Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 28

Freyr - 01.03.2000, Blaðsíða 28
Alyktanir búnaðarþings Hér á eftir fylgja ályktanir búnaðarþings 2000 að undanskilinni fjárhagsáætlun Allsherjarnefnd Þjóðlendukröfur ríkisins og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Búnaðarþing 2000 mótmælir harðlega þeim kröfum um eignar- rétt á landi í Amessýslu sem fram em komnar af hálfu fulltrúa ríkisins á gmndvelli laga um þjóðlendur. Búnaðarþing telur fráleitt að fram skuli settar kröfur um að afréttir og þinglýst eignarlönd bænda, sveitar- og/eða upprekstrarfélaga, verði að hluta eða að öllu leyti gerð að þjóð- lendum og þar með eign ríkisins. Búnaðarþing leggur þunga áherslu á ábyrgð ríkisstjómar og Alþingis á umræddri kröfugerð og þar með ábyrgð á þeim afleiðingum sem hún hefur fyrir bændur og landsbyggðina. Búnaðarþing 2000 beinir því til Alþingis og rfldsstjómar að: a) Lögfest verði að ríkið hafi sönn- unarbyrði fyrir eignarétti á landi, landsréttindum og hlunnindum. b) Alþingi setji inn ákvæði í lög um þjóðlendur, sem kveði á um að þar sem fyrir liggja staðfest landamerki samkvæmt lögum þar um og þinglýsingar á tiltekn- um svæðum þá standi það. Þau lönd geti aldrei orðið þjóðlendur. c) Kröfur ríkisins í lönd í Ámes- sýslu verði dregnar til baka og endurskoðaðar, og verði aldrei gerð krafa um að eignarlönd, þar sem fyrir liggja staðfest landa- merki, verði þjóðlendur. d) Unnið verði að því að fjármála- ráðherra leggi fram rökstuddar kröfur ríkisins til þjóðlenda fyrir landið allt, áður en Óbyggða- nefnd tekur einstök svæði til úr- skurðar. Óbyggðanefnd leggi síðan fram áætlun um í hvaða röð verður fjallað um einstök landsvæði og á hvaða tíma. Greinargerð: Með kröfugerð ríkisins er gerð alvarleg aðför að eignarrétti og skal í því sambandi minnt á 72. gr. Stjómarskrár íslands, en þar segir: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf tii þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir“. Á bls. 546 í Stjómskipunarrétti eftir Gunnar G. Schram útg. 1997 segir: „Hér á landi er löngu viður- kennt, bæði af fræðimönnum og í framkvæmd, að stjómarskráin noti orðin „eignarrétt" og „eign“ í mjög víðtækri merkingu". Þá minnir búnaðarþing á að í 1. gr. 1. viðauka við Mannréttindasátt- mála Evrópu nr. 62/1994 segir svo: „Öllum mönnum og lögaðiium ber réttur til að njóta eigna sinna í friði. Skal engan svipta eign sinni, nema hagur almennings bjóði og gætt sé ákvæða í lögum og almennra meginreglna þjóða- réttar.“ I sveitum landsins hefur löngum verið litið svo á að afréttir væm eignarlönd einstakra bænda, sveitarfélaga eða upprekstrarfélaga á sama hátt og jarðimar, og hefur nýtingu þeirra og rétti til framkvæmda á þeim verið stjómað samkvæmt því. Verði kröfur ríkisins settar fram fyrir landið allt fæst heildaryfirsýn og sést hvert er eðli og umfang kröfugerðarinnar. Slíkt ætti frekar að tryggja samræmdar aðgerðir af hálfu allra málsaðila og samræmdari niðurstöður. Búnaðarþing 2000 hefur fengið til umsagnar fmmvarp til laga um breytingu á lögum nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Þingið mælir með að fmmvarp þetta verði samþykkt með eftirfar- andi viðbótum og breytingum: 1. Ný málsgrein komi inn í 2. gr. þjóðlendulaganna, sem verði 2. málsgrein: Islenska ríkið ber alla sönn- unarbyrði fyrir eignarrétti sínum skv. 1. málsgrein. 2. Seinni málsgrein 5. gr. þjóð- lendulaganna verði: Sama gildir um hvers konar önn- ur réttindi, sbr. 2. málsgrein 2. greinar. 3. Á eftir 5. gr. þjóðlendulaganna komi ný grein, sem verði 6. grein. (Númer þeirra greina lag- anna, sem á eftir koma taka til breytingum til samræmis, sú grein sem nú er 6. grein verður nr. 7 o.s.frv.). Landamerkjaskrár sem færðar hafa verið inn í þinglýsingabók gildi, og geta eignarlönd ekki orðið þjóðlendur ef fyrir liggja slík gögn um þau. 4. Fyrsta málsgrein a) liðar 4. greinar frumvarps til laga um breytingu á þjóðlendulögunum orðist svo (í stað: Þegar nefnd- in ... á svæðinu): Óbyggðanefnd ákveður hvaða svæði landsins verða tekin til meðferðar, og skal hún að þyí loknu tilkynna fjármálaráðherra, sbr. 1. mgr. 11. gr. ákvörðun 28 - FREYR 2/2000

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.