 HOOVER er heimilishjálp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.