Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 22
22 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Menning Furðuheimar Margrétar Blár kollur á enda dregils í sama lit Við hinn endann, nokkrum metrum fjær, for- sviö af leiksviði úr furðuheimum, á bak við það sjálf leikmyndin, málverk af konu- andliti, manni og fleíru. Þessi sýn er sú fyrsta sem blasir við gestum á sýningu Margrétar Elíasdóttur að Kjarvalsstöðum. Hún hefur lagt undir sig allan vestursal- inn í húsinu og sýnir þar 56 verk. Furðuheimar Myndheimur Margrétar kemur mér fyrir sjónir sem fantasíuveröld með raunverulegu fólki. Einhverra hluta vegna dragast augu áhorfenda að augum fígúranna í verkunum og mér finnst augu þeirra oft á tíðum mjög lifandi. Engu að síður hrærast þær í umhverfi sem er framandi okk- ur og fullt af torræðum táknum. Eitthvað hefur þá Margrét verið að glugga í austurlenska dulspeki gæti ég trúað því ýmis tákn í myndunum benda til þess. í myndinni Samuel Becket I gefúr að líta pýramída í fjarska og frá honum lína að Becket. Sú mynd ásamt hinum tveimur sem báru nafn rithöfúndarins fræga þóttu mér góðar þótt þær skæru sig úr sýningunni hvað efni og úr- vinnslu varðar. Myndlist Þorgeir Ólafsson í sýningarskrá kemur fram að hún lauk námi frá keramikdeild Mynd- lista- og handíðaskóla Islands árið 1971 og stundaði síðan tveggja ára nám við hönnunardeild í keramik og gleri í Konstfackskolan í Stokk- hólmi. Á fyrstu sýningum sínum sýndi hún verk úr gleri og leir, síðar bættust textílverk við. Síðustu níu árin hefur Margrét búið erlendis, flakkað um heiminn „í Ieit að sjálfri sér“ eins og segir í sýningarskrá og starfað við hönnun og listakennslu. Lérefl Verkin á sýningunni eru gerð á síðustu tveimur árum en þann tíma hefur Margrét getað helgað sig ein- göngu því að mála. Hún hefur þróað með sér sérstaka tækni og málar á léreft en ekki striga eins og við eig- um að venjast. Hvort tveggja gefur myndunum óvenjulegt yfirbragð. Margrét notar mikið heita og sterka liti en þeir eru ekki safaríkir eins og stundum þegar borið er þykkt á með olíulitum heldur frekar sker- andi en mjúkir. Undantekningar frá þessum eru að sjáfsögðu margar og má í því sambandi benda á myndas- eríumar sem eru eins konar fantas- íur úr rómverskri höll frá fyrri tímum, skornar niður í langa strimla sem hanga niður úr loftinu í mis- munandi fjarlægð frá veggnum. Margrét Elíasdóttir: Leikandi áhorfandi. Reyfari haustsins P.D. James: Ekki kvenmannsverk Mál og menning, kiljuklúbbur, 1987, 279 bls. Líklega eru allir reyfarar úr tveim- ur þráðum gjörvir; veruleika lesenda og hugarórum. Fyrir aldarfjórðungi geriiu Umberto Eco og fleiri ítalir úttekt á bókunum um James Bond, og komust m.a. að þeirri merkilegu niðurstöðu, að mikill hluti textans, mig minnir rúmur helmingur, væri upptalning á fötum Bond, mat og drykk, sem hann léti í sig, og öðrum vörumerkjum. Skýringin var sú að þetta var sambandið við lesendur, sá heimur sem þeir þekktu - að vísu aðallega úr auglýsingum of dýrs vamings. En fyrst þetta var þama þá gátu þeir tekið hið ævintýralegra trúanlegt. Það var reyndar kunnug- legt líka úr fréttum blaða af njósn- um, fina fólkinu o.fl. af því tagi en fjarlægara. Nú fengu menn inn- göngu í þennan heim. Söguhetjan er yfirleitt einhvers- konar eftirmynd lesenda. Já, líka Bond, í rauninni er hann skrifetofu- maður sem vinnur frá níu til sex! En þar að auki koma ævintýraleg ferðalög og hann er „licensed to kill“ - má drepa, enda við tóm úr- þvætti að eiga. Og hann berst jafnan einn gegn ofúreflinu, nema hvað konur ráða ekki við sig, vilja allar allt fyrir hann gera. Það er von að þessi dagdraumafarkostur hafi orðið vinsæll. í Ekki kvenmannsverk er sögu- hetjan ósköp venjuleg stúlka sem sigrast á hverri þraut með seiglunni og sjálfstæðinu. En ég á von á því að karlmenn lesi af jafnmikilli ánægju og kvenlesendur. Höfundur bókarinnar er kunnur af bókum um Dalgliesh lögreglufor- ingja og hafa a.m.k. tvær birst sem afar hæggengir framhaldsþættir í íslenska sjónvarpinu. En nú fer hún inn á nýjar brautir og sýnir kvenna- samstöðu - m.a. i því að leynilöggan er rúmlega tvítug stúlka. Hún er alin upp af bóhemskum föður af ’68- kynslóðinni en sjálf er hún frekar íhaldssöm. Hún fékk vinnu hjá einkaspæjara en hann átti ekki allt- af fyrir kaupinu hennar og klóraði sig út úr þvi með því að gera hana meðeiganda. Hún erfir því fyrirtækið þegar hann ffernur sjálfsmorð vegna krabba. Þetta er raunar ekkert nema niðurdröbbuð vesöld en þá kemur óvænt verkefni. Stúlkan á að rann- saka hví í ósköpunum efhilegur ungur maður hætti fyrst námi í Cam- bridge til að gerast garðyrkjumaður en framdi skömmu síðar sjálfsmorð. Með þessu spennandi verkefni berst hversdagsleg söguhetjan - og við - á annarlegar slóðir, inn í heim eðlis- fræðisnillinga en síðan í eins konar fomleifagröft í endurminningum aldraðs ensks sveitafólks. Sviðið Þessi samþætting tveggja þráða gerir reyfúrum kleift að ná vemleg- um áhrifum, jafnvel geta orðið góð bókmenntaverk úr þessu. Vissulega verður það sjaldnast, því samkeppn- in er afar hörð og forlögin setja þá höfunda helsta á sem sýnt hafa kunnáttu í því einu að setja saman þrautprófaðar klisjur. Það væri frek- ar að höfundar, sem þegar em að öðm kunnir, geti leyft sér frumleika í reyfurum. Bókmenntir Örn Ólafsson En svo við víkjum að sumum þeim bestu þá er heimur lesenda hjá t.d. Dorothy Sayers þannig að mest ber á hversdagslegum enskum sveita- þorpum en undir því kunnuglega yfirborði opnast hyldýpi þess tilfinn- ingalífs sem velsæmið býður þessu fólki að dylja. Það er líkt og hér. Hjá öðrum snillingi, Raymond Chandler, er yfirborðið borgir Cali- fomíu, einkum ömurleg fátækra- hverfi, en heimur fantasiunnar opnast þegar komið er inn til ríka fólksins, þessar stéttaandstæður em yfirleitt hreyfiafl sagnanna. Hjá lærisveini hans, Ross MacDonald, fer meira fyrir ríka fólkinu, enda er það orðið allri heimsbyggðinni kunnuglegt í gegnum kvikmyndir og sjónvarp. Vemleikamyndin fylgir oft vel tískunni og róttækir höfundar hafa oft hrifist af þeim möguleika sem reyfarar bjóða upp á að tengja afhjúpun vemleikans við fantasíu um hvemig hann gæti orðið. í Ekki kvenmannsverk er hvers- dagsyfirborðið ömurleg skrifstofa í Lundúnum en andstæðan er sveitin. Höfundur leggur rækt við lýsingar alls þessa, það verður nokkuð lifandi fyrir lesendum. Það er vel, einnig spennusögur krefjast þess að dvalist sé við sum atriði og jafnvel þau sem ekki hafa þýðingu í atburðarásinni. En þar skilur milli feigs og ófeigs að hér virðast þessi atriði næsta óháð hvort öðm. T.d. hafa veislu- höld stúdenta í Cambridge enga þýðingu fyrir bókina, varpa engu ljósi á annað í henni. Sama er að segja um aldrað sveitafólkið sem vel er lýst. Hjá Chandler em öll atriði samþætt í söguheildina, jafnvel þótt á óbeinan hátt sé. Þau sviðsetja þá að minnsta kosti þjóðfélagsaðstæður og hugarheim fólks sem grípur inn í atburðarásina og einkum em þau samvirk í að skapa hugblæ sögunn- ar, andrúmsloft. Því er það að þótt ríkur þáttur í sögum þessara meist- ara sé hugarórar þá em þær sann- færandi. Raunar virðast þeir leggja sig fram um að láta sjálfa fléttuna standast, þó svo að villt sé um fyrir lesendum á ýmsa lund svo að þeim komi á óvart hver morðinginn er. En einnig hér veldur P.D. James vonbrigðum, skýring atburðanna er í stuttu máli sagt fáránleg. Ég get ekki farið út í þá sálma án þess að skemma spennuna fyrir væntanleg- um lesendum en þetta gildir nánast um allt sém máli skiptir. Hvemig leynilögreglumaðurinn bjargast úr yfirvofandi háska, hvers vegna var leitað til hans, hvers vegna morðið þurfti að ffarnja o.s.frv. I sígildum bandarískum reyfúrum, frá Chandl- er og síðan, ólgar lífið allt inn í tilsvörin - hinn fræga kaldranalega kjafthátt, útúrsnúning og fyndni sem bregður skörpu ljósi á skapgerð per- sónanna, stéttarstöðu og átök sín í milli. Slíku er hér ekki að heilsa. Þýðing Álfheiðar Kjartansdóttur er á lipurri íslensku og ólíkt betri en á næsta reyfara MM á undan, Morð fyrir fullu húsi eftir Ngaio Marsh. Kiljuklýbbur MM mun hafa tilbúna þýðingu sjálfs Guðbergs Bergssonar á helsta verki Chandl- er’s og er það mikið tilhlökkunar- efni. Vonandi er að klúbburinn vandi framvegis bókavalið einnig á þessu sviði betur en núna. Reyfarar era mjög vinsæl lesning og hafa því meiri áhrif sem þeir era betri bók- menntaverk og betur íslenskaðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.