Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2015, Blaðsíða 8
NEYTENDABLAÐIÐ // JÚNÍ 2015 // DEILIhAgkErfIÐ Elsta hagkerfið Deilihagkerfið er elsta hagkerfi í heimi, enda peningar í raun tiltölulega nýleg uppfinning. Deilihagkerfið er við- skiptakerfi sem byggir á skiptum eða samnýtingu verð- mæta, og yfirleitt er um „jafningjaviðskipti“ (peer-to- peer) að ræða, en ekki það að „salan“ fari fram í a t- vinnu skyni. Eftir að peningar komust í almenna umferð ruddi séreignarstefnan sér sífellt harðar fram með þeim afleiðingum að ofneysla, sér í lagi á Vesturlöndum, hefur haft skelfileg áhrif á takmarkaðar auðlindir jarðarinnar. En í kjölfar hrunsins, og ekki síður vegna örrar tækni- þróunar, er deilihagkerfið að ryðja sér til rúms á ný. Svokallaðir endurdreifingarmarkaðir eru angi af deilihag- kerfinu og sveitarfélög víða um heim eru farin að bjóða upp á samnýtingu hjóla og jafnvel bifreiða. Kostir sam- nýtingar virðast augljósir, ekki bara efnahagslegt hag- ræði fyrir hvern og einn, heldur einnig jákvæð um- hverfis áhrif. En eru þá einhverjir gallar við deilihag- kerfið? Er kannski um ofnotkun – og jafnvel misnotkun – hugtaksins að ræða? Ókunnugi vinur minn Með samfélagsmiðlum á borð við Facebook, svo ekki sé talað um vefsíður sem sérstaklega eru settar upp sem markaðstæki eins og Bland og Ebay, auk sérstakra deili- hagkerfissíðna eins og Couchsurfing og Samferða, getum við komist í samband við hvern sem er, hvar sem er á ótrúlega skömmum tíma og með lítilli fyrirhöfn. Því er auðvelt að finna einhvern sem á það sem okkur vanhagar um eða vill fá að nýta sér það sem við eigum. Meðan möguleikarnir til samnýtingar takmörkuðust fyrir nokkrum árum við það að banka upp á í næsta húsi og biðja um bolla af hveiti eru þeir nú nánast óþrjótandi. Ónýttir sófar og hálftómir bílar Deilihagkerfið í sinni hreinustu mynd gengur út á sam- nýtingu, sem stuðlar aftur að minni sóun. Það gengur ekki út á að neinn hagnist beint peningalega heldur samnýtir fólk einfaldlega verðmæti sem ella eru kannski illa nýtt. Dæmi um þetta er samfélagssíðan Couchsurfers.com, en um 10 milljónir manna um allan heim eru skráðir á þeirri síðu, þar af um 5.000, misjafnlega virkir þó, sem bjóða upp á gistingu á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin geng- ur út á að þeir sem eiga kannski illa nýtta sófa, eða jafn- vel herbergi, bjóða „sófavinum“ að gista hjá sér. Gest- gjaf arnir fá í staðinn að kynnast nýju fólki frá öðrum löndum, læra um siði þess og jafnvel smakka þjóðarrétti sem gestirnir elda. Þá er ekki óalgengt að gestir komi með súkkulaði, rauðvín eða annað góðgæti frá heima- landinu. Gestirnir fá svo allt aðra innsýn í samfélagið en þeir mundu gera með því að gista á hótelum eða gisti- húsum og er þannig í raun um ákveðinn lífsstíl að ræða. Þannig er gert ráð fyrir að gestirnir spari án þess að gestgjafarnir verði fyrir tilkostnaði. Þá ganga einnig fjölmargar vefsíður út á íbúðaskipti. Alla jafna skiptist fólk þá einfaldlega á íbúðum, og jafnvel bíl- um, án þess að önnur greiðsla komi til. Hugmyndin er að auðvelda fólki að spara í fríinu og að nýta íbúðir sem ella stæðu auðar. Annað dæmi er samnýting bílferða, og má þar nefna vefsíðuna Samferda.is. Þar skráir fólk sig einfaldlega ef það vantar far eða er á leiðinni eitthvert og er með pláss Deilihagkerfið - hagkvæm nauðsyn eða hippalegt bull? Sófavinir frá Ítalíu sem heimsóttu Reykjavík í vor. Þurfum við endilega að „eiga“ allt sem við notum? Gætum við ekki samnýtt miklu meira? Eins og hálftóma bíla? Reiðhjól sem dregin eru fram tvisvar-þrisvar á ári? Sauma- og sláttuvélar? Og jafnvel matvæli? 8

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.