Vera - 01.02.1989, Síða 18

Vera - 01.02.1989, Síða 18
„Verkalýðshreyfingin verður að sýna styrk og samstöðu" I haust réð Alþýðusamband Islands til sín nýjan hagfræðing og sú dnægjulega nýbreytni varð að kona var rdðin til starfans. Það er Lilja Mósesdóttir en hún hefur einmitt vakið athygli margra fyrir greinar sínar í Morgunblaðinu í vetur, ekki síst vegna jeess að þar er fjallað um efna- hagsmól ó skýrari og auðskiljanlegri móta en fólk ó almennt að venjast í fjölmiðlaumræðu. Lilja tók BA-próf í hagfræði í Bandaríkjunum órið 1 984, las uppeldis- og kennslufræði í Þýskalandi veturinn 1986—'87 en lauk síðan mastersnómi í þjóðhagfræði fró Bretlandi órið 1988. Sérsvið hennar var mjög nærtækt — vandamól smórra fiskveiðihagkerfa. En það er ekki nóms- og æviferill Lilju sem er til umfjöllunar í Veru að þessu sinni heldur skoðanir hennar ó stöðu móla í íslensku efnahagslífi. Er óstandið eins slæmt og menn vilja vera lóta eða er það mólað of dökk- um litum til að undirbúa frekari kjaraskerðingar? Rætt við Lilju Mósesdóttur, hagfræðing ASI ,,Nei, mér sýnist vandinn vera svo upp- safnaður að það verði ekki hægt að fresta lausn hans mikið lengur. Fyrirhyggjuleysi stjórnvalda hefur verið slíkt á undanförn- um árum að það verður ekki komist hjá því að grípa til aðgerða. Um langt árabil hefur verið fjárfest í atvinnugrein, sem er að dragast saman, með lánum sem eru mjög dýr. Þessi háttur á fjárfestingu kom kannski ekki að sök meðan raunvextir voru nei- kvæðir en sjávarútvegurinn getur aldrei borgað sín lán með þeirri ávöxtun sem nú er krafist. Það er alþekkt þumalfingurregla að arðsemiskröfur fyrirtækja eru aldrei eins miklar og ávöxtunarkröfur á lánamarkaði. Einmitt þess vegna er svo hæpið að lán- veitingar úr Atvinnutryggingarsjóðnum leysi nokkurn vanda. Skuldbreytingalánin þar eru til 10 ára með 6% raunvöxtum og það er ekkert sem bendir til þess að fyrir- tækin geti staðið í skilum með þessi lán þegar þau þurfa að fara að borga af þeim eftir 2 ár. Arðsemi sumra þeirra þyrfti lík- lega að aukast umca. 10% ef þau ættu að geta staðið undir þessu.“ — En er einhver ástæða til að láta einka- aðila eiga og ráðskast með fyrirtæki ísjáv- arútvegi þegarþess ergætt að þau virðast ekki geta gengið án einhvers konar styrkja af almannafé? Nelkvæðir raunvextir á lán- um til fyrirtækja voru í raun ekkert annað en dulbúnir styrkir til þeirra og þegarþess- um styrkjum linnir með hækkandi vöxtum virðast fyrirtækin riða á barmi gjaldþrots. Þá fara þau fram á að fjármagn sé flutt til þeirra frá heimilunum i landinu í formi beinnar kjaraskerðingar eða gengisfelling- ar. ,,Það er alveg Ijóst að það þarf að auka hlutafé þessara fyrirtækja því það er ekki sama ávöxtunarkrafa af hlutafé eins og lánsfé. Eigið fé í þeim er mjög lítið og fjár- magn frá eigendum sjálfum mun í fæstum tilvikum duga. Þess vegna þarf ríkið eða almenningur að fjárfesta í þessum fyrir- tækjum. Þessari fjárfestingu þarf að fylgja bæði eignaraðild og aðild að stjórn fyrir- tækjanna. Ég held t.d. að mun varanlegri lausn á vanda sjávarútvegsins væri að ríkið legði fram hlutafé I stað þess að láta At- vinnutryggingarsjóð lána fyrirtækjunum. Það er fátt sem bendir til þess nú að fyrir- tækin geti greitt þessi lán þegar kemur að skuldadögunum." ,,Þaö veröur aö skattleggja sjávarútveginn í góöæri“ — Árið 1983 átti sér stað verulegur til- flutningur á fjármagni frá heimilunum til fyr- irtækjanna og í kjölfarið sigldi mikið góðæri en þrátt fyrir það virðast öll fyrirtæki nú komin á vonarvöl. Hvernig stendur á þessu? ,,Það sem gerðist í efnahagslífinu 1982—’83 var að það kom stutt samdrátt- artímabil þegar loðnan hvarf 1982 en fljót- lega á eftir jókst þorskveiði mjög mikið og verð á Bandaríkjamarkaði hækkaði veru- lega. Stjórnvöld voru strax reiðubúin að skerða kjörin vegna þessa samdráttar. Kjararýrnunin var að mínu mati í engu sam- ræmi við aðstæður, hún var bæði alltof mikil og stóð yfir í of langan tíma. Góðær- ið var löngu byrjað þegar laun loks fóru að hækka aftur. Þrátt fyrir góðærið var ekki safnað í neina sjóði. Verðjöfnunarsjóður frystra afurða, sem sjávarútvegurinn á að leggja í þegar vel árar og fá úr þegar illa gengur, var tómur að góðærinu loknu. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að það eru atvinnurekendur sjálfir sem ráða þessum sjóði og í þeirra augum er aldrei góðæri. Nú er greitt úr Verðjöfnunarsjóði 5% ofan á afurðaverð og það er að hluta til fjármagnað með lántöku. Ef okkur á að takast að draga úr sveiflum í hagkerfinu verður að skattleggja sjávarútveginn í góð- æri.“ ,,EinhIiöa hækkun lág- markslauna skilar takmörk- uöum árangri“ — / kjölfar kjaraskerðingarinnar árið 1983jókst launamunur í þjóðfélaginu. Tekj- ur hinna hæstlaunuðu hækkuðu meira en hinna lægstlaunuðu og tekjur karla meira en kvenna. Hvernig skýrir þú þetta? ,,Svo virðist sem aukin þensla hafi haft í för með sér aukinn launamun og mest 18

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.