Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 18

Íslendingaþættir Tímans - 12.08.1977, Side 18
Bjarni Sveinsson F. 18. september 1890 D. 24. september 1976 Bjarni var fæddur að Kvennabrekku i Miðdölum, en þar bjuggu foreldrar hans 1885-91. En þeir voru hjónin Sveinn Finnsson siðar bóndi á Koll- stöðum Miðdölum og kona hans Helga Eysteinsdóttir. Frá Kollsstöðum fluttu þau að lokum að Eskiholti i Borgar- hreppi. Sveinn Finnsson var Dala- maður langt fram i ættir. Foreldrar Háafelli og kona hans Þórdis Andrés- dóttir frá bórólfsstöðum. Andrés faðir hennar var hálfbróðir Jóns peninga- smiðs, sem var slíkur snillingur i höndunum að um hann hafa myndazt þjóðsögur. Finnur Sveinsson i Háafelli var sonur Sveins Finnssonar Neðri- Hundadal, sá Sveinn var bróðir Ólafs Finnssonar Vifilsdal. En sá Ólafur var langafi Halldórs Helgasonar skálds á Asbjarnarstöðum. Þeir voru þvi að 3. og 4. Bjarni og Halldór á Asbjarnar- stöðum frá Finni Einarssyni Neðra- Hundadal og Arndisi Sveinsdóttur konu hans. Helga Eysteinsdóttir var dóttir Ey- steins Halldórssonar bónda að Höll i Þverárhlið og konu hans Hallgerðar Jónsdóttur hagyrðings á Veiðilæk Jónssonar. Bæði voru þau Mýramenn aö kyni, og eins og snillingar á sviöi smiða voru i föðurætt Bjarna þá var listhneigð og snilld i höndum ekki siður hér. Helga fékk verðlaun fyrir glit- vefnað á iðnsýningu 1911 og kunnugir töldu hana ekki hafa þurft að sækja handaverk sin nema til móðurinnar, sem var mjög vel verki farin á þessu sviði. Auðunn Nikulásson bjó aö Jafna- skarði i Stafholtstungum d. 1810. Meðal margra barna hans, Var Hall- gerður langamma Helgu Eysteins- dóttir og Einar langalangafi sr. Jóns Guðnasonar prests og fræöimanns á Kvennabrekku. Þeir voru þvi aö 4. og 5. Bjarni og Jón. Jón Jónsson á Veiði- læk var alþekktur hagyrðingur og greindur maöur. Þaö standa þvi traustir hagleiks og gáfustofnar að Bjarna i Eskiholti, og það er rökrétt að þegar minnst er manns eins og hans þá sé leitað fanga: hvaðan er hagleikur hans, greind og ættrækni komin? Hann ólst upp i fööurhúsum I stórum systkinahóp, þau uröu 11 og urðu lang- lif öll nema Eysteinn, sem dó ungur, mikið mannsefni, sehi Bjarni eins og önnur systkini hans treguðu ávallt. - Bjarni mátti unna foreldrum sinum slikir sem þeir voru, en þó fann maður að hann mat móður sina mest allra, enda var hún slik, þegar hann veiktist hættulega á unga aldri, að þannig gat engin verið nema góð móðir, og oft fann ég það að hennar var honum kært að minnast, og til hennar sótti hann björtustu æskuminningar sinar. Hann flytursiðan suður i Eskiholt og hóf þar búskap á móti Finni bróður sinum, sem var kvæntur Jóhönnu Kristjáns- dóttur, nú fyrir nokkru látin, ein af þeim konum sem eiga fáa sina lika. Bjarni kvæntist 7. júli 1928 Kristinu Guðmundsdóttur hreppstjóra á Skálpastöðum Auðunssonar og konu hans Guðbjargar ljósmóður Aradóttur frá Syöstufossum Jónssonar. Þeir bræður, Bjarni og Finnur, voru báðir eftirsóttir sem smiðir og auk venju- legra smiða var Finnur rokkasmiður en Bjarni steypti beizlisstangir. Eski- holt er mikil jörö og er nú eftir þeirra störf þar upp undir hálfa öld orðin meö mikil slétt tún og góðar byggingar. Gestrisni var þar og er mikil, frænda- hringur og vinahringur var stór og hver sem þar kom, fann að hann var velkominn. Bjarni og Kristin eignuðust fjögur börn Guðmund og Svein sem búa á Brennistöðum i Borgarhreppi, Solveigu Helgu sem er gift Ármanni Gunnarssyni vélvirkja á Steinsstöðum við Akranes og Eystein sem býr á Eskiholti kvæntur Katrinu Hjalmars- dóttur húsmæðrakennara. Arin liðu, undirritaður átti oft leið um Eskiholt til frænku minnar og Bjarna, og alltaf var hannn sami hýri glaði maðurinn, ávallt hafði hann nóg umræðuefni, það var gamli timinn, æskuminningar úr Dölum vestur, það var samvinna huga og handa um að rækta hina frjóu Islenzku jörð, það var saga sveitarinnar og landsins, það voru nöfnin sem horfnar kynslóöir höfðu gefið landi sinu, með sögu og sögnum bak við mörg örnefni, það var um álfa og huldufólk sem greint, hreinhjartað fólk allra alda á fslandi, hefur séð og heyrt. A öllu þessu kunni Bjarni góð skil og unun að tala við hann um þá hluti. Fyrir allt þaö flyt ég honum þakkir, og ég veit að það eru margir fleiri sem geta þakkað honum fræðslu og miðlun af sinum andans auði. Aldurinn færðist yfir hann og að lokum kom ellin með sina sjúkdóma hann fór á sjúkrahús sina hinztu för þangað, þar voru lika minningar ræddar, þegar maður kom til hans. Hann ljómaði er talið barst að hestum og fé, mönnum og málefnum sveitar- innar, hann hlustaöi á lög i útvarpi sem hann unni. Hann hafði yndi af söng og söng lengi i kirkjukór Staf- holtskirkju, og enn gat hann sagt frá, enn var átthagatryggðin og hugurinn heima. Og ég er sannfærður um að siðasta hugsun hans var, heim, heim. Og nú hefur hann verið kvaddur hinztu kveðju. Það er gleöiefni þegar þreyttur maður heilsuiaus fær hvfld- ina. Enda þó allir, sem þekktu sakni hans og viti það rúm sem hann skipaði i huga vina og vandamanna verður aldrei fyllt. Þökk fyrir samveruna, guð fylgi þér. AriGfslason f 18 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.