Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐASTLIÐINN miðvikudag var
Víkverji, sem skrifar daglega hér á
síður blaðsins, í basli með að finna
uppskriftir að sultum og mauki þar
sem stikilsber voru í aðalhlutverki og
bað lesendur um aðstoð. Viðbrögðin
létu ekki á sér standa og vel á annan
tug uppskrifta bárust honum.Vík-
verji, sem hér með þakkar kærlega
fyrir sig, ákvað að deila nokkrum
uppskriftum með lesendum.
Stikilsber vaxa á þyrnóttum runn-
um og það er töluvert mál að tína ber-
in en þess virði segja þeir sem prófað
hafa að nota þau í sultur og mauk ým-
iskonar.
Berin, sem til eru græn, gul og
rauð, eru notuð víða um heim í sultur
og saft og heyrst hefur að stikilsber
séu góð til víngerðar. Í norsku garða-
blaði sem Víkverji fékk sent er talað
um að bragðið af stikilsberjum svipi
til kíví, þ.e. ef þau eru notuð til mat-
argerðar og búið að skera af þeim
stilkana. Sumir setja berin í mat-
vinnsluvél þegar búið er að skera af
þeim stilka báðum megin. Bæta síðan
við sykri eftir smekk og mauka sam-
an. Maukið er fryst í litlum boxum og
notað út á vanilluís.
Stikilsberja-
kryddmauk
500 g stikilsber
250 g tómatar rauðir, stinnir
1 rauð og 1 græn paprika
125 g laukur
½ hvítlaukur
1 dl borðedik
1 dl sýróp
200 g sykur
2 tsk. salt
engiferrót ca 1½ cm á kant
1½ msk. gúrkukrydd
Grófmaukið grænmetið í mat-
vinnsluvél. Sett í pott, edik, salt og
sýróp útí. Krydd og engifer sett útí í
grisjupoka. Látið suðuna koma hægt
upp. Soðið við lágan hita í 10 mín.
Engiferið tekið uppúr, soðið áfram í 5
mín. Kryddið tekið uppúr. 
Hellt á sex litlar krukkur Látið
kólna alveg. Geymt í kulda.
Stikilsberja-
góðgæti
3 kg stikilsber
1½ kg sykur eða ljós púðursykur
½ ltr vatn
2 tsk. vanillusykur
Berin sneidd í báða enda þ.e. stilk-
ar teknir af sem þýðir að sykurlög-
urinn nær betur inn í berin og þau
verða ekki ?hrukkótt? og seig. Sykur
og vatn soðið. Berin látin í. Lok látið á
pottinn og slökkt á hellunni og látið
standa í 15 mín. Þá kveikt á hellunni
aftur og hitað þar til sýður. Nú eru
berin látin í glös. Lögurinn látinn
bullsjóða i 3 mín. án loks. Froðan fjar-
lægð, vanillusykur látinn í. Leginum
hellt yfir berin og glösum lokað strax.
Stikilsberjamauk
500 g stikilsber
100 g perlulaukur
20 gr grænir tómatar
1 stk. rauð paprika
Allt hakkað saman gróft í hakka-
vél, sett í sigti og mesti safinn látinn
leka af. Síðan er allt sett í pott ásamt:
1 dl borðedik
400 g sykur
1 msk. sinnepskorn
Soðið í um 10 mín. og síðan sett í
krukkur, sinnepskorn sett ofaná
hvert glas.
Þetta eru u.þ.b. 5 litlar krukkur.
Súrsæt stikilsber
1.250 g stikkilsber
5 dl kryddedik
750 g sykur
Sykurinn er leystur upp í edikinu,
berin sett útí og suðan látin koma ró-
lega upp. Soðið saman uns berin
byrja að meyrna en alls ekki springa.
Berin færð uppúr ? sett á krukkur.
Lögurinn soðinn niður uns hann er
orðinn eins og þunnt sýróp, þá er hon-
um hellt yfir berin í krukkunum.
Stikilsber frænku
500 g stikkilsber
pínulítið vatn
360 g ljós púðursykur
fínt rifið hýði af ½ sítrónu
½ tsk. sultuhleypir
½ tsk. bensonat
Hreinsið stikilsberin og setjið þau í
pott með púðursykrinum og sítrónu-
berkinum. Látið suðuna koma var-
lega upp og látið malla við hægan hita
í 10 mín. Takið af hitanum og bætið
sultuhleypinum útí. Setjið á 5 lítra
krukkur. Berin eiga að vera næstum
heil.
Stikilsberja-
eplasulta
1 kg stikilsber
2 dl vatn
3 súr epli
750 g sykur
2 tsk. sultuhleypir
Stikilsber sett í pott með vatninu
og soðið í 10 mín. Eplin eru afhýdd og
söxuð mjög smátt. Eplin sett í pottinn
ásamt stikilsberjunum og sykrinum
bætt útí. Soðið í 5 mín. Potturinn tek-
inn af hitanum og sultuhleypinum
bætt útí. Sett á um 10 krukkur. 
Stikils- og 
jarðarberjasulta
1?1½ kg hálfþroskuð stikilsber
2 dl vatn, 
1½ kg sykur
1 kg jarðarber
e.t.v. rotvarnar- og/eða þykkiefni
Hreinsið stikilsberin og skolið þau
ef þarf. Komið upp hægri suðu á berj-
unum í vatninu í 2?3 mín. Hrærið
sykri í og sjóðið við vægan hita í um 5
mín. Hreinsið jarðarberin og látið þau
líka í pottinn. Komið upp suðu og
hristið pottinn öðru hverju meðan
sultan sýður áfram (6?8 mín. eftir
stærð berjanna). Hrærið ekki í eftir
að jarðarberin eru komin út í. Fleytið
vel. Nú má bæta í rotvarnar- og/eða
þykkiefni. Hellið sultunni í heitar,
hreinar krukkur.
Stikilsberjasulta
1 kg græn stikilsber
1 dl vatn, 
600 g sykur
3 negulnaglar,
1 kanilstöng,
Rotvarnar- eða þykkiefni ef vill.
Hreinsið berin og skolið ef með
þarf. Látið þau í pott ásamt vatni og
sykri. Látið standa á köldum stað í fá-
einar klst. Bætið í negul og kanil,
komið upp suðu. Sjóðið við vægan
hita í 4?5 mín. Fleytið vel. Bæta má í
rotvarnar/þykkiefni. Takið kanil og
negul og hellið sultunni í hreinar,
heitar krukkur. Lokið strax.
Stikilsberja- og
kívímarmelaði
600 g þroskuð stikilsber
400 g kíví eða 3?4 stykki
500 g sykur
½ sítróna
4 tsk. blátt melatín
Hitið í potti hreinsuð stikilsber og
kíví sem búið er að afhýða og skera í
teninga. Eftir tuttugu mínútur er
froðan veidd af og sykri stráð yfir.
Hrærið í marmelaðinu og hellið svo á
glös sem búið er að þvo vel.
Og að lokum uppskrift sem Vík-
verji fann í matreiðslubók ömmu
sinnar heitinnar eftir Helgu Sigurð-
ardóttur.
Stikilsberja-
grautur
1 kg stikilsber
½ ltr vatn
250 g sykur
30 g kartöflumjöl
1 dl vatn
Berin eru þvegin úr köldu vatni og
soðin meyr í vatninu með sykrinum
og pressuð gegnum gatasigti. Suðan
látin koma upp og grauturinn jafn-
aður með kartöflumjölsjafningi.
Grautinn má eins búa til úr niður-
soðnum stikilsberjum og einnig má
hafa berin heil í grautnum.
Stikilsber vaxa á þyrnótt-
um runnum og eru ýmist
græn, gul eða rauð. Víkverji
tíndi stikilsber í garðinum hjá
sér og bað lesendur að upplýsa
hvernig ætti að matbúa úr þeim.
Stikilsber eru gooseberries á
ensku og á:
www.justberryrecipes.com
eru margar uppskriftir þar sem
berin koma við sögu. 
Sjá einnig:
http://tradisjoner.no/
categories.php?cate-
gory_no=19
Stikilsber notuð í sult-
ur, mauk og grauta
M
orgunblaðið/Jim
 Sm
art
Sulta úr grænum
stikilsberjum.
NEYTENDUR

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56