Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
KORFUKNATTLEIKUR
Hurley þungt haldinn
éftir umferðarslys
Bobby Hurley, leikmaður NBA-
liðsins Sacramento Kings,
liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi
í Kaliforníu eftir umferðarslys á
sunnudagskvöld. Hann er mikið
slasaður, bæði lungun féllu saman
og mörg rifbein brotnuðu. Hann
var í 8 klukkustundir á skurðar-
borðínu. Læknar sögðu í gær að
hann væri enn í lífshættu.
Huriey, sem er 22 ára, gekk
til liðs við Kings fyrir þetta keppn-
istímabii — kom frá Duke háskól-
anum og þótti einn besti leikmað-
ur háskóladeildarinnar í fyrra.
Hann var á heimleið í bíl sínum
eftir leik Sacramento gegn Los
Angeles Clippers á sunnudags-
kvöld er hann lenti í árekstri
nokkrum mflum frá Arco Arena,
þar sem Kings-liðið leikur. Hur-
ley, sem var ekki með böbelti,
kastaðist út úr bílnum við árekst-
urinn og lenti í skurði utan vegar.
Stefán hættur að
þjáifa KR-stúlkur
Stefán Arnarson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR hefur skrifað
meistaraflokksráði félagsins bréf þar sem hann óskar eftir að láta
af störfum. Þegar Morgunblaðið spurði hann í gærkvöldi hvort hann
væri hættur að þjálfa KR stelpurnar, sagði hann: „Já, eiginlega en ætli
sé ekki best að þú talir við stjórnina hjá KR."
Þorvaldur Karl Helgason er formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá
'KR og þegar hann var spurður hvort Stefán væri hættur með kvennalið
félagsins játti hann því „Hann segir það. Annars hafði hann samband í
hádeginu í dag [í gær] og vildi fá að hugsa sig aðeins um. Stefán er
mjög metnaðarfullur þjálfari og hefur sett fram ákveðnar óskir um hluti
sem hann telur að verði að breyta. Við erum ánægð með starf hans, ég
vona að þetta sé bara jólaþreyta hjá honum."
Til KR
FALUR Harðarson, sem hefur alla tíð
leikið með ÍBK, hefur ákveðið að
breyta til og leika með KR í janúar.
Góður tími
til að prófa
- segir Falur Harðarson sem fer í KR
Falur Harðarson körfuknattleiks-
maður ákvað í gær að ganga
til liðs við KR-inga og leika með
Vesturbæjarliðinu í janúar, en Falur
hefur undanfarin ár verið við nám
í Bandaríkjunum en ætlar að nota
jólafríið til að taka þátt í íslands-
mótinu með KR-ingum. Áður en
Falur hélt til Bandaríkjanna hafði
hann alla tíð leikið með Keflvíking-
um í körfuknattleik og lék sinn
fyrsta meistaraflokksleik þegar
hann var 16 ára gamall. Alls hefur
hann leikið um 200 leiki með meist-
araflokki ÍBK og 38 sinnum hefur
hann klæðst landsliðspeysu íslands.
Falur sagðist. í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi hafa hugsað
málið vel og vandlega. „Ég er
ákveðinn í að leika með KR-ingum.
Ég kem heim á laugardaginn og
síðan eru spennandi leikir framund-
an í janúar og baráttan er mikil í
riðlinum. Ég veit auðvitað ekki hvað
framtíðin ber í skauti sér en þó ég
fari í KR núna þá segir það ekkert
um að ég verði þar þegar ég kem
FOLK
¦ ROLAND Nilsson, sænski
landsliðsbakvörðurinn hjá Sheffi-
eld Wednesday hefur samþykkt
að vera áfram hjá félaginu til yors,
en hann hafði áður ákveðið að rifta
samningi sínum við félagið og fara
heim fyrir jól.
¦ NILSSON hefur samið þannig
við forráðamenn Wednesday að
hann fái að fara í vor án þess að
greiðsla komi fyrir hann, með því
skilyrði reyndar að hann leiki með
liði heimabæjar hans, Helsingborg,
og engu öðru.
¦ NILSSON  er  fastamaður  í
** sænska landsliðinu, sem tekur þátt
í úrslitakeppni HM á næsta ári.
Fyrst hann leikur til vors verður
hann með í Bandaríkjunum, en
hefði hann hætt um jól voru engar
líkur taldar á því.
¦ LINFORD Chrístie, breski
ólympíumeistarinn í 100 m hlaupi,
útilokar ekki að hann reyni að verja
titil sinn á leikunum í Atlanta 1996.
Christie verður 36 ára þegar leik-
arnir fara fram, en telur að hann
hafi ekki náð hátindi ferilsins; hann
verði betri með hverju árinu sem
líður.
¦ IAN Wríght, enski landslið-
smiðherjinn hjá Arsenal, hefur ver-
ið valinn leikmaður ársins hjá félag-
~ inu af stuðningsmönnum þess. Val-
ið tekur ekki til hvers keppnistíma-
bils heldur ársins. Wright fékk
nærri helming af þeim 4.000 at-
kvæðum sem send voru inn.
¦ BOBBY Robson, fyrrum
landsliðsþjálfari Englands, sem
hætti sem þjálfari Sporting í Port-
úgal á dögunum, hefur lýst yfir
áhuga á að taka við þjálfun Ever-
ton. Hann er orðinn 61 árs, en seg-
ist enn vilja freista þess að ná meist-
aratitli sem þjálfari.
¦ STEVE   Coppell,   fyrrum
' „stjóri" Crystal Palace, var sterk-
lega orðaður við starfið hjá Ever-
ton sem losnaði eftir að Howard
Kendall sagði upp. Coppell hefur
nú verið ráðinn framkvæmdastjóri
Samtaka framkvæmdastjóra í
ensku deildarkeppninni, þannig að
starfið hjá Everton er úr sögunni.
Bobby Robson þykir því líklegastur
til að hreppa hnossið.
L_______________________I
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
Reuter
Alberto Tomba í fyrri ferð svigsins á Italíu í gær, er hann náði lang besta tímanum. Sigur hans í gær var sá fímmti
í Sestriere í heimsbikarkeppninni, en þar vann hann fyrsta sigurinn á heimsbikarmóti fyrir fímm árum.
„Sprengjan" kann vel
við sig í Sestríere
ÍTALSKA „sprengjan" Alberto Tomba eða „La bomba" einsog
hann er kallaður í heimalandinu, fagnaði sigri ísvigi heimsbikars-
ins fyrir framan þúsundir ítalskra aðdáenda á heimavelli, í Sestri-
ere ígær. Þetta var 31. sigur hans í heimsbikarnum og ífimmta
sinn sem hann sigrar íSestriere.
Tomba, sem verður 27 ára á
sunnudaginn, á góðar minn-
ingar frá Sestriere því þar sigraði
hann í fyrsta sinn á heimsbikar-
móti 1987, vann þá bæði svig og
stórsvig. Eftir að hafa náð aðeins
17. sæti í stórsvigi í Val d'Isere á
mánudag var hann gagnrýndur
mjög í ítölskum fjölmiðlum. En
hann sannaði það í gær að hann
er enn einn besti skíðamaður heims
í svigi. „Ég hafði sett markmiðið
að sigra i Sestriere og sýna og
sanna að ítalskir skíðamenn eru í
fremstu röð," sagði Tomba, sem
hafði ekki unnið mót á ítalíu í tvö ár.
Hann var með besta tímann í
fyrri umferð og var 0,75 sekúndum
á undan Thomasi Stangassinger frá
Austurríki, sem hefur forystu í sam-
anlagðri svigkeppni. Norðmaðurinn
Ole-Christian Furuseth, sem hefur
ekki átt miklu velgengni að fagna
í vetur, átti frábæra síðari umferð
og vann sig úr 12. sæti upp í það
þriðja.
Þrír af fimm fyrstu eftir fyrri
umferð féllu í síðari umferð og
hættu keppni. Þeir voru Svíinn
Thomas Fogdö, sem var með næst
besta tímann, Thomas Sykora frá
Austurríki, sem var með þriðja tím-
ann og heimsbikarhafinn Mare
Griardelli, sem var fimmti eftir fyrri
umferð. Ula hefur gengið hjá Girar-
delli að undanförnu og talið ólíklegt
að hann verji titilinn.
Kjetil-Andre Aamodt frá Noregi
heldur áfram að safna stigum og
tryggði enn frekar efsta sætið í
stigakeppninni með því að ná sjö-
unda sæti í gær. Hann hefur nú
357 stig, en Gönther Mader frá
Austurríki er næstur með 342 og
Tomba í þriðja sæti með 294 stig.
alkominn heim," sagði Falur.
Falur hefur verið við nám í tölv-
unarfræði í Bandaríkjunum undan-
farin ár og lýkur námi í yor og
komi þá alkominn heim. „Ég held
að þetta sé góður tími fyrir mig til
að prófa eitthvað nýtt. Það voru í
rauninni bara Keflavík og KR sem
komu til greina hjá mér og ég ákvað
að prófa KR," sagði Falur.
FriðrikeinnigíKR
Hinn ungi og' hávaxni unglinga-
landsliðsmaður úr Vestmanneyjum,
Friðrik Stefánsson, hefur einnig
ákveðið að ganga til liðs við KR
og kemur til liðsins eftir áramótin.
Friðrik hóf körfuknattleiksferil sinn
á dálítið sérkennilegan hátt, nefni-
lega í landsliði undir stjórn Axels
Nikulássonar, og hefur hann nær
eingöngu leikið með landsliðum til
þessa, ekki félagsliðum.
URSLIT
Skíði
Heimsbikarinn
Sestriere, ítalíu:
Svig karla
(Fyrri brautin var 72 hlið og síðari 67 hlið,
fallhæð 210 metrar).
l.AlbertoTomba(Italíu)................1:58.38
(57.75/1:00.63)
2. T. Stangassinger (Austurr.).......1:59.13
(58.26/1:00.87)
3. Ole-Chr. Furuseth (Noregi)............1:59.56
. ¦ (59.51/1:00.05)
4. Finn-Christian Jagge (Noregi) ...1:59.69
(59.05/1:00.64)
5. Bernhard Gstrein (Austurríki) ....2:00.08
(59.22/1:00.86)
6. Peter Roth (Þýskal.)...................2:00.22
(59.51/1:00.71)
7. Kjetil-Andre Aamodt (Noregi) ....2:00.23
(58.88/1:01.35)
8. Jure Kosir (Slóveníu)..................2:00.62
(59.40/1:01.22)
9. Michael Von Gruenigen (Sviss) ...2:00.67
(1:00.14/1:00.53)
10. Giinther Mader (Austurríki).......2:00.79
(59.23/1:01.56)
Körfuknattleikur
NBA-deildin
New Jersey — Miami.....................110:105
¦Leikurinn var tvíframlengdur. Eftir fyrri
framlengingu var staðan 95:95. Miami gerði
fimm fyrstu stigin í síðari framlengingu,
en Ne^s svaraði með sjö næstu og náði síð-
an yfirhöndinni og tryggði sér sigur 110:105
og geta þakkað það þriggja stiga körfum
frá Kevin Edwards og Chris Morris á loka-
mínútunum. Kenny Anderson setti persónu-
Iegt stigamet, gerði 32 stig, átti 11 stoð-
sendingar og tók 10 fráköst. Þetta var í
annað sinn f vetur sem hann nær „þrennu".
Glen Rice var stigahæstur í liði gestanna
með 39 stig og Rony Seikaly kom næstur
með 27.
Boston — Philadelphia..................112:107
¦Dee Brown gerði 35 stig fyrir Boston og
er það stigamet hjá honum. Þetta var fyrsti
sigur Boston í þremur leikjum, en liðið hef-
ur haft tak á Philadelphiu í gegnum árin
því þetta var 23. sigurinn í 26 leikjum.
Phoenix — Milwaukee........:..........112:104
¦Kevin Johnson gerði 32 stig fyrir Phoen-
ix, en það var Dan Majerle sem gerði mikil-
væga þriggja stiga körfu þegar 3 mín. voru
eftir. Charles Barkley gerði 28 stig og tók
21 frákast, sem er met hjá honum í vetur.
Þetta var sjötti sigur Phoenix í röð. Todd
Day var stigahæstur í liði Milwaukee með
21 stig.
Utah - San Antonio........................102:87
¦ Karl Malone gerði 27 stig og var mikil-
vægur f iiði Utah sem vann sjöunda heima-
leikinn í röð. John Stockton og Tom Cham-
bers komu næstir með 16 stig. David Robin-
son var bestur í liði gestanna með 23 stig.
Golf
Jólamót Púttklúbbs Ness
Mótið haldið í Gólfheimum 14. desember.
Úrslit voru sem hér segir:
Konur
Inga Ingvarsdóttir....................................70
Kristín Hálldórsdóttir...............................70
ÞorbjörgJónsdóttir..................................70
Karlar
Vilhjálmur Halldórsson............................61
KarlSölvason...........................................63
Ágúst Friðþjófsson...................................67
¦23 keppendur tóku þátt.
tbmmtmmmmmawmrmmmmmwmmmr'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52