Morgunblaðið - 10.02.2010, Side 29
ÞÁ er komið í ljós hvaða sveitir
etja kappi í íslensku undankeppni
alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar.
Dómnefndin sem sá um valið sam-
anstóð af fimm aðilum frá erlend-
um tímaritum, bókunar-, umboðs-
skrifstofu- og tónleikafyrirtækjum
og þremur innlendum aðilum.
Sveitirnar eru Atrum, Carpe Noc-
tem, Gone Postal, Gruesome
Glory, Severed Crotch, Universal
Tragedy og Wistaria Wacken Me-
tal Battle fer fram laugardaginn
13. mars á Sódómu Reykjavík.
Sigurvegari kvöldsins hlýtur þátt-
tökurétt í lokakeppni Metal Battle-
keppninnar á Wacken Open Air-
hátíðinni í Þýskalandi í ágúst. Sex
manns koma gagngert til landsins
erlendis frá til að dæma á kvöld-
inu en meðal þeirra er háttsettur
aðili frá Wacken-hátíðinni sem
einnig er yfirmaður Metal Battle-
keppninnar.
Þessar keppa í
Wacken Metal Battle
Skuggaleg Svartmálmssveitin Carpe Noctem er á meðal keppenda.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2010
Allt frá stofnun Hafnarfjarð-arleikhússins árið 1996hefur leikhúsið einbeittsér að nýjum íslenskum
verkum eða þýðingum. Upp á síð-
kastið hefur leikhúsið verið í nokkru
samstarfi við aðra leikhópa og að
þessu sinni er það Lab Loki sem
frumsýnir Ufsagrýlur eftir Sjón.
Þessir aðilar hafa áður leitt saman
hesta sína en í fyrra setti Lab Loki
upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu sýn-
inguna Steinar í djúpinu.
Ufsagrýlur er skrifað sérstaklega
fyrir Lab Loka svo sem fram kemur í
viðtali við höfundinn sem birt var í
Morgunblaðinu 5. febrúar sl. Um-
fjöllunarefnið eru þeir atburðir sem
riðu yfir íslenskt þjóðfélag í október
2008 og aðdragandi þeirra. Verkið
gerist í óskilgreindum og tímalaus-
um heimi þar sem ljóst er að gríð-
arleg spilling hefur átt sér stað, svik
og prettir. Söguþráður er fremur
óljós. Móra yfirlæknir hefur umsjón
með nokkrum ufsagrýlum og gerir
rannsóknir á þeim. Ekki er áhorf-
endum ljóst í fyrstu hver tilgang-
urinn er með að halda þessum
skrímslum föngnum. Einn fangi eða
öllu heldur sjúklingur, Veigar Mar,
er bundinn niður og er í einhvers
konar meðferð hjá Móru og virðist
sagan snúast að mestu um hann og
örlög hans. Þegar líður á sýninguna
fara hlutirnir að skýrast, a.m.k. að
sumu leyti. Ufsagrýlurnar og Veigar
Mar eru þeir sem sólundað hafa pen-
ingum og svikið þjóðina og beðið er
eftir því að þeir greiði skuld sína til
baka með því að skíta peningunum
sem þeir bókstaflega átu upp.
Sjón er afar fjölhæfur rithöfundur
og hér tekst hann á við leikhúsformið
sem hann hefur ekki oft fengist við
áður. Textinn er mjög skemmtilegur
á köflum, djúpur, fyndinn og hittir
beint í mark. Hins vegar kallar leik-
húsformið á það að áhorfendur skilji
það sem fram fer á sviðinu. Vissulega
er leikritið Ufsagrýlur í ætt við abs-
úrdisma og súrrealisma en eitthvað
vantar upp á til að sagan komist vel
til skila. Umgjörð verksins er skyld
gróteskunni að mörgu leyti og margt
spennandi ber fyrir augu, en hætt er
við að áhorfendur týni þræðinum og
njóti því ekki sögunnar sem skyldi.
Oft er mikið um að vera á sviðinu og
líklega hefði leikstjórinn betur dreg-
ið úr ærslaganginum á stöku stað.
Leikarar stóðu sig allir mjög vel en
flestir þeirra leika fleiri en eitt hlut-
verk. Erfitt er að segja hver stóð upp
úr en Erling Jóhannesson var eft-
irminnilegur í hlutverki yfirþjónsins
og Birna Hafstein í hlutverki Móru
yfirlæknis.
Búningar voru við hæfi verksins
og líklega eru leikgervi Ástu Haf-
þórsdóttur eitt hið eftirminnilegasta
við þessa sýningu. Ásta er mjög vön
leikhúsinu og kann sína iðju upp á
hár. Gervin voru frábær.
Leikmyndahönnuðurinn Móeiður
Helgadóttir nýtti rýmið vel og margt
skemmtilegt bar fyrir augu. Lýsing
var leikmynd stuðningur eins og vera
ber og hljóðmynd var með ágætum.
Sýningin Ufsagrýlur er ekki alveg
nógu vel heppnuð sem leikhúsverk
sem vissulega er synd því þar eru
ágætir sprettir og fært leikhúsfólk
sem stendur að verkinu. Margar sen-
ur eru mjög eftirminnilegar en verk-
ið of samhengislaust sem þétt leik-
sýning.
Skrímsli og aðrar kynjaverur
Spillingin skoðuð „Verkið gerist í óskilgreindum og tímalausum heimi þar
sem ljóst er að gríðarleg spilling hefur átt sér stað, svik og prettir.“
Hafnarfjarðarleikhúsið
í samstarfi við Lab Loka
Ufsagrýlur eftir Sjón
bbmnn
Leikarar: Aðalbjörg Þóra Árnadóttur,
Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein,
Erling Jóhannesson, Hjálmar Hjálmars-
son, Orri Huginn Ágústsson, Gísli Björn
Heimisson, Halldór Magnússon, Huld
Óskarsdóttir, Júlía Hannam, Magnús Örn
Sigurðsson og Rúnar Örn Marínósson.
Leikmynd: Móeiður Helgadóttir
Búningar: Myrra Leifsdóttir
Leikgervi: Ásta Hafþórsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson
Tónlist/hljóðmynd: Stilluppsteypa
Leikstjórn: Rúnar Guðbrandsson
Frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu
föstudaginn 5. febrúar
INGIBJÖRG
ÞÓRISDÓTTIR
LEIKLIST
Það verður lengi í minnumhaft er Andrew D’Angelostjórnaði Stórsveit Reykja-víkur í Kaffileikhúsinu í
mars 2003 og Björn R. blés enn með
bandinu. Kraftur Andrews og spila-
gleði átti sér engin takmörk og hin þá
hefðbundna Stórsveit sleppti fram af
sér beislinu.
Sjö árum síðar er Andrew gestur
Stórsveitarinnar að nýju og sum lag-
anna frá 2003 enn á efnisskránni og
fönkaður krafturinn í „Marching
Fuckers“ jafn sterkur og fyrr og
boppskotinn óðurinn til mömmunnar
„Big Butt“ enn spennandi jafnvæg-
islist hins frjálsa og hins hefðbundna
– aftur á móti ríkir meira jafnvægi í
tónlist Andrews en fyrr og ekki að efa
að barátta hans við dauðann, þar sem
hann fór með sigur af hólmi, hefur
sett mark sitt á tónlist hans. Kannski
ekki alltaf til góðs – í það minnsta
fannst mér poppballaða hans „Cho-
rale“ þar sem hann raulaði í sífellu „I
love you“ dálítið einsog í vitlausu leik-
riti – þó að laglínan væri falleg. „Free
Willy“ var nánast hefðbundinn stór-
sveitarópus fjórskiptur – svo kom þar
á tónleikunum að bandið brast í blús.
Öll var tónlist Andrews án til-
gerðar og tildurs, oft voru elling-
tonskir sprettir með tilheyrandi
demparablæstri og alltaf lék ferskur
andblær um tónlistina, ólíkt þeim til-
finningardoða sem einkennir æ meira
stósveitir útvarpsstöðva og tónlist-
arháskólaskóla heimsins og ýmsir
bandarískir „flökkustjórnendur“ eru
haldnir.
Margt góðra sólókafla mátti heyra
á tónleikunum og að sjálfsögðu var
Andrew þar í aðalhlutverki bæði á
bassaklarínett og altósaxófón, en
kraftmikill altóblástur hans, vöfða-
stæltur einsog hjá Dolphy, er gulli
betri. Saxófónarnir voru óborg-
anlegir í mishljóma babli sínu í lokum
„Shoosabuster“ og Óskar Guðjónsson
blés kröftugan tenórsóló í „Gay
Disco“ sem var lokaverk tónleikanna
og þar reis sveitin að nýju í hæðir.
Svo voru það allir hinir sem stóðu
sig einsog hetjur og Sigurður Flosa-
son, kröftugur bakhjarl Andrews á
tónleikunum. Aftur á móti var hljóm-
urinn á Rosenberg ekki upp á hið
besta og hrynsveitin dálítið útundan
þar sem ég sat.
Þá er bara eitt eftir; að óska Stór-
sveit Reykjavíkur til hamingju með
að hafa verið valin tónlistarhópur
Reykjavíkur 2010 og ekki síður okk-
ur, sem njótum leiks hennar. Það er
fyrir löngu orðið klisja að benda á að
hún sé í fremsta flokki stórsveita, en
því skal bætt við að sveitin hefur flest
stílbrigði á valdi sínu.
Saxófónorgía Stórsveitarinnar
Blásarinn „Öll var tónlist Andrews án tilgerðar og tildurs, oft voru elling-
tonskir sprettir með tilheyrandi demparablæstri og alltaf lék ferskur and-
blær um tónlistina,“ segir Vernharður m.a.
Café Rosenberg
Stórsveit Reykjavíkur og Andrew
D’Angelobbbmn
Einar Jónsson, Kjartan Hákonarson,
Snorri Sigurðarson og Birkir Freyr
Matthíasson á trompeta; Edward Fre-
deriksen, Stefán Ómar Jakobsson og
Einar Jónsson á básúnur; David Bobroff
á bassabásúnu; Ólafur Jónsson, Óskar
Guðjónsson, Sigurður Flosason, Haukur
Gröndal og Kristján Svavarsson á saxó-
fóna, klarinettur og flautur, Kjartan
Valdimarsson á rafpíanó, Gunnar
Hrafnsson á rafbassa og Einar Scheving
á trommur.
Stjórnandi: Andrew D’Angelo sem einn-
ig blés í altósaxófón og bassaklarinett.
Mánudagskvöldið 8. febrúar.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
„Besta leiksýning ársins“
Mbl., GB
Mbl., IÞ
Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Góðir Íslendingar HHHH GB, Mbl
Faust (Stóra svið)
Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas Sun 14/3 kl. 20:00
Fim 11/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00
Fös 12/2 kl. 20:00 8.K Fös 5/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00
Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Lau 6/3 kl. 20:00 Aukas
Lau 20/2 kl. 20:00 10.K Lau 13/3 kl. 20:00 Aukas
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports
Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið)
Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00
Fim 18/2 kl. 19:00 aukas Fim 4/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00
Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt.
Góðir íslendingar (Nýja svið)
Fös 12/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00
Lau 13/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00
Undir yfirborðinu býr sannarlega þjóð sem á sér ýmis leyndarmál.
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Lau 13/2 kl. 12:00 Lau 27/2 kl. 12:00 Sun 7/3 kl. 12:00
Lau 13/2 kl. 14:00 3.K Lau 27/2 kl. 14:00 Sun 7/3 kl. 14:00
Sun 14/2 kl. 12:00 Sun 28/2 kl. 12:00 Lau 13/3 kl. 12:00
Sun 14/2 kl. 14:00 4.K Sun 28/2 kl. 14:00 Lau 13/3 kl. 14:00
Sun 21/2 kl. 12:00 Lau 6/3 kl. 12:00 Sun 14/3 kl. 12:00
Sun 21/2 kl. 14:00 5.K Lau 6/3 kl. 14:00 Sun 14/3 kl. 14:00
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 12/2 kl. 19:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 19:00
Lau 13/2 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00
Lau 13/2 kl. 22:00 Lau 20/2 kl. 19:00
Sýningum lýkur í mars
Djúpið (Nýja svið)
Fim 11/2 kl. 20:00 síðasta
sýn
Síðasta sýning 11. feb. Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé.
Bláa gullið (Litla svið)
Mið 10/2 kl. 9:30 Fös 12/2 kl. 9:30 Mán 15/2 kl. 11:00
Mið 10/2 kl. 11:00 Fös 12/2 kl. 11:00 Þri 16/2 kl. 9:30
Fim 11/2 kl. 9:30 Mán 15/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 11:00
Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Fjölskyldan ,,Besta leiksýning árins“ Mbl, GB
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
39 þrep (Samkomuhúsið)
Fös 12/2 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00
Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Fös 5/3 kl. 19:00 Ný sýn
Sun 14/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Ný sýn
Sýningum lýkur í mars
Munaðarlaus (Rýmið)
Fim 11/2 kl. 20:00 1.sýn. Lau 13/2 kl. 19:00 3.sýn.
Fös 12/2 kl. 19:00 2.sýn. Sun 14/2 kl. 20:00 4.sýn.
Aðeins nokkrar sýningar verða í Rýminu á Akureyri