Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hollenski kvikmyndaleikstjórinn Tom Six er staddur hér á landi vegna frumsýningar á nýjustu kvikmynd sinni, The Human Centipede II (Full Sequence). Sú kvikmynd, auk þeirrar fyrri, The Human Centipede (First Sequence), þykir með þeim allra við- bjóðslegustu sem gerðar hafa verið og hefur almennt hlotið harða gagn- rýni kvikmyndarýna. Í fyrri myndinni segir af skurð- lækni sem heldur þremur mann- eskjum föngnum í kjallara heimilis síns og fremur á þeim skelfilegar skurðaðgerðir sem enda með því að þær mynda mennska margfætlu, munnur eins saumaður við endaþarm annars. Í framhaldi þeirrar myndar, sem sýningar eru hafnar á hér á landi, gengur Six enn lengra í hryll- ingnum. Að þessu sinni er brjál- æðingurinn ekki skurðlæknir heldur aðdáandi kvikmyndarinnar The Human Centipede og ákveður að apa eftir myndinni. Hann býr til mennska margfætlu úr nokkrum fórnarlömbum án nokkurrar þekk- ingar á skurðlækningum. Myndin er viðbjóðslegri en sú fyrri, ef marka má umfjallanir og er þá mikið sagt. Allt er sýnt í henni, ímyndunarafl áhorfenda ekki virkjað með sama hætti og í fyrstu myndinni sem er á köflum spaugileg í sínum fáránleika. The Human Centipede II fór svo fyrir brjóstið á breska kvikmyndaeft- irlitinu að það bannaði sýningar á henni í Bretlandi. Eftir nokkrar deil- ur við framleiðendur myndarinnar, þ. á m. Six, dró eftirlitið í land og leyfði myndina fólki 18 ára og eldra með því skilyrði að ákveðin atriði væru klippt úr myndinni, samanlagt 2 mínútur og 37 sekúndur. Meðal þess sem eftirlitið lét fjarlægja eru atriði þar sem tennur eru dregnar úr fórnarlambi með hamri og nýfætt barn er myrt. Ókeypis auglýsing Blaðamaður hitti Six á Nordica hótelinu í gær og var hann hinn við- kunnanlegasti, ekki skrímsli í mannsmynd eins og þau sem hann hefur fært upp á hvíta tjaldið. „Fólk virtist kunna vel að meta myndina,“ segir Six um gesti á frum- sýningu myndarinnar hér á landi í fyrrakvöld. Íslenskir bíógestir virðist vera harðari af sér en þeir banda- rísku. Í Bandaríkjunum hafi fólk fall- ið í yfirlið og kastað upp á sýningum. Það borgar sig s.s. að sjá hana á fast- andi maga. Six segir meðferð breska kvikmyndaeftirlitsins á myndinni sambærilega því að klippa bestu brandarana út úr gamanmynd. Spurður að því hvort þessi mikla deila við eftirlitið og umfjöllun um hana í fjölmiðlum hafi ekki verið hin fínasta auglýsing fyrir myndina segir Six vissulega svo vera. „Ég hoppaði af kæti, þú getur ímyndað þér áhrifin sem þetta hafði á markaðssetningu myndarinnar. Þeir settu skýrslu á vefinn sinn sem er einhver besta gagnrýni sem ég hef fengið. En ég varð líka afskaplega pirraður, hvern- ig getur þetta fólk metið hvað fólk má sjá og hvað ekki? Myndin er fyrir unnendur hryllingsmynda og eft- irlitið segir að þeir megi ekki sjá hana. Það er bilun.“ – Hverju svarar þú fólki sem segir að svona myndir eigi ekki að gera? „Ég er algjörlega ósammála því. Kvikmyndir eru listgrein og í listum er allt leyfilegt. Það eru svo margar greinar kvikmynda til, af hverju má ekki gera hryllingsmyndir? Það er til fólk sem hefur gaman af slíkum myndum og þær valda engum skaða.“ – Hvernig fékkstu þessa hugmynd um mennska margfætlu? „Ég var að horfa á sjónvarpið með vinum mínum, það var verið að fjalla um barnaníðing og ég sagði að það ætti að refsa honum með því að sauma munninn á honum við rassinn á feitum flutningabílstjóra,“ segir Six kíminn. Hann hafi velt þessari hugdettu frekar fyrir sér og þótt hún svo hryllileg að hún yrði gott efni í hryllingsmynd. Og úr varð fyrsta hryllingsmynd Six, The Hum- an Centipede. Framhaldsmyndina tók hann öðrum tökum, hafði hana í svarthvítu með hreyfanlegri mynda- töku og aðalpersónan segir ekki eitt einasta orð myndina út í gegn, ólíkt Heiter skurðlækni í fyrstu mynd- inni. Six segir aðdáendur fyrstu myndarinnar hafa gert þá kröfu til þeirrar næstu að meira yrði sýnt, meiri saur, blóð og ofbeldi eins og hann orðar það. Viðbrögðin við nýju myndinni séu þ.a.l. enn harðari en við þeirri fyrstu og segist Six ánægður með það. Hann segir það mikinn heiður að myndirnar tvær séu taldar með þeim hryllilegri sem gerðar hafa verið. „Ég hef gaman af því að gera kvikmyndir sem ganga fram af fólki, eru umdeildar,“ segir Six. Flestar hryllingsmyndir séu endurtekning á gömlum hug- myndum, hann hafi viljað koma með eitthvað nýtt inn í greinina. – Það hlýtur að hafa verið erfitt að finna leikara í þessar myndir? Six brosir. „Það var djöfullegt að finna leikkonur í fyrri myndina,“ segir hann. Meirihluti þeirra sem komið hafi í leikprufur hafi hætt við þegar hann hafi sýnt þeim teikningu Gaman að ganga fram af fólki  Hryllingsmyndirnr The Human Centipede I og II þykja með þeim viðbjóðslegri sem gerðar hafa verið  Höfundur þeirra, Tom Six, lætur ekki harða dóma og deilur við eftirlitsmenn trufla sig Morgunblaðið/Ómar Umdeildur Kvikmyndagerðarmaðurinn Tom Six er hinn viðkunnanlegasti en afar umdeildur fyrir hryllingsmyndir sínar um mennskar margfætlur. Sturlaður Laurence R. Harvey í The Human Centipede II . 100/100 PHILADELPHIA INQUIRER 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY 88/100 ROLLING STONE SVIKRÁÐ MAGNA ÐUR ÞRILLER NÚMERUÐ S MIÐASALA Á S á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SPARBÍÓ FRÁBÆ R TÓN LIST- MÖGN UÐ DANSA TRIÐI -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH SÝND Í EGILSHÖLL, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK ÍSLENSK TALKVIKMYNDIR.IS HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL - BÖRKUR GUNNARSSON, MORGUNBLAÐIÐ HHHH „FJÖRUG EINS OG TRILLJÓN TRYLLTIR TÚNFISKAR Í TRÉKYLLISVÍK“ -Þ.Þ. FT HHHH - EMPIRE HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.