Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/ÞÖK Akranes Niðurskurður blasir við. Heilbrigðisstofnun Vesturlands stendur frammi fyrir 250 milljóna króna niðurskurði og verði fjárveit- ingar til hennar skertar í samræmi við fjárlagafrumvarp næsta árs þarf hún að segja upp tugum starfs- manna. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, segir að niðurskurðurinn breyti ásýnd þjónustunnar en hafa beri í huga að enn hafi hvorki verið teknar ákvarðanir um breytingar á þjón- ustu né starfsmannahaldi. Til um- ræðu sé meðal annars að sameina öldrunardeild annarri deild á spítal- anum á Akranesi. Verði það gert verði öllum, sem eru á öldrunardeild- inni, tryggð vistun. Að sögn Guðjóns hefðu stjórnend- ur stofnunarinnar þurft að grípa til aðgerða um síðustu áramót en það hefði ekki verið gert vegna yfirlýs- inga stjórnvalda. egol@mbl.is »4 Vantar 250 milljónir  Stefnir í að tugir starfsmanna missi vinnuna hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands  Of seint í rassinn gripið L A U G A R D A G U R 1 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  266. tölublað  99. árgangur  GRÉTAR RAFN GEFUR AFTUR KOST Á SÉR Í LANDSLIÐIÐ HÆTTIR EFTIR HÁLFA ÖLD Í ÚTVARPINU HALLA HIMINTUNGL GESTAÞERAPISTI Í TAÍLANDI SUNNUDAGSMOGGINN KÆRLEIKURINN 10ÓVISSA Í BOLTON ÍÞRÓTTIR Prentsmiðjur eru í óðaönn að ljúka við prentun jólabókanna í ár en lang- stærstur hluti þeirrar prentunar fer fram í Odda. Þar eru prentvélarnar keyrðar áfram allan sólarhringinn svo að bækurnar komist í verslanir í tæka tíð. Talið er að yfir 70% jólabókanna séu prentuð hér á landi. »6 Yfir 70% bóka prentuð hér Morgunblaðið/Ómar Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rannsóknir benda til þess að spila- fíklum fjölgi mest í hópi ungs fólks á Íslandi. Spila ungmennin á ólöglegum happdrættissíð- um á netinu. „Fá ungmenni fara í spilakassa miðað við það sem áður var. Þróunin er á netinu, þar eru spilasíður sem eru löglegar þar sem þær eru stofnaðar en þær eru ólöglegar í öðrum löndum, þar á meðal hér,“ segir Eyvindur G. Gunn- arsson, stjórnarformaður Happ- drættis Háskóla Íslands (HHÍ), og formaður fastanefndar á sviði happ- drættismála. Yfir milljarður á ári á netinu Erfitt er að stemma stigu við því að Íslendingar spili á erlendum happdrættissíðum en fastanefndin er að skoða möguleika á lagabreyt- ingu sem gæti annars vegar falið í sér að hindra aðgang að síðunum eða hins vegar að banna greiðslumiðlun íslenskra kortafyrirtækja við þær. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, telur að netspilun Íslendinga á erlendum síðum nemi mun meira en einum millj- arði króna á hverju ári. „Ég held að að það sé miklu meira. Aðgangur- inn er svo auðveldur,“ segir hún. Talsvert hefur dregið úr veltu spilakassa á Ís- landi eftir að kreppan skall á. Þannig hafa tekjur Íslandsspila, rekstarar- félags í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargar og SÁÁ dregist sam- an um 250 milljónir á undanförnum þremur árum að sögn Magnúsar Snæbjörnssonar, framkvæmda- stjóra félagsins. „Við höfum fregnir af mikilli spilun á netinu og tapið er að einhverju leyti tilkomið vegna þess,“ segir Magnús. MUngir spilafíklar »30 Ungmenni ánetjast spil- um á netinu  Lagafrumvarp til skoðunar til að stemma stigu við spilafíkn ungmenna  Á tólfta tímanum í gærkvöldi höfðu um 160 umsagnir borist um þingsályktun iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra um rammáætl- un, sem ætlað er að marka stefnu um hvaða virkjunarkostir komi til greina og hvaða svæði beri að friða. Frestur til að skila inn umsögnum rann út á miðnætti. Vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár komu nokkrar umsagnir frá einstaklingum í Þýskalandi, sem eru nokkuð samhljóða. Einnig voru komnar umsagnir frá landeigendum í Haukadal um virkjunaráform á Geysissvæðinu, svo dæmi sé tekið. Annars voru ein- staklingar fjölmennir í hópi um- sagnaraðila, sem og sveitarfélög og samtök margskonar. Um 160 umsagnir um rammaáætlun Morgunblaðið/RAX  „Það kom mér á óvart þegar ég heyrði hnúfu- baka syngja í Skjálfandaflóa, en söngurinn tengist makaleit og mökun,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir doktorsnemi, en hljóðupptökur hennar hafa sýnt fram á söng hnúfubaka í Skjálfanda um miðjan vetur. „Frá því í desember og alla vega út febrúar syngja hnúfubakar í Skjálfanda og fjölbreytileiki söngs- ins eykst eftir því sem líður á tíma- bilið á sama tíma og hormónastigið er í hámarki og makaleitin á fullu,“ segir Edda Elísabet. Hún bætir við að brýnt sé að afla sýna til að fá vitneskju um hvort þarna hafi mök- un farið fram. »12 Makaleit og jafnvel mökun í Skjálfanda 250 milljóna króna tekjutap á spilakössum Leit að sænskum ferðamanni átti að hefjast á Sól- heimajökli klukkan 06.30 í morgun, að sögn Jóns Her- mannssonar í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Hellu í gærkvöldi. Leitarmenn nutu hvíldar í nótt og von var á óþreyttum liðsauka austur að Sólheimajökli í dag. „Veðrið var vont og leitarsvæðið gríðarlega erfitt. Það var erfiðara að athafna sig á þyrlum en menn gerðu ráð fyrir. Samt gekk leitin ofsalega vel í dag en heldur hægar en menn höfðu vonast til,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að þreytu hefði verið tekið að gæta hjá leitarfólki sem var búið að vera tvo sólarhringa í atinu. Veður versnaði á leitarsvæðinu eftir því sem leið á gærdaginn. Undir kvöld var komið slagveður, rok og rigning. Vonast var til að veðrið myndi skána með morgninum. »2 Leit verður haldið áfram í dag Göngumenn og þyrlur leita. Margir fylgdust spenntir með þeg- ar sekúndutalan á tölvuúrum tikk- aði upp í 11:11:11 í gær, hinn 11.11.11, enda ekki á hverj- um degi sem slíkt fag- urfræðilegt fyrirbrigði á sér stað. Vitað er um minnst eina tvíbura á Indlandi sem fæddust um þetta leyti í gær, stúlka kl. 11:11 og bróðir hennar mínútu áður. Margir notuðu dagsetn- inguna til þess að marka áfanga í lífi sínu. Þannig fóru til að mynda ellefu gift- ingar fram í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Þá var opnuð ný tölvuverslun í Ármúla og líkamsræktarstöð í Holtagörðum klukkan 11:11 í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un hafði verið tekið á móti tíu börn- um á Landspítalanum í Reykjavík og því ekki útilokað að börn fædd hinn 11.11.11 yrðu ellefu talsins. Starfsmenn á fæð- ingardeildum spítalans sögðust ekki hafa orðið varir við sérstakan spenn- ing hjá verðandi mæðrum að eiga þennan dag. „Þetta eru svo miklar skynsem- iskonur,“ sagði starfs- maður á fæðingardeild. Á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri höfðu hins vegar engin börn fæðst í gær- kvöldi. »28 Giftingar og opnanir verslana hinn 11.11.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.