Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Hópurinn Orthus Games hreppti fyrstu verðlaun í leikjahönnunarkeppni Nýsköp- unarmiðstöðvar í ár, Game Creator, fyrir leikinn Reloca- tor. Hópinn skipa Tyrfingur Sigurðsson, Burkni Óskarsson og Ingþór Hjálmarsson. Keppnin hófst í byrjun sept- ember og voru haldnar fjórar vinnustofur þar sem reyndir aðilar úr iðnaðinum veittu ráð- leggingar en sex hópar skiluðu virkum prótótýp- um ásamt hugmyndum um frekari úrbætur og vinnslu fyrir leikinn. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna stjórnun og hlaut þau hópurinn Forever alone fyrir leikinn Deadguy. Hönnun Orthus Games hlutskarpastur Tyrfingur Sigurðsson Hrafnkell Sigurðsson er mynd- listarmaður mánaðarins hjá SÍM, Samtökum íslenskra myndlistarmanna, og var sýn- ing á verkum hans opnuð í húsi samtakanna, Hafnarstræti 16, í gær. Hrafnkell lauk meist- aranámi í myndlist frá Gold- smith College í Lundúnum árið 2002 en þar áður stundaði hann nám í Hollandi og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hann hefur haldið fjölda sýninga hér á landi sem er- lendis og m.a. tekið þátt í Liverpool-tvíæringnum og haldið einkasýningu í Gallery Gabrielle Mau- brie í París. Frekari upplýsingar um Hrafnkel má finna á heimasíðu hans, hrafnkellsigurdsson.com. Myndlist Hrafnkell sýnir í húsi SÍM Hrafnkell Sigurðsson Á morgun, sunnudaginn 13. nóvember kl. 14, verður Jón Proppé listheimspekingur með leiðsögn um sýninguna Þá og nú í Listasafni Íslands við Frí- kirkjuveg. Jón mun fjalla um einstök verk á sýningunni út frá vendipunktum í listasög- unni með áherslu á samtíma- listina, að því er fram kemur í tilkynningu. Sýningin var sett upp í tengslum við útgáfu á Íslenskri listasögu í fimm bindum sem safnið stendur að ásamt Forlaginu. Á sýningunni eru dregnir eru fram vendipunktar í framvindu íslenskrar listar frá ofanverðri 19. öld til okkar daga. Myndlist Jón með leiðsögn um Þá og nú Jón Proppé Listasalur Mosfellsbæjar kynnir sýninguna „Úlfur Úlfur“ sem stend- ur frá 12. nóvember til 10. desem- ber. „Í fyrsta skipti í sögu Listasalar Mosfellsbæjar ætlum við að hafa börn að leiðarljósi og sýna þeim hvað list er skemmtileg og hrífandi. Lögð er áhersla á gleði, leiki, ljós og allt sem undrun vekur,“ segir í tilkynningu. Sýningin er samsýning 7 lista- manna sem eru Guðmundur Thor- oddsen, Marguerite Keyes, Ragn- heiður Káradóttir, Sara Riel, Sigurlaug Gísladóttir, Steinunn Harðardóttir og Sigríður Liv Ell- ingsen. Sýningarstjóri er Lilja Birgisdóttir. „List er komin svo langt frá fólki þannig að þetta er listasýning sem á að sýna börnum og foreldrum þeirra hvað hún er mikil snilld og skemmtileg,“ segir Lilja m.a. keik. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Har- aldur Sverrisson, flytur ávarp og „dreifir gleði“. Karamellubréf verða á flugi, varðeldur, örsmá list sem þarfnast stækkunarglers, tón- list, dýraskúlptúrar, risakíkir og svo listaverk sem sýningargestir geta tekið þátt í. Sjón er sögu ríkari. Sýningarstjóri Lilja Birgisdóttir. ,,Úlfur Úlfur“ í Mosfellsbæ Listasýning með börn að leiðarljósi Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Höfuðborg Íslands er um þessar mundir bókmenntaborg UNESCO, Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna og því er vel við hæfi að nú skuli haldin fyrsta bókamess- an í Reykjavík. Það er Félag ís- lenskra bókaútgefenda og Reykja- vík sem standa að þeirri veislu, sem verður í dag og á morgun, bæði í Ráðhúsinu og Iðnó og þar kennir margra grasa. „Þessi hugmynd hefur lengi verið sveimandi í kringum höfuð bókaút- gefenda á Íslandi,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda, við Morg- unblaðið. Samkoma af svipuðum toga var raunar haldin fyrir liðlega tveimur áratugum en hún dó drottni sínum og nú verður meira um dýrðir en þá. Bókatíðindi félagsins hafa árlega verið kynnt með nokkrum lúðra- blæstri, en nú verður blásið hærra en áður og Kristján segir það lík- lega aldrei hafa orðið að veruleika nema vegna samstarfsins við borg- ina. „Hugmyndinni hefur vaxið fisk- ur um hrygg en það hafði úr- slitaáhrif að Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og þetta var því kjörið tækifæri.“ Í Ráðhúsinu gefst öllum bókaút- gefendum tækifæri til þess að koma því á framfæri sem út er að koma og í Iðnó verður fjölbreytt dagskrá. Meðal dagskráratriða í Iðnó má nefna „Græna sófann“, en þar fá ýmsir umsjónarmenn, t.d. Egill Helgason, Jórunn Sigurðardóttir og „Druslubókadömurnar“ Kristín Svava Tómasdóttir, Salka Guð- mundsdóttir og Hildur Knútsdóttir, til sín góða gesti og spjalla um ólík- ar bækur. Guðni Th. Jóhannesson ræðir við aðra sagnfræðinga um ævisagnaritun, Sigurlaug M. Jón- asdóttir kynnir matgæðinga og matreiðslubækur og Jón Proppé listheimspekingur fer yfir íslenska listasögu á 50 mínútum. Þá má nefna að Leynifélagskon- urnar af Rás 1 Ríkisútvarpsins, Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva Þórhallsdóttir, sjá um metn- aðarfulla dagskrá fyrir börn. Að auki verður boðið upp á upp- lestur, jóga fyrir börn, barnanudd og föndursmiðju, að ógleymdri vís- indastund með Ævari vísindamanni. Áhugafólki um stjörnuspeki gefst kostur á að hitta Gunnlaug Guð- mundsson stjörnuspeking, Kristín Tómasdóttir svarar spurningum stelpna frá A-Ö og svo mætti lengja telja. Kaffiveitingar verða á boð- stólum. Morgunblaðið/Kristinn Bókahátíð Bókaútgefendur kynna íslenska bókaútgáfu um helgina. Hringt er til bókamessu í höfuðborginni Til frambúðar? » „Þetta er tilraun. Við sjáum til hvort tekst að byggja upp stemningu í miðborginni í bókavertíðinni,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, spurður hvort bókamessan verði haldin árlega héðan í frá.  Veisla í Ráðhúsinu og Iðnó um helgina www.bokmenntaborgin.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sveinn Dúa Hjörleifsson ten- órsöngvari heldur útgáfutónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag, kl. 20. Tilefnið er útkoma fyrstu einsöngsplötu Sveins Dúu; Værð, íslenskt söngvasafn. Sveinn er Akureyringur en nam söng í Reykjavík. „Ég byrjaði í Karlakór Reykjavíkur þegar ég fór í Stýrimannaskólann. Ég ætlaði ekki að verða söngvari en gekk vel í kórn- um og varð sólóisti þar,“ segir hann við Morgunblaðið. Sveinn hélt utan og lauk framhaldsnámi frá Tónlist- arháskóla Vínarborgar nýlega. Hann býr enn og starfar í Vín en syngur hér heima annað slagið. Sveinn hefur víða komið fram þrátt fyrir ungan aldur. Meðal ann- ars í Musikverrein í Vínarborg og með Sinfóníuhljómsveit Íslands á opnunarhátíð Hörpu. Á plötunni eru þjóðþekkt lög úr bókinni Íslenskt söngvasafn, Fjár- lögunum, eins og hún er stundum kölluð. Lögin eru útsett af Hirti Ingva Jóhannssyni píanlóleikara, en hann sér einnig um undirleik. Auk þeirra eru á plötunni lög eftir Sig- valda Kaldalóns, Pál Ísólfsson og Björgvin Guðmundsson. Værð hjá Sveini Dúu í menningarhúsinu Hofi Morgunblaðið/Árni Sæberg Værð Sveinn Dúa Hjörleifsson heldur útgáfutónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun til að kynna íslenskt söngvasafn.  Fór suður til náms í Stýrimannaskólanum en varð stórtenór Tónleikasyrpan 15:15 hefst á ný í Norræna húsinu á morgun, sunnu- dag, klukkan 15.15. Duo Harpverk, skipað Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleik- ara, ríður á vaðið með nýjum verk- um sem öll eru skrifuð fyrir þau. Á efnisskránni eru verk eftir ung tónskáld, íslensk og erlend: verkið Systur eftir Ólaf Björn Ólafsson, Þrír dansar eftir Erlu Axelsdóttur, Án titils eftir Árna Guðjónsson, Gouda eftir Jesper Pedersen, An- other Story about the Direction of Rocks eftir hollenska tónskáldið Folkert Buis, Diversions eftir fær- eyska tónskáldið Trónd Bogason og Strings, skins and wood eftir sænska tónskáldið Peter Bjuhr. Fjölbreytileg hljóðfæri Á tónleikunum leikur Duo Harp- verk á fjölbreytt hljóðfæri og hljóð- færasamsetningar. Auk hefðbund- inna hljóðfæra má nefna rafmagnshörpu, rafgítar sem not- aður er sem slagverkshljóðfæri og hörpu sem leikið er á samtímis af bæði hörpu- og slagverksleik- aranum. Fjölbreytileiki verkanna er líka mjög mikill, allt frá flæðandi lagrænni tónlist til verka sem byggjast jafnt á sjónrænni upplifun og hljóðrænum áhrifum. Duo Harpverk á 15:15 tónleikum  Fyrstu tónleikar vetrarins á morgun Dúó Frank Aarnink og Katie Buck- ley leika í Norræna húsinu. Laufás við Eyjafjörð hefur í minni þjóðar löngum verið talinn til helstu höfuðbóla. 49 »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 266. tölublað (12.11.2011)
https://timarit.is/issue/369388

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

266. tölublað (12.11.2011)

Aðgerðir: