Lögmannablaðið - 01.05.2001, Page 8

Lögmannablaðið - 01.05.2001, Page 8
Aðalfundur LögmannafélagsÍslands var haldinn föstu-daginn 16. mars s.l. Fundar- stjóri var kosinn Pétur Guðmund- arson, hrl. og fundarritari Björg Rúnarsdóttir, hdl. Á dagskrá fund- arins voru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Skýrsla stjórnar Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar og vísaði m.a. til prent- aðrar ársskýrslu, sem send var fé- lagsmönnum fyrir fundinn. Í erindi sínu gerði formaðurinn að umtals- efni mál sem borið hefðu hæst á liðnu starfsári. Vék hann þar m.a. samskiptum Lögmannafélagsins og dómsmálaráðuneytisins, og túlkun ráðuneytisins á því hvaða störf teldust ósamrýmanleg handhöfn málflutningsréttinda. Benti hann á að í ljósi afstöðu ráðuneytisins hafi stjórn félagsins talið sér skylt að veita öðrum ríkisstarfsmönnum en þeim er starfa hjá dómstólum og fullnægja að öðru leyti almennum skilyrðum, undanþágu frá skyldum 12. gr. lögmannalaganna. Við þetta hafi félagsmönnum fjölgað, en að lögmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að fjölgun ríkis- starfsmanna í félaginu hefði í för með sér að Lögmannafélagið tap- aði sýn á því meginhlutverki sínu er snúi að réttindum og skyldum sjálfstætt starfandi lögmanna. Hlufallslega væri félagsaðild virkra félaga með þeim hætti að tæp 70% væru starfandi lögmenn eða full- trúar þeirra. 13% félagsmanna starfi hins vegar hjá ríki eða sveitarfélög- um, 11% hjá fyrirtækjum og félaga- samtökum og 7% hjá bönkum og fjármálastofnunum. Formaðurinn kom inn á þá nýj- ung á skipan stjórnar Lögmanna- félagsins er varð á síðasta aðal- fundi, með kosningu innanhúss- lögmanns, í stað þess að í stjórn sætu einungis sjálfstætt starfandi lögmenn eða fulltrúar þeirra. Þessi nýjung hefði verið eðlileg í fram- haldi af flutningi úrskurðarvalds í ágreiningi um störf lögmanna frá stjórn félagsins til sérstakrar úr- skurðarnefndar. Taldi formaðurinn almenna ánægju ríkja með þessa breytingu, og ennfremur að innan- hússlögmenn myndu í vaxandi mæli finna samkennd með félagi sínu og að þátttaka þeirra í félags- störfum myndi aukast. Því næst vék formaðurinn að rekstrarafkomu félagsins á síðasta ári, en hún hafi verið óviðunandi eins og raunar nokkur undanfarin ár. Væri tapið nú, tilkomið vegna sérstakra útgjalda félagsins á síð- asta ári, sem öll hefðu verið færð til gjalda á árinu. Þar hafi vegið þyngst kostnaður vegna “ad hoc” úrskurðarnefndar og vegna óupp- gerðra launa vegna fyrri ára. Væri harla ólíklegt að fjárhagur félagsins yrði fyrir slíkum skakkaföllum ár- lega. Hefði þessi skellur ekki kom- ið til, væri fjárhagur í sæmilegu jafnvægi, einkum þegar við bættist tæplega 1.0 mkr. kostnaður vegna sérstakra verkefna sem ráðist hafi verið í á síðasta ári, þ.e. endur- skoðun handbókar og gerð heima- síðu. Þá gerði formaðurinn að umtals- efni agavald yfir lögmönnum og mikilvægi þess að halda agavaldi innan félagsins sem hluta af stöð- ugri baráttu fyrir sjálfstæði lög- mannastéttarinnar. Sú niðurstaða hafi hins vegar þýtt að Lögmanna- félagið bæri kostnað af störfum úr- skurðarnefndar sem væri veruleg- ur. Léti nærri að fjórðungur ár- gjalda félagsmanna á rekstrarárinu hafi gengið til þess að halda aga- valdinu hjá félaginu. Benti formað- urinn á að stjórn félagsins hafi m.a. reifað þá hugmynd að við næstu endurskoðun lögmannalaganna yrði nefndarmönnum úrskurðar- nefndar fækkað úr fimm í þrjá, þótt ekki yrði raskað þeim grundvelli að meirihluti nefndarinnar væri skipuð starfandi lögmönnum. Formaðurinn gerði einnig að umtalsefni nýlegar skipanir í emb- ætti hæstaréttardómara og bókun stjórnar félagsins sem send var 8 Lögmannablaðið Aðalfundur Lögmannafélags Íslands Ingimar Ingason framkv.stj. LMFÍ Verkaskipting stjórnar Eins og félagsmönnum ætti að vera kunnugt, var ÁsgeirThoroddsen, hrl., endukjörinn formaður LögmannafélagsÍslands á aðalfundi félagsins 16. mars s.l. Á fundi nýkjör- innar stjórnar félagins 21. sama mánaðar. var síðan tekin ákvörð- un um verkaskiptingu hennar, sem er sem hér segir: Helgi Birg- isson, hrl., varaformaður, Lára V. Júlíusdóttir, hrl., ritari, Ársæll Hafsteinsson, hdl., gjaldkeri og Helgi Jóhannesson, hrl., með- stjórnandi.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.