Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 24

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 24
Miðvikudagur 27. júlí. Eftir morgunmat skráði fólk sig í flugið og losaði sig við farangur. Síðan var farið á veitingastaðinn, söfn­ in skoðuð og rölt um fram að hádegismat. En heimurinn er lítill. Mér til undrunar hitti ég á förnum vegi gamlan nemanda, Starra Heiðmarsson, sem er sérfræðingur í lágplöntum og vinnur á Akureyri. Hann var þarna á ráðstefnu náttúrufræð­ inga. Þotan til Kaupmannahafnar átti að fara í loftið kl. 13:35 en veruleg seinkun varð á því. Ég held vegna þess að þyrla frá Nuuk varð sein fyrir. Þotan komst þó í loftið um síðir en Grænlandsflug varð fyrir bragðið að borga gistingu í Kaupmannahöfn og áframflug daginn eftir fyrir aðra Norðurlandabúa en Dani. Vetrar- og sumarnámskeiðin hjá Nordspråk eru býsna ólík. Vetrarnámskeiðin fjalla jafnan um eitt afmarkað kennslufræðilegt viðfangsefni. Til að mynda fjallaði námskeiðið sem ég sótti snemma vetrar 2003 í Station Next, Filmbyen utan við Kaupmannahöfn um gerð stuttmynda með grunn­ og framhaldskólanemend­ um. Það líktist einna helst risastórum vinnufundi. Sumarnámskeiðin eru aftur á móti staðbundnari, opnari og menningartengdari. Þau eru líka fjöl­ breyttari að efni þótt um eitt aðalviðfangsefni sé að ræða. Náttúra, saga og samfélag virtist mér vera meginstefið á námskeiðinu á Grænlandi í sumar sem leið. Mér fannst það takast vel þegar á heildina er litið þrátt fyrir ýmsar breytingar á dagskrá sem aðallega stöfuðu af því að áætlanir heima fyrir stóð­ ust ekki. En Lis Madsen, skipuleggjandi og forvíg­ ismaður námskeiðsins, leysti alla þess háttar hnúta fljótt og vel með danskri lipurð. Fyrirlestur Kay Lyberth hefði samt mátt vera ögn betur undirbúinn. Þá hefði ekki þurft að fylla upp í eyðurnar með skrýtlum sem ekki komu málinu við vegna þess að viðfangsefnið var nógu heillandi í sjálfu sér. Ég saknaði þess í sumar að fá ekki oftar að smakka hefðbundinn grænlenskan mat: selkjöt, spik, hval, hreindýr, villtan fugl o. fl. Matarhefðin er nú svo ríkur þáttur í menningu hvers svæðis. En ekki verð­ ur á allt kosið. Eins fannst mér fara langur tími í milliferðir. En kannski er nú Grænland bara þannig. Það er svo stórt og strjálbýlt, jafnvel miðað við Ísland. Flest þorp og sveitabæir á Suðvestur­Grænlandi hafa ein­ ungis samgöngur á sjó og með þyrlum. Manni finnst varla nokkurt byggt ból á Íslandi vera afskekkt miðað við þessar óravíddir milli staða. Þannig eru nú flestir hlutir afstæðir. Á döfinni hjá Dagana 8.–12. apríl verður haldin ráðstefna alþjóðlegra samtaka enskukennara (IATEFL) í Harrogate í Englandi. Þangað fer allstór hópur kennara sem nýtur til þess lítils háttar styrks frá félaginu. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Hádegi á Grand hóteli 6. maí nk.frá kl.10.00–14.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Staða máladeilda, hver er hún? Veitingar í boði félagsins. Það er von stjórnar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Sumarnámskeið fyrir enskukennara verður í Bemidji háskólanum í Minnesota, USA 8.–18.ágúst nk. Skráning hjá Kristen M. Swenson (kristen@fa.is) Pilgrims Ltd í Canterbury veita styrk einum íslenskum kennara næsta sumar til að sækja eitthvert námskeiða þeirra í Kantaraborg. Umsóknir berist stjórninni sem fyrst. Félagið hefur reynt að hafa sem best samband við félagsmenn sína á rafrænan hátt. Einhver brögð eru að því að fólk detti út af listanum. Þessvegna biðjum við kennara að hafa samband líði tvær vikur á skólatíma án þess að heyrist í félaginu. Auðvelt er að komast aftur á listann í gegnum heimasíðu félagsins: http://feki.ismennt.is . 4 MÁLFRÍÐUR FEKÍ FÉLAG ENSKUKENNARA Á ÍSLANDI AT E I – T H E A S S O C I AT I O N O F TEACHERS OF ENGLISH IN ICELAND

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.