Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2007 15 MENNING VATNALÍF, heimildarmynd eftir Gunnar Sig- urgeirsson verð- ur frumsýnd í Sambíóunum á Selfossi kl. 17.45 í kvöld. Myndin fjallar um Veiði- vötn og í henni er rakin saga svæð- isins, stórbrot- inni náttúru gerð skil, jarðsögunni, gróðri og fuglalífi. Myndin er með stærri verkefnum sunnlenskrar kvikmyndagerðar og er 90 mínútur. Vatnalíf frumsýnd Gunnar Sigurgeirsson Kvikmyndir AÐ minnsta kosti 15 manns hafa meitt sig á listaverki kólumbíska listamannsins Doris Salcedo sem nú er til sýnis í Túrbínusalnum í Tate Modern-listasafninu í Lundúnum. Þetta kemur fram í dagblaðinu Tim- es. Talsmenn safnsins segja þessa tölu hins vegar ýkta því aðeins tíu manns hafi slasað sig af þeim 870.000 manns sem hafa skoðað verkið. Salcedo bjó til gjá sem klýfur gólf- ið í safninu, og hafa gestir hrasað um gjána. Í Times kemur fram að yf- irmaður öryggismála í safninu hafi fyrirfram lýst yfir áhyggjum sínum vegna verksins, og bent á að fólk gæti átt á hættu að meiðast illa á fæti ef það myndi stíga ofan í gjána. Aðspurður sagði talsmaður safnsins að ekki stæði til að girða gjána af, en hún er 167 metra löng. Hættuleg myndlist Varasöm Gjáin í Tate. SÍÐUSTU háskólatónleikarnir fyrir jól fara fram í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Á tón- leikunum munu þau Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, og Gerrit Schuil, píanóleikari, leika valda þætti úr fimm af píanósónötum Beethovens, en yfirskrift tónleikanna er Bara Beethoven. Sónötur Beethov- ens fyrir píanó og fiðlu eru tíu talsins og allar tileinkaðar mektarmönnum frá samtíð tónskáldsins. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30, miðaverð er 1.000 krónur, 500 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja en ókeypis er fyrir nemendur Háskóla Íslands. Tónleikar Bara Beethoven í Norræna húsinu Ludwig van Beethoven RÚSSNESK vísindaskáld- sagnagerð á síðustu áratugum verður til umræðu á skálda- kvöldi MÍR, Hverfisgötu 105, í kvöld, og hefst umræðan kl. 20. Þar ræðir Sergei Gúshín sendi- ráðsritari um dagskrárefnið og þessa grein rússneskra bók- mennta, en þó einkum þá tvo sagnahöfunda sem þekktastir voru á þessu sviði og vinsæl- astir í Rússlandi og fyrrum Sovétríkjum, bræðurna Arkadý og Boris Strúg- atský, sem höfðu m.a. áhrif á kvikmyndaleikstjór- ann Andrei Tarkovsky. Boðnar verða kaffiveit- ingar, aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bókmenntir Vísindaskáldskapur Rússa í MÍR Andrei Tarkovsky FYRIRLESTUR á vegum Félags þjóðfræðinga á Ís- landi fer fram í kvöld, en þá mun Joonas Ahola frá Há- skólanum í Helsinki halda fyrirlesturinn: The Saga Out- law and Medieval Iceland. Í fyrirlestrinum mun Ahola greina frá efni doktorsverk- efnis síns við þjóðfræðideild Háskólans í Helsinki, en þetta verkefni fjallar um útlaga í íslenskum miðaldahandritum. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn, en hann verður haldinn í húsi Sögufélagsins við Fischersund 3 og hefst kl. 20. Fyrirlestur Útlagar í Íslendingasögum „Gísli Súrsson“ Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is MÁLVERKIÐ Hvítasunnudagur, eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, verður til sýnis í fyrsta sinn hér á landi á sýningu í Listasafni Reykja- víkur, Kjarvalsstöðum. Hún verður opnuð 2. desember næstkomandi kl. 14. „Jóhannes Sveinsson Kjarval – Falinn fjársjóður“ er yfirskrift sýn- ingarinnar, vísun í hið merka verk Hvítasunnudag. Neðst í vinstra horni verksins stendur „Hvita- sunnudagr“ í hástöfum. Hulunni hefur loks verið svipt af kaupanda verksins, Landsbank- anum, sem keypti það á uppboði í Kaupmannahöfn snemma árs í til- efni af 120 ára afmæli bankans. Önnur merk listaverk verða til sýnis, einnig úr eigu bankans, öll keypt á afmælisárinu. Þar eru m.a. kolateikningar eftir Kjarval, sem fundust uppi á háalofti gamla Stýri- mannaskólans í Reykjavík sumarið 1994. Teikningarnar eru frá 1924-25 og eru formyndir af veggmyndum sem nú prýða Landsbankann í Aust- urstræti. Auk Kjarvalsverka verða til sýnis verk eftir listamennina Eggert Pétursson, Guðrúnu Ein- arsdóttur, Hlaðgerði Írisi Björns- dóttur, Jón B.K. Ransu, Sigurð Árna Sigurðsson og Sigtrygg Bjarna Baldvinsson. Sýningarstjóri er Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur. Fljótlega eftir kaupin bauð bank- inn Listasafni Reykjavíkur að taka verkið til sýningar, en forstöðumað- ur safnsins, Hafþór Yngvason, seg- ist hafa komist að því hver kaupand- inn væri. Kúbismi eða fútúrismi? Hingað til hefur því verið haldið fram í fjölmiðlum að verkið sé í kúb- ískum stíl, að Kjarval hafi sótt inn- blástur í kúbismann þegar hann málaði það. Ólafur Ingi Jónsson, deildarstjóri forvörsludeildar Lista- safns Íslands, telur áhrifin frekar bera keim af verkum ítölsku fútúr- istanna, t.d. Giacomo Balla. Kjarval hafi kynnt sér verk þeirra í Lund- únum og síðar á sýningu í Kaup- mannahöfn. Kjarval sagði sjálfur frá því að hann hrifist af hinu mynd- ræna í verkum fútúristanna en ekki stefnuyfirlýsingu hópsins. Ólafur hefur rannsakað verkið ít- arlega og bendir á vatnslitamynd eftir Kjarval frá árinu 1916, hún sé greinileg undirbúningsmynd að Hvítasunnudegi. Kjarval gerði tvær þekktar skissur fyrir verkið, vatnsli- taskissur sem hann gerði fyrir 1919, nákvæmt ártal er ekki ljóst. For- vinnan hefur því verið þónokkur hjá meistaranum. Í rannsókninni sést einnig að verkið hefur verið unnið á löngum tíma. „Þarna ertu raunverulega að sjá, í fyrsta skipti, á mjög ljósan hátt, hvernig hann tengist þessum straumum úti í Evrópu og nýtir sér í þessari myndgerð,“ segir Ólafur. Í verkum Kjarvals sé alltaf að finna eitthvað frá fyrri tíð, hann hafi orðið fyrir áhrifum frá ýmsum straumum og stefnum og sífellt komið með eitthvað nýtt, yfirgefið það gamla. Í Hvítasunnudegi megi sjá form sem síðar einkenndu lands- lagsverk Kjarvals. Ólafur Ingi telur einnig að áhrifa gæti frá sögninni um klettinn Goðaborg í Hoffells- fjöllum, þar sem menn trúðu því á öldum áður að væri fornt goðahof og það stæði opið á hvítasunnunótt. Falinn fjársjóður Landsbankinn lánar Listasafni Reykjavíkur Hvítasunnudag Morgunblaðið/Frikki Forvörðurinn Ólafur Ingi við eitt af meistaraverkum Kjarvals, Hvíta- sunnudag, sem hann telur vera í fútúrískum stíl frekar en kúbískum. KRISTÍN G. Guðnadóttir listfræðingur þekkir vel til Hvítasunnudags. Hún leitaði verksins fyrir skrif í bók um Kjarval sem kom út árið 2005, en fann ekki. Það kom hins vegar í leitirnar í febrúar sl., þá á uppboði í Kaupmannahöfn. Málverkið tilheyrði safni Nienstedts heildsala en Kjarval bjó hjá heildsalanum og fjölskyldu hans þegar hann var við nám í Konunglegu dönsku listakademíunni. Það voru svo niðjar Nienstedts sem settu málverkið á uppboð hjá Bruun Rasmussen, og keypti Landsbankinn það á rúmar 15 milljónir króna og nam heildarkostnaður við verkið, komið til landsins, um 25 milljónum króna. Þetta er því dýrasta Kjarvals- verk Íslandssögunnar. Kjarval lauk námi 1917 og mun hafa gefið hjónunum verkið í silfurbrúðkaupsgjöf í maí árið 1919, hafði þá fyrr um árið sýnt verkið á fyrstu einkasýningu sinni í Kaupmannahöfn. Á þessum tíma voru danskir listamenn fullir inn- blásturs frá framsæknum stefnum þess tíma, m.a. kúbisma og fútúr- isma. Myndefnið er sambland borg- arlandslags og draumkennds lands- lags, en málarinn gerði mikið af húsa- og hafnarmyndum með rauð- krít á þessum tíma. „Hann leikur sér að formum sem ýmist virka í tvívídd eða þrívídd, sem flötur eða rými. Þessi leikur skapar margræðni og spennu í verkinu. Hringlaga gullið form í miðju verksins sem og sól- argeislar í efsta hluta verksins eru berandi þættir í byggingu þess og ljá því upphafinn og hátíðlegan blæ,“ segir Kristín. Upphafinn, hátíðlegur blær Jóhannes S. Kjarval 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISfl group er aðalstyrktaraðili sinfóníuhljómsveitar íslands Boðhlaup snillinganna FIMMTUDAGINN 29. NÓVEMBER KL. 19.30 NOKKUR SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri ::: Thomas Adès Einleikari ::: Carolin Widmann Kór ::: Hamrahlíðarkórarnir Kórstjóri ::: Þorgerður Ingólfsdóttir Ígor Stravinskíj ::: Scherzo fantastique Thomas Adès ::: Concentric Paths, fiðlukonsert Thomas Adès ::: Asyla Ígor Stravinskíj ::: Sálmasinfónían Tónlistarsagan er boðhlaup þar sem nýtt og nýtt afreksfólk heldur keflinu endalaust á lofti. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar 29. nóvember réttir eitt mesta tónskáld 20. aldarinnar, Ígor Stravinskíj, keflið yfir til Thomas Adès, vonarstjörnu samtímatónlistarinnar. Tónleikarnir eru stórviðburður, þar sem yfir tvö hundruð manns flytja verk þessara tveggja snillinga undir stjórn Adès sjálfs! Munið súpufund Vinafélags SÍ á Hótel Sögu kl. 18 á morgun. Ingibjörg Eyþórsdóttir segir frá Adès og verkunum. 1.200 kr. Allir velkomnir. Fí to n /S ÍA F I0 2 3 8 7 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.