Morgunblaðið - 17.07.2010, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 7. J Ú L Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 165. tölublað 98. árgangur
MIKIL SKÓ-
MANNESKJA
FRÁ UPPHAFI
HVUTTAR
OG
DICAPRIO
ÚTSKEIF MEÐ
ÍMYNDAÐAN
BOLTA Í FANGINU
SUNNUDAGSMOGGINN
OG HUNDALÍF PRUFUTÍMI Í BALLETT 10KRONKRON TÍU ÁRA 37
Morgunblaðið/Heiddi
Vinna Áhersla er lögð á að viðskipti séu
uppi á borðinu. Það virðist ætla að takast.
Átakið Allir vinna, sem stjórn-
völd hleyptu nýverið af stað, virðist
glæða rekstur verktaka í bygging-
ariðnaði. Átakið gengur út á að
þeir sem ráðast í framkvæmdir á
heimili eða sumarhúsi öðlast rétt á
100% endurgreiðslu á virðis-
aukaskatti.
Stjórnvöld leggja áherslu á að öll
viðskiptin verði talin fram til skatts
en samkvæmt viðmælendum Morg-
unblaðsins virðist sem markmið
stjórnvalda sé á góðri leið með að
takast.
Mikið hefur verið um uppsagnir
hjá verktakafélögum en fækkun at-
vinnulausra var mest í mann-
virkjagreinum. Verktakar sjá því
fram á frekari fjölgun smáverka
með hvatningu stjórnvalda. »16
Rekstur verktaka
glæðist með við
haldsverkefnum
Önundur Páll Ragnarsson
Kristján Jónsson.
Aðstæður hjá fiskverkendum eru
mjög misjafnar eftir því hvort um er
að ræða vinnslu á bolfiski eða upp-
sjávarfiski. Í makríl og síld ríkir ver-
tíðarstemning en 130.000 tonn af
makríl verða veidd á þessu fiskveiði-
ári. En í bolfiskinum kvarta menn
undan svimandi háu hráefnisverði og
þar eru lengri sumarlokanir en áður.
Oddi á Patreksfirði var lokaður í
tvo mánuði í sumar vegna kvótaleys-
is sem er lengri tími en áður á sumr-
in hjá fyrirtækinu. Hjá fyrirtækinu
Gunnvör á Ísafirði verður lokað í
mánuð í sumar. Fiskvinnsla Brim-
bergs á Seyðisfirði hefur verið lokuð
frá júlíbyrjun og verður ekki opnuð
aftur fyrr en 10. ágúst. Adolf Guð-
mundsson forstjóri segir þetta í
fyrsta skipti sem fyrirtækið er með
svona vinnslustopp vegna kvótaleys-
is.
„Ef við hefðum hráefnisverðið í
eðlilegum farvegi þá gæti fiskvinnsl-
an vel staðið undir sér, sem hún get-
ur ekki í dag. Við erum eiginlega að
éta okkur innan frá með þessu,“ seg-
ir einn viðmælandi Morgunblaðsins.
Ein ástæða hækkananna mun
vera að í kjarasamningum sjómanna
er ákvæði þar sem tekið er mið af
upplýsingum frá Verðlagsstofu
skiptaverðs um verð á mörkuðum.
Getur þetta valdið hækkunum sem
koma fram eftir að afurðaverð er í
reynd farið að lækka á mörkuðum.
Dregið hefur úr hækkunum að und-
anförnu og verðið hefur reyndar
lækkað nokkuð.
Makríll og síld til bjargar
Víða langar sumarlokanir vegna verðsveiflna á bolfiski
Uppgrip í uppsjávarfiski og sums staðar vertíðarstemning
MBlóðug samkeppni »4
Morgunblaðið/Júlíus
Skýrsla Jón segir að spurning
stjórnarinnar gefi sér of mikið.
Tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
sem birtust í nýbirtri skýrslu til rík-
isstjórnarinnar, eru bæði skynsam-
legar og mjög vitlausar, eftir því
hvernig litið er á málið, að mati Jóns
Daníelssonar, hagfræðings við
London School of Economics.
„Þetta er ágætis úttekt á skatt-
kerfinu og höfundar skýrslunnar
fara vel yfir hlutina og benda á hvað
má laga í kerfinu. Ef maður vill
hækka skatta eru tillögur skýrslunn-
ar alls ekki vitlausar.“ Jón segir hins
vegar að spurningin sem sjóðnum
var ætlað að svara sé röng. „Spurn-
ingin um hvernig hækka má skatta
gerir ráð fyrir því að það sé besta
leiðin til að jafna rekstur ríkissjóðs.
Það vantar í þetta jafnvægisgrein-
ingu á skattahækkunum annars veg-
ar og niðurskurði hins vegar. Allar
breytingar á kerfinu hafa áhrif á
hegðun fólks, sem svo aftur hefur
áhrif á hagvöxt og tekjur ríkissjóðs.“
Jón segir ekki við AGS að sakast.
„Þeir hafa sagt að þeir fengu þessa
spurningu, hvernig mætti auka
skatttekjur, og þeir svara henni.
Spurningin gefur sér hins vegar of
mikið og er þess vegna röng.“ »18
Skynsamlegt og vitlaust
Segir að skoða verði fleiri leiðir en bara skattahækkanir
Líf og fjör var á götuhátíð Jafningjafræðslunnar
sem fram fór á Austurvelli í gær. Fjöldi hljóm-
sveita steig á svið og hélt uppi stuðinu meðan
gestir gæddu sér á pylsum og candy-flossi, fylgd-
ust með parkour-hópi sýna listir sínar og köst-
uðu bolta að landsliðsmarkverðinum í handbolta.
Götuhátíð Jafningjafræðslunnar hitti í mark
Morgunblaðið/Eggert
Íslensk Nýorka
auglýsir eftir
átta fjölskyldum
til að prófa raf-
bíla og vetnis-
rafbíla á næstu
mánuðum en ætl-
unin er að nýta
gögnin sem úr
tilrauninni fást
til að leggja mat
á hvernig bílarnir reynast við ís-
lenskar aðstæður.
Drægi vetnisrafbílsins er um 200
km en rafbíllinn kemst allt að 100
km á einni hleðslu. Akstur rafbíls-
ins kostar aðeins 2 kr. á km. »5
Auglýsa eftir fólki
til að prófa rafbíla
Rafbíll í hleðslu
Fellihýsin sem stolið var á dög-
unum frá verslunum Ellingsen og
Víkurverks eru komin í leitirnar.
Lögregla hefur staðfest að svo sé
og að búið sé að handtaka tvo menn
í tengslum við málið.
Mikil aukning hefur verið í þjófn-
aði á fellihýsum og tjaldvögnum
undanfarið. En minni kaupmætti
fólks hefur fylgt mikil eftirspurn
eftir notuðum ferðavögnum.
Nýskráning ferðavagna tók hins
vegar ótrúlegt stökk á góðæristím-
anum. 37 hjólhýsi voru nýskráð
2003 en 785 árið 2007 og er það ríf-
lega tuttuguföldun á fjórum árum.
2003 voru 93 fellihýsi nýskráð en
530 árið 2007. »22
Fellihýsin komin
í leitirnar
Íslendingar
lögðu seint upp
í ferðalög um
landið í sumar
ef marka má
upplýsingar
frá tjald-
svæðum. Um-
ferðin jókst þó
eftir að Heims-
meistara-
mótinu í knattspyrnu lauk og er
víða orðin svipuð og á sama tíma í
fyrra. Íslendingar virðast þó
hræddir við að gista á tjaldsvæðum
undir Eyjafjallajökli og er nú ör-
deyða þar á tjaldsvæðum sem land-
inn sótti. »14
HM seinkaði
tjaldferðalöngum
Sjávarútvegsráðherra ákvað í
gær að veiða mætti 160 þúsund
tonn af þorski á næsta fisk-
veiðiári. Er það 10.000 tonna
aukning frá því í fyrra og í sam-
ræmi við ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar. Hagsmunaaðilar í
greininni eru ósáttir við afla-
regluna sem var breytt í fyrra.
Hyggst ráðherra setja á lagg-
irnar samráðshóp til að meta
hvort breyta skuli reglunni. »2
Auka kvóta
ÞORSKVEIÐARNAR