Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.06.2005, Blaðsíða 62
42 18. júní 2005 LAUGARDAGUR Tiny, rapparinn knái úr Quarashi,er ekki jafn saklaus og hann lítur út fyrir að vera. Að minnsta kosti ef tekið er mark á þeim félags- skap sem hann er bendlaður við. Hann er víst meðlimur í hinni alræmdu Fazmo-klíku sem hefur haldið sig á Hverfisbarnum. Tiny er þó ekkert ýkja hrifinn af því að vera hluti af þessari klíku og vill sem minnst af sinni aðild vita. Brúðkaupið sem DV kallar brúð-kaup aldarinnar fór fram í Dóm- kirkjunni í gærkvöldi. Þá voru gefin saman Svanhildur Hólm Valsdóttir og Logi Bergmann Eiðsson. Veislan var haldin í Iðnó að viðstöddu margmenni en veislustjórar voru þau Gísli Marteinn Baldursson og Inga Lind Karlsdóttir úr Íslandi í bítið. Gárungarnir í Reykjavík sögðu þetta vera enn eitt dæmið um aukna samþjöppun fjölmiðla en eins og flestir vita er Svanhildur þátta- stjórnandi hjá Stöð 2 en Logi fréttahaukur hjá RÚV. Starfsmenn beggja fyrirtækjanna hafa þó líklega grafið stríðsöxina og fagn- að með samstarfs- mönnum sínum. Búast má við að glanstímaritin Hér & nú og Séð og Heyrt hafi sýnt brúðkaup- inu mikinn áhuga sem og DV. 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Innsýn í næturlífið www.heineken.is „Við erum búnir að selja nærri 300.000 eintök af Da Vinci-lyklin- um sem er efst á metsölulistanum í Danmörku og nærri 70.000 ein- tök af Englum og djöflum sem er í öðru sæti. Svo hefur myndskreytt útgáfa af Da Vinci-lyklinum nærri selst upp á þremur vikum en við létum einungis prenta 7.000 ein- tök af henni en það eru bara 300 eintök eftir,“ segir Snæbjörn Arn- grímsson, eigandi bókaforlagsins Bjarts, en bókaútgáfan gefur út bækur metsöluhöfundarins Dans Brown út þar í landi. Í haust er væntanleg ný íslensk þýðing frá Bjarti á þeirri bók Browns sem hann skrifaði á milli Da Vinci-lykilsins og Engla og djöfla og heitir Deception Point. firjár bækur Browns og Bjarts efstar í Danmörku BÓKAÚTGÁFAN BJARTUR Bækur Dans Brown seljast vel í Danmörku. Þrjár þeirra eru efstar á metsölulistanum þar í landi fyrir síðastliðnar tvær vikur. Snæbjörn Arn- grímsson er eigandi bókaútgáfunnar Bjarts sem gefur Brown út í Danmörku. Nýjasta mynd strákanna í kvik- myndafyrirtækinu Poppoli, Africa United, verður frumsýnd fyrr en ráðgert var í upphafi. Skipuleggjendur alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Karlovy Vary í Tékklandi ákváðu að taka myndina upp á arma sína og verður hún því frumsýnd í byrjun júlí í stað september. Einnig tekur myndin þátt í heimildarmynda- keppninni á hátíðinni. „Þetta kom frekar óvænt upp á,“ segir Ragnar Santos, framleiðandi myndarinnar, sem hefur verið í vinnslu í rúmlega þrjú ár. „Það voru þeir Skúli Malmquist og Þór- ir Snær hjá ZikZak kvikmyndum sem plögguðu þessu en þeir eru einmitt meðframleiðendur mynd- arinnar. Við erum í skýjunum yfir því að fá að vera með á þessari há- tíð, sem er ein af þeim stóru eins og í Cannes og Toronto,“ segir Ragnar en meðal þeirra sem verða gestir á hátíðinni eru Alex- ander Payne, Walter Salles, Sharon Stone, Thomas Winter- berg og Michael Radford. Myndin fjallar um fótboltaliðið Africa United. Með liðinu leika menn alls staðar að úr heiminum, meðal annars frá Marokkó, Níger- íu, Kólumbíu, Serbíu og Kosovo. „Þetta er í alvörunni lið sem spil- aði í utandeildinni hér á Íslandi en spilar nú í þriðju deildinni. Myndin fjallar um fimm aðalpers- ónur, líf þeirra og raunir. Ein af þeim er þjálfarinn og hann er í rauninni heilinn á bak við fót- boltaliðið Africa United,“ segir Ragnar. „Óli kynntist þessum strákum í fótboltaliðinu fyrir um tíu árum síðan og við fengum svo þá hugmynd að gera mynd um þá,“ segir hann og á við félaga sinn í Poppoli, Ólaf Jóhannesson, sem jafnframt leikstýrir mynd- inni. „Þetta er ekki leikin mynd en hún er byggð upp eins og ekta bíó- mynd og það eru alls konar plott í henni. Núna erum við að leggja lokahönd á hana, Óli er í Englandi að prenta á filmu og við Benedikt Jóhannesson, einn af okkur í Poppoli, erum að klára að ganga frá lausum endum hérna heima en myndin er að mestu leyti á ensku. Við ætlum svo að reyna að sýna myndina hérlendis í byrjun október.“ AFRICA UNITED Myndin er á leiðinni á stóra kvikmyndahátíð í júlí sem hald- in er í Tékklandi. Hún fjallar um utan- deildarlið á Íslandi sem kemst upp í þriðju deildina en liðið er skipað mönnum alls staðar að úr heiminum. POPPOLI PICTURES: NÝJASTA MYNDIN FER Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Afríska fótboltaliðið til Tékklands Golf Golfið hefur verið inni í nokkurn tíma en nú virðist semsumarið reki alla út á golfvöll. Golfsprengjan nær til fólks úr öllum áttum, hvort sem um er að ræða FM- hnakka, viðskiptajöfra eða Jón Jónsson námsmann. Það er helst að konurnar haldi sig fjarri góðu gamni en að sjálfsögðu ættu þær að taka upp golf- siðinn líka. Lacoste Flestir kannast við gamla góða Lacoste-merkið. Klassísku bolirnir frá fyrirtækinu fást í tískubúðum bæjarins á ný, með örlítið breyttu sniði. Nú eru komnir bolir með kvensniði í öllum regnbogans litum sem fara konum sérstaklega vel. Ítalía Heiti áfangastaðurinn í dag er tvímælalaustÍtalía. Svo virðist sem Íslendingar séu skyndilega að uppgötva landið því önnur hver manneskja er að fara til Ítalíu eða þekkir manneskju sem er á leiðinni þangað. Hvort sem um er að ræða lúxus- ferðir til Toscana, borgarævintýri í Róm eða menn- ingarferð í Pompei er ljóst að Ítalía er málið í dag. Þungir rakspírar Gamli og þungi rakspírinn er úti,jafnvel undir nýjum merkjum. Konur vilja ekki vera minntar á afa sinn þegar þær knúsa bóndann, sérstak- lega ekki að sumri til þegar ferskleikinn ræður ríkjum. Varalitur Gloss er inni, varalitur úti.Mattur og þykkur varalitur er ekki málið í sumar en þeim mun ljósari og glærari, því meiri líkur á að hann sleppi. Varalitablýanturinn er að sama skapi alveg úti. Skærlitaðir sport-bílar Gulir og grænir sportbílar eru úti. Þeir sem eiga peninga eyða þeim ekki í sportbíla, heldur flottan Landcruiser-jeppa, Volkswagen Touareg eða svartan BMW-fólksbíl. INNI ÚTI ...fær Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbank- ans, fyrir að lýsa yfir þeirri skoðun sinni að konur séu sýni- lega betur gefnar en karlar, auk þess að skynja hlutina betur. Skemmtileg ummæli í námunda við kvennadaginn 19. júní. HRÓSIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI Lárétt: 1 ský á auga, 5 þras, 6 enskt smá- orð, 7 átt, 8 spendýr, 9 erfiðleikar, 10 kindur, 12 gerast, 13 fantur, 15 á nótu, 16 dvelur, 18 nánös. Lóðrétt: 1 erfiður í skapi, 2 karlfugl, 3 tveir eins, 4 frá Niðurlöndum, 6 nirfils- háttur, 8 framkoma, 11 á í Þýskalandi, 14 léleg, 17 hækkar – s. LAUSN Lárétt: 1vagl,5arg,6no,7na,8fíl,9 basl,10ær, 12ske,13fól,15an,16unir, 18nísk. Lóðrétt: 1vangæfur, 2ara,3gg,4hol- lensk,6níska,8fas,11rón,14lin,17rí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.