Þjóðmál


Þjóðmál - 01.06.2009, Page 32

Þjóðmál - 01.06.2009, Page 32
30 Þjóðmál SUmAR 2009 . því, að sundurlyndi ein kenni þessa vinstri stjórn ekki síður en hinar fyrri eru miklar . Það er svo annað mál, að sá veruleiki mun ekki nýtast Sjálfstæðisflokknum í sama mæli og áður . Kjósendur eru ekki búnir að gleyma skrípaleiknum í borgarstjórnar- flokki Sjálfstæðisflokksins, þótt Hanna birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, hafi unnið ótrúlegt pólitískt afrek með því að koma á friði í borgarstjórninni . Valdataka vinstri flokkanna gefur þeim tækifæri til að finna sjálfa sig og móta nýja þjóðfélagsstefnu eftir hrun þeirrar gömlu hugmyndafræði, sem þeir byggðu á mestan hluta 20 . aldarinnar . næstu 18 mánuðir leiða í ljós, hvort þeim tekst það . En hrun bankanna og afleiðingar þess leggja ekki síður þá kvöð á Sjálfstæðisflokk- inn að hann endurskoði og endurnýi stefnu sína í ljósi fenginnar reynslu . Því fer víðs fjarri, að því verki hafi verið lokið á landsfundinum í vetur . Hin norræna velferðarstjórn Sam fylk ingar og Vinstri grænna hefur tekið fyrstu skrefin við stjórnun ríkis fjármála . neysluskattar skulu hækkaðir . Þannig er gripið til sömu gömlu úrræðanna . Vinstri menn vilja alltaf taka stærri sneið af kökunni og neita að skilja að skynsamlegra sé að reyna að stækka kökuna . Hér skal ekki gert lítið úr þeim vanda sem blasir við í ríkisfjármálum . En merkilegt er að fyrsta skrefið sem stigið er skuli vera að auka álögur á almenning og fyrirtæki í landinu . á sama tíma eru bankarnir óstarfhæfir og atvinnulífið fær ekkert súrefni . Stöðugar tafir á endurfjármögnun bankakerfisins eru helsti dragbítur á endurreisn efnahagslífsins . Þeir 2,7 milljarðar sem ríkisstjórnin ætlar að næla sér í úr vasa almennings, hafa glatast margfalt á síðustu vikum vegna stjórn-, stefnu- og sinnuleysis ríkisstjórnar, sem hefur geð í sér að kenna sig við norræna velferð . Hækkun neysluskatta, sem keyrð var í gegnum Alþingi með sérstakri flýtimeðferð, mun leiða til þess að skuldir heimilanna hækka um átta milljarða vegna hækkunar á neysluverðsvísitölu . En jóhanna Sigurðardóttir er ekki í vandræðum með að finna leiðir út úr þeim vanda . Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins segir hún að vísasti vegurinn gegn verðtryggingu sé að ganga í Evrópusambandið . Enn og aftur er lausnarorð forsætisráðherra aðild að Evrópusambandinu og líklega sér hún þá tækifæri á að verðtrygging falli úr gildi af fjárskuldbindingum heimilanna, og að þar með verði auðveldara fyrir ríkisstjórnina að afla tekna með auknum álögum á almenning . Í komandi viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman til að taka ákvörðun um stýrivexti . Vonir um að vextir yrðu lækkaðir hressilega hafa dvínað á undanförnum dögum . Verðlag hefur hækkað meira en reiknað var með, skattahækkanir ýta enn frekar undir og engin heildstæð aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum hefur litið dagsins ljós . Endurreisn bankakerfisins er í uppnámi og upplýsingum um raunverulega stöðu bankanna er haldið leyndum . Allt eru þetta atriði sem peningastefnunefnd hefur sagt að séu forsendur fyrir því að hægt sé að lækka vexti . Og umsvifamikil lækkun stýrivaxta, samhliða afnámi gjaldeyrishafta, er forsenda þess að fyrirtæki nái að lifa og hefjast handa við að byggja upp til framtíðar . Hið rétta andlit vinstri stjórnar hefur komið í ljós með dug- og stefnuleysi . Ráðþrota horfir forsætisráðherra, með fjármálaráðherra sér við hlið, á ástandið og lýsir því yfir að ástandið sé erfitt . En erfitt ástand kallar á nýjar lausnir – á nýjar hugmyndir en ekki gamlar kreddur um að allt skuli skattlagt á meðan það hreyfist . Íslendingar hafa ekki efni á því að búa við slíka ríkisstjórn . Við eigum alla möguleika á að vinna okkur út úr erfiðleikunum á skömmum tíma . Verkefnin sem þarf að vinna blasa við, en jóhanna Sigurðardóttir kemur ekki auga á þau . Öll hennar athygli er á brussel . Leiðari Óla Björns Kárasonar á vefsíðunni amx .is 29. maí 2009 _________________ Hún sýndi sitt rétta andlit!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.