Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						36  LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Aldur er bara
tala á blaði
Fyrir tæpum fimmtíu árum varð Ansa
Súsanna Hansen Færeyjameistari í hand-
knattleik. A sjötugsaldri hóf hún nám í fjöl-
brautaskóla í Noregi og lét sig ekki muna
um að verja mark skólans á íþróttamóti og
sýndi þar að hún hefur engu gleymt.
Hvenær eru síðustu forvöð á
að fara í skóla hafa margir
spurt sig þegar árin færast
yfir en einhver ævintýraþrá er enn
til staðar. Svörin eru margvísleg en
þegar Ansa Súsanna Hansen átti að
svara þessari spurningu hnussaði
rækilega í henni því spurningin var
að hennar mati út í hött enda er ald-
ur fyrir henni aðeins tala á blaði,
sem hefur ekkert að segja. Því til
staðfestingar skellti hún sér í
sjúkraliðanám þrítug og 30 árum
síðar, nokkuð eftir sextugsafmælið
sitt, lét hún sig ekki muna um að
drífa sig í fjölbrautaskóla í Noregi til
að læra fótaaðgerðafræði og í kjölfa-
rið opna fótaaðgerðastofu í Kópa-
voginum. Og þar sem hún neitar að
virða aldursmörkin reyndist skóla-
félögum hennar, sem kölluðu þenn-
an samnemanda sinn „súpergrand"
upp á enskuna, ekki erfitt að sann-
færa hana um að hún hefði engu
gleymt frá því hún var markvörður
og Færeyjameistari í handknattleik
með Dúgvan frá Sörvági tæplega
fimmtíu árum áður. Ansa „lillemor"
Súsanna þurfti ekki að hugsa sig um
tvisvar áður en hún smeygði á sig
markvarðarhönskunum til að verja
mark skólans á íþróttamóti. Það lá
því beinast við að forvitnast nánar
um þessa hressu konu.
Það gekk ekki þrautalaust að ná
tali af Onsu Súsönnu því nóg var að
gera á stofunni í Gullsmáranum í
Kópavoginum. Hún var ekki á því að
taka tíma frá viðskiptavinum sínum
fyrir eitthvað sem henni þótti ekki
merkilegt en það gekk að lokum.
Ansa Súsanna er búin að koma sér
vel fyrir þar enda sagði hún ákveðin
að það yrði að bjóða fólki upp á al-
mennilega þjónustu og ekkert múð-
ur með það.
Eins og títt er um ungt fólk um
allan heim blundar alltaf ævintýra-
þrá og þegar Ansa var 18 ára hleypti
hún heimdraganum eftir að hafa
fengið vilyrði fyrir vinnu á Vífils-
stöðum. Á íslandi hefur hún búið
síðan en tekur fram að Færeyjar
verði alltaf hennar land og Ansa seg-
ir að viðhorf íslendinga til Færey-
inga hafi breyst í gegnum tíðina.
„Mér fannst íslendingar frekar líta
niður á Færeyinga eins og algengt
er með stærri þjóðir en það hefur
breyst. Sérstaklega var það eftir að
snjóflóðin urðu fyrir vestan þegar
erfiðleikar voru í Færeyjum en
haldin var fjáröflun og svo til allir
Fæeyringar gáfu þó hart væri í ári,
mikið atvinnuleysi og ellilífeyrir
naumur. Fólk, sem heyrði að ég
væri frá Færeyjum, kom oft til mín
og þakkaði kærlega fyrir."
Talinu er næst vikið að íþrótta-
ferli hennar og hún látin viðurkenna
afrek sín. „Ég var í bæjarliðinu í
Sörvági, sem hét Dúgvan og þýðir
dúfan. Þar var ég í markinu og ég
held bara að ég hafi verið alveg ág-
æt," sagði Ansa stolt og bar höfuðið
hátt. „Meira að segja þegar ég var
farin í vist á annarri eyju var náð í
mig til að leika í úrslitaleiknum því
maður stendur með sínu fólki. Við
unnum líka leikinn svo að ég hef ég
verið Færeyjameistari í handbolta,"
bætti Ansa við og ekki laust við að
brygði fyrir færeyskum áherslum.
Ansa Súsanna Hansen var lengi
búin að ganga með í maganum að
fara að læra eitthvað því hún gerði
sér grein fyrir að sjúkraliðavinna
var af verða of erfið líkamlega fyrir
hana en svo langaði hana líka að
vinna eitthvað sjálfstætt. Hún skoð-
aði ýmislegt sem var í boði og í milli-
tíðinni fór hún í Námsflokkana til að
bæta við sig efnafræði, stærðfræði,
dönsku og fleiru auk þess að fara á
-hf
Á íþróttadeginum tóku nemendur þátt í einhverri útiveru. Hér er knatt-
spyrnulið skólans með markvörðinn Önsu Súsönnu fremstan í flokki.
Færeyjameistarar í handknattleik haustið 1953. Markvörðurinn, Ansa Súsanna Hansen, er fyrir miðju.
námskeið hjá Rauða krossinum.
Hún sótti um skólavist í Noregi en
það leið og beið án þess að svar bær-
ist svo að börn Önsu tóku sig til og
hringdu út. I ljós kom að umsóknin
hafði ekki borist svo að önnur var
send út með hraði og viku áður en
skólinn hófst kom svar þar sem
Ansa var boðin velkomin. „Ég var
alveg að guggna en þá sögðu blessuð
börnin mín að ég yrði sko borin út í
flugvél," sagði Ansa. „Ég fór þá bara
út í vél með töskurnar mínar en vissi
ekki hyað yrði með húsnæði næstu
nótt. Ég fékk inni á hóteli fyrstu
nóttinu og labbaði svo niður í bæ,
spurðist fyrir og auglýsti eftir hús-
næði og fékk strax leigt 25 fermetra
herbergi svo að ekki væsti um mig
og þar bjó ég í tvö ár og það gat
varla verið betra."
„Súpergrand"
Þar með var Ansa komin í 1.700
nemenda fjölbrautaskóla í Sande-
fjord, sem er stutt frá Ósló í Noregi.
Námið var til þriggja ára en Ansa
Súsanna gat teltið það á tveimur ár-
um því sjúkraliðamenntun hennar
var metin til eins árs. „Ég var lang-
elst, miklu eldri en kennararnir og
yngstu nemendurnir voru rúmlega
sextán ára enda gengu flestir sem
komu í heimsókn beint til mín,"
sagði Ansa Súsanna hlæjandi. „Ég
var því eins og mamma og amma
þeirra enda fékk ég viðurnefnið súp-
ergrand því ég var oft eins og vara-
mamma eða jafnvel varaamma þeg-
ar krakkarnir leituðu til mín, oft til
að tala, en svo var líklega gott að
láta þá „lillemor" stappa í sig stál-
inu. Það kom sér líka vel þegar ein-
hver hitamál komu upp að geta talað
krakkana til áður en þeir gerðu eitt-
hvað róttækt enda fékk ég góða ein-
kunn í samskiptafræðum. Það þótti
einnig spaugilegt þegar ég og annar
nemandi, sem var rúmlega fertug
kona, fórum eitthvað með krökkun-
um því við vorum eins og ungaömm-
ur en fyrir hinum nemendunum var
ég bara ein af stelpunum," bætti
Ansa við, en voru ekki viðbrigði að
setjast á skólabekk? „Jú, það var
skrýtið því ég kunni ekki neina nám-
stækni auk þess að þurfa að læra
norskuna og oft brá mér þegar ein-
hver setti lappirnar upp á skóla-
borðið en smám saman hætti ég að
taka eftir því. Mér leiddist ekki einn
einasta dag og mætti í alla tíma enda
var þetta oft eins og að verða ung í
annað sinn og svei mér þá ef ég hefði
ekki verið til í að vera eitt ár í viðbót.
Skólayfirvöld voru mér lfka góð og
skólastjórinn sagðist stoltur yfir að
fá eldri nemanda."
Láttu verða af því
Það er ekki sjá að Ansa virði ald-
ursmörkin sín enda hefur hún skoð-
un á því hvað sé að vera gamall og
hvað ekki.„Aldur er bara tala á blaði
og hefur ekkert að segja þvi mest
veltur á því hvernig þú upplifir sjálf-
an þig. Ef þú ert frískur og þig lang-
ar til að gera eitthvað og hefur tæki-
færi til þess þá láttu fyrir alla muni
verða   af   því.   Fyrir   mig   skipti
Einn meðal drauma
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Ögraðu mér þá, Einvera!
Gjör aðför að mínu hinsta vígi
og veg minn sjúka draum um sælu hér.
Þúsvimafólajörð,
látsverðiðfallaogber
framallaþínalaunung
í ljósið, þessa heiðnu morgunstund,
í þessa hljóðu andrá fyrir dauðans dag
er drungalegar raddir kalla
mig heim að fæðast aftur - á annarri
grund.
Nú steðjar Einvera mín að ystu mörkum.
Mín ævi leið í draumi skyggni og glapa
og því er jörðin mér úr lófa laus -
En lifinu mun ég aldrei, aldrei tapa -
(TorJonsson.)
Draumurinn er einvera, skynjun
mín af sjálfum mér og heiminum um
kring. Hann er eyland þeirra eðlis-
þátta sem gera mig að þeim manni
sem ég er, og ég einn skil. Draum-
urinn er samnefnari þeirra þátta
sem skapa einstakling úr manni,
meðvitaða persónu úr óræðum hvít-
voðungi og hugsandi veru efna-
skipt\a.
Eg á förnum vegi og tókum við tal
saman. Hann sagði að lífið væri
ekkert annað en rafboð og því væri
ekkert líf að þessu loknu, hann gat
hins vegar ekki útskýrt drauma
sína sem margir hverjir tengdust
óorðnum atburðum, svo sem
draumi sínum um snjólausa tíð hér
sunnanlands nú eftir áramótin.
Framtíðin er jafn óskiljanleg og
líf eftir dauðann, þar sem engin
áþreifanleg rök eru fyrir þeim sann-
leika, aðrar en staðreyndir málsins,
svo sem sagnir manna af upplifun-
um um líf handan þessa og draum-
arnir. Ófáir eru þeir draumar, vott-
aðir og skjalfestir sem sagt hafa
fyrir um líf manna og náttúrufar,
draumar nýrra uppgötvana og
framfara, draumar um annað líf og
draumurinn um dauðann. Skynjun
mannsins er sterk en þegar áreitin
á meðvitundina hverfa með svefnin-
um og draumarnir taka við, marg-
faldast kraftur skynjunarinnar og
við „sjáum" gegnum þau tjöld sem
skilja framtíðina frá núinu og lífið
frá dauðanum. Þeir sem rækta
drauma sína og innra líf komast því
fljótt að raun um sannleika þessa
máls og verða hæverskir í fram-
Handan svefntjaldsins.
Mynd/Kristján Kristjánsson
W
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32
Page 33
Page 33
Page 34
Page 34
Page 35
Page 35
Page 36
Page 36
Page 37
Page 37
Page 38
Page 38
Page 39
Page 39
Page 40
Page 40
Page 41
Page 41
Page 42
Page 42
Page 43
Page 43
Page 44
Page 44
Page 45
Page 45
Page 46
Page 46
Page 47
Page 47
Page 48
Page 48
Page 49
Page 49
Page 50
Page 50
Page 51
Page 51
Page 52
Page 52
Page 53
Page 53
Page 54
Page 54
Page 55
Page 55
Page 56
Page 56
Page 57
Page 57
Page 58
Page 58
Page 59
Page 59
Page 60
Page 60
Page 61
Page 61
Page 62
Page 62
Page 63
Page 63
Page 64
Page 64
Page 65
Page 65
Page 66
Page 66
Page 67
Page 67
Page 68
Page 68
Page 69
Page 69
Page 70
Page 70
Page 71
Page 71
Page 72
Page 72
Page 73
Page 73
Page 74
Page 74
Page 75
Page 75
Page 76
Page 76
Page 77
Page 77
Page 78
Page 78
Page 79
Page 79
Page 80
Page 80