Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Martin Messner efnafræðingur hefur varið doktorsritgerð sína, „Hópmyndanir sýklódextrínflétta“, við lyfjafræði- deild á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Sýkló- dextrín eru hjálparefni sem notuð eru við lyfjagerð. Nið- urstöður sýndu að það eru tengsl á milli áhrifa sýkló- dextrína á leysanleika lyfja og tilhneigingu þeirra til að mynda nanóagnir. Jónun lyfja, hitastig lausnar, fjölliður og lífrænir leysar hafa áhrif á myndun nanóagna. Myndun flétta lyfja og sýklódextrína eykur myndun nanóagna. Þeir kraftar sem mynda nanóagnirnar eru mjög veikir þannig að þær leysast oft upp við síun lausnar í gegnum himnusíu og þegar hrært er í lausninni.  Martin Messner er fæddur í Þýskalandi 1980. Hann er kvæntur Christine Messner og eiga þau eina dóttur. » FÓLK Doktor í lyfjavísindum Kristján Þór Magnússon, lýðheilsufræðingur, hefur varið doktorsritgerð sína „Hreyfing og þrek 7 og 9 ára Íslend- inga – Samanburður tveggja úrtaka og áhrif tveggja ára skólaíhlutunar“, í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Ís- lands. Ritgerðin byggist á niðurstöðum tveggja rann- sóknaverkefna sem unnin voru árin 2003-2004 og 2006- 2008 innan 24 grunnskóla á landinu. Meginniðurstöður eru þær að einungis lágt hlutfall níu ára barna uppfyllti ráðleggingar um daglega hreyfingu og stúlkur hreyfðu sig al- mennt minna en drengir. En í skólum þar sem íhlutun var beitt jókst hreyfing barna, sérstaklega meðal drengja.  Kristján Þór er fæddur á Húsavík 1979. Hann er sonur Magnúsar Þorvalds- sonar og Helgu Kristjánsdóttur. Hann er í sambúð með Guðrúnu Dís Emils- dóttur og eiga þau eina dóttur. Doktor í heilsufræðum Helga Zoëga varði nýverið doktorsritgerð sína „Geð- lyfjanotkun meðal barna: Samanburður á notkun ADHD- lyfja á Norðurlöndunum og áhrif lyfjameðferðar við ADHD á námsárangur“ í lýðheilsuvísindum frá lyfja- fræðideild á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Nið- urstöður verkefnisins benda til þess að notkun geðlyfja sé hlutfallslega algeng meðal íslenskra barna og að tölu- verður munur sé á algengi örvandi lyfjanotkunar við ADHD milli Norð- urlandanna. Ennfremur benda niðurstöður til þess að börnum með ADHD sem hefja lyfjameðferð seint sé hættara við að hraka í námi en þeim sem hefja meðferð fyrr.  Helga Zoëga er fædd 1976. Hún hefur starfað við faraldsfræðirannsóknir á Mount Sinai-sjúkrahúsinu í New York. Helga er dóttir Fríðu Bjarnadóttur skurðhjúkrunarfræðings og Tómasar Zoëga geðlæknis. Hún er gift Jóhanni Pétri Harðarsyni lögfræðingi, og eiga þau tvö börn. Doktor í lýðheilsuvísindum Arndís S. Árnadóttir listfræðingur hefur varið dokt- orsritgerð sína, Nútímaheimilið í mótun – fagurbætur, funksjónalismi og norræn áhrif á íslenska hönnun 1900- 1970, við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um þær breytingar sem urðu á hí- býlaháttum Íslendinga þegar hin fjölþjóðlega nútíma- hreyfing í byggingarlist breiddist út á tímabilinu 1900- 1970 og tengsl þeirra við norrænan listiðnað og hönnun. Í rannsókninni er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingum tókst ekki að tengj- ast hönnunarhreyfingunni „Scandinavian design“ sem skyldi og skip- uðu sér sess á jaðri norrænnar hönnunar á áratugunum eftir stríð.  Arndís S. Árnadóttir lauk BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði frá HÍ, MA-prófi í hönnunarsögu tuttugustu aldar frá DeMontfort-háskólanum í Leic- ester á Englandi 1996. Hún hóf doktorsnám við Háskóla Íslands haustið 2004. Doktor í sagnfræði Eyvindur Ari Pálsson lauk doktorsprófi í stærðfræði í maí sl. frá Cornell-háskóla í Íþöku, NY, Bandaríkjunum. Doktorsritgerðin er á sviði stærðfræðigreiningar. Í henni eru settar fram og sannaðar ójöfnur fyrir marg- línulegan tegurvirkja sem á rætur sínar að rekja til al- gebru Calderóns. Nýlega hefur komið í ljós að þessi teg- urvirki og alhæfingar á honum eru mikilvægar skilningi okkar á líkönum sem segja fyrir um hegðun vatns.  Eyvindur Ari er fæddur 1983 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 2003 og B.Sc.-prófi í stærðfræði frá HÍ 2006. Foreldrar hans eru Auður Brynja Sigurðardóttir og Páll Kristinsson. Hann starfar nú við kennslu og rannsóknir við háskólann í Rochester, NY. Doktor í stærðfræði Magnús Þór Torfason hefur varið doktorsritgerð sína í stjórnun skipulagsheilda við viðskiptaháskóla Columbia University í New York. Ritgerðin heitir „Hlutverk hóp- ímyndar og hópsamsömunar við rannsóknir á fé- lagslegum tengslanetum: Greinar um hegðunarreglur, frávik og viðurlög. Þar er m.a. rannsakað hvaða áhrif tengslanet leikmanna í EVE Online hafa á hegðun þeirra í leiknum. Niðurstaðan er sú að því betri tengsl sem einstaklingar hafa við fólk í öðrum samfélagshópum þeim mun líklegri eru þeir til að hegða sér í samræmi við ríkjandi samfélagsleg viðmið. Tengsl innan einstakra hópa hafa aftur á móti þveröfug áhrif.  Magnús Þór er fæddur 1976 og er sonur Torfa Magnússonar læknis og Laufeyjar Bjarnadóttur kennara. Eiginkona Magnúsar er Guðrún Mjöll Sigurð- ardóttir hagfræðingur og saman eiga þau tvo syni. Doktor í stjórnun skipulagsheilda Egils Gull frá Ölgerðinni var á dög- unum valinn besti standard lager- bjórinn í heiminum í samkeppninni World Beer Awards. Alls var keppt í meira en þrjátíu flokkum og valið stóð á milli ríflega fimm hundruð teg- unda. Fjöldi dómara frá öllum heims- hornum blindsmakkaði hverja teg- und og gaf einkunn. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir í tilkynningu að þessi verðlaun séu staðfesting á því góða þróunarstarfi sem fer fram hjá Ölgerðinni. Egils Gull hlaut silfur- verðlaun í keppninniWorld Beer Cup árið 2008. Að sögn Guðmundar Mars Magnússonar, bruggmeistara Öl- gerðarinnar, er þessi keppni öðruvísi. Haldnir eru nokkurs konar milliriðl- ar í þremur heimsálfum, Evrópu, Bandaríkjunum og í Asíu og valinn er einn bjór í hverjum flokki frá hverj- um stað, og einn af þeim hreppir svo titilinn. Því megi segja að Egils Gull hafi orðið Evrópumeistari áður en hann varð heimsmeistari. Stutt er síðan fjölgaði í hópi brugg- meistara Ölgerðarinnar en Valgeir Valgeirsson, fyrrverandi brugg- meistari í Ölvisholti, gekk nýlega til liðs við þá Guðmund Mar Magnússon og Sturlaug Jón Björnsson. Fram- undan er þróun á fleiri bjórteg- undum sem settar verða á markað, ýmist undir merkjum Ölgerðarinnar eða Borgar brugghúss, sem vakið hefur mikla athygli fyrir nýstárlega bjórstíla. Ljósmynd/Arnar Halldórsson Gullið Guðmundur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar, kampa- kátur með verðlaunabjórinn. Fimm hundruð bjórar kepptu til úrslita. Gullið hreppti gullið Stúlka, nemandi í Ölduselsskóla í Breiðholti, lét ekki glepjast þegar maður reyndi að tæla hana upp í bíl til sín rétt fyrir klukkan 20.00 á fimmtudagskvöldið. Stúlkan var á heimleið af diskó- teki 10-12 ára nemenda sem haldið var í skól- anum frá klukkan 18.00-20.00. Þá stöðvaði hana maður á bíl rétt við skólann, bauð henni sælgæti og bauðst til að skutla henni heim. Stúlkan brást rétt við, hljóp frá manninum og aftur í skólann og lét kennara vita. Lögreglan var strax kölluð til. Aðalheiður Diego, aðstoðarskóla- stjóri Ölduselsskóla, lét foreldra og forráðamenn nemenda í skólanum vita af þessu atviki með bréfi í gær. Einnig hvatti hún foreldra til að ítreka við börn sín að fara aldrei upp í bíl hjá ókunnugum eða neyta ein- hvers sem ókunnugir byðu þeim. Aðalheiður sagði í samtali við Morgunblaðið að hún vissi ekki til þess að reynt hafi verið að tæla barn upp í bíl við skólann fyrr en nú. Hún sagði að foreldrar hafi brugðist vel við bréfinu og lýst þakklæti vegna viðbragða skólans. Stúlkan gat gefið óljósa lýsingu á bílnum og var ekki búið að hafa uppi á ökumanninum síðdegis í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá svæðisstöð Lögreglu höfuðborgarsvæðisins fyr- ir Breiðholt. gudni@mbl.is Reyndi að tæla unga skólastúlku VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kanarí í vetur Síðustu sætin! GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 57 14 6 11 /1 1 Verð frá 124.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 21 nótt 29. nóv. - 20. des. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. * Verð án Vildarpunkta: 134.900 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð 72.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Flugsæti Flug fram og til baka *Verð án Vildarpunkta 82.900 kr. Innifalið: flug og flugvallarskattar 29. nóvember Beint flug með Icelandair Aðeins hjá VITA Úrval gististaða í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.