Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.03.2006, Blaðsíða 28
 MÁLFRÍÐUR Íslenskt atvinnulíf nýtur samkeppnisforskots í alþjóðaviðskiptum vegna góðrar tungumálakunn­ áttu starfsfólks, ef marka má niðurstöðu spurn­ ingakönnunar IMD í Sviss þar sem stjórnendur fyr­ irtækja í öllum ríkjum heims mátu hversu vel eða illa tungumálakunnátta mætir þörfum atvinnulífsins.1 Viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja er alþjóð­ legt, þekkingarsamfélagið er alþjóðlegt og menning­ arsamfélagið er alþjóðlegt. Íslensk fyrirtæki hafa nú þegar og í vaxandi mæli tengsl og umsvif í öllum heimshlutum. Flestir spá því að Kína og Indland verði meðal stærstu efnhagsvelda heims innan fárra ára, ásamt Bandaríkjunum og Evrópusambandinu (ESB). Til þess að mæta nýjum þörfum atvinnulífs­ ins er mikilvægt að efla enn frekar kennslu í ensku, styrkja kennslu í öðrum „hefðbundnum málum“ og líta til kennslu í tungumálum sem ekki hafa notið mikillar athygli á Íslandi, svo sem kínversku, urdu, spænsku, arabísku og indónesísku. Mitt í hnattvæðingunni Ísland er í hringiðu hnattvæðingar þar sem fjar­ lægðir eru stuttar bæði í eiginlegum og óeiginleg­ um skilningi. Efnahagur ríkja hefur samtvinnast vegna aukinna viðskipta með vörur, þjónustu og fjármagn og á sama tíma berast nýjar hugmyndir og ný tækni hraðar um heiminn. Þessari þróun fylgir efnahagslegur ávinningur vegna aukinnar sérhæf­ ingar, áhættudreifingar og hagstæðari ráðstöfunar fjármagns þvert á landamæri. Ennfremur fylgja henni áskoranir og tækifæri fyrir samfélagsþróun og menningarlíf. Einn mælikvarði á hnattvæðingu er 1 IMD. World Competitiveness Yearbook 2005. Aðalsteinn Leifsson Tungumálakunnátta eykur samkeppnishæfni Aðalsteinn Leifsson Aðalstei­nn Lei­fsson, MSc, MBA, hefur starf­ að fyri­r ESB, EFTA og utan ríki­sráðuneyti­ð og kenni­r námskei­ð í al­ þjóðavi­ðski­ptum og samni­ngatækni­ á ensku í Háskólanum í Reykja­ vík. Línurit 1. Utanríkisviðskipti Íslands árið 2004 eftir markaðssvæðum. Heimild: Hagstofa Íslands. Evrópa Bandaríkin Japan Önnur lönd 0 20 40 60 80 Útflutningur Innflutningur 100

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.