Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Góðir posar á hagstæðum kjörum Þjónusta allan sólarhringinn Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa sér að kostnaðarlausu Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina á www.borgun.is eða í síma 560 1600. Alltaf nóg að gera fyrir jólin! Skúli Hansen skulih@mbl.is Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi sem féll síðastliðinn miðvikudag að aðstoðar- manni dómara við Héraðsdóm Reykjaness hafi verið óheimilt að synja öðrum aðila máls um framlagningu greinargerðar, enda hafi hann ekki haft neina heimild til slíks þar sem um ákvörðun var að ræða í skilningi 1. mgr. 112. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 2. mgr. 178. gr. laga nr. 21/1991. Fram kemur í dóminum að við Héraðsdóm Reykjaness hafi það tíðkast að halda svokölluð gjaldþrotaþing einu sinni í mánuði, en þá eru teknar fyrir allar kröfur um gjaldþrotaskipti sem borist hafa dómnum hverju sinni og birting fyrirkalls hefur tekist í. Aðstoðarmanni dómara hafi verið falið að stjórna þessháttar þinghöld- um en dómari hinsvegar tekið við stjórn þing- halds ef skera hefur þurft úr ágreiningi. Hæstiréttur segir einnig í dómi sínum að ámælisvert sé að ekki skuli vera getið í bókun um það, sem fór fram í þinghaldinu þetta sinn, að það hafi verið háð af aðstoðarmanninum. Áfellisdómur fyrir héraðsdóm „Þegar aðstoðarmaðurinn er að synja honum um þetta þá er hann að framkvæma dómsat- höfn, en það mega aðstoðarmenn ekki skv. lög- um, þetta hefur þó greinilega tíðkast hjá héraðs- dómi Reykjaness eins og kemur fram í dómnum,“ segir Óskar Sigurðsson, hæstarétt- arlögmaður, en hann sá um að flytja málið fyrir hönd skuldarans í Hæstarétti. Óskar tekur jafn- framt fram að það sé áfellisdómur á vinnubrögð héraðsdóms Reykjaness að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að þingbókunin hafi verið röng. Ætla að bæta vinnubrögð „Þarna er komin a.m.k. ákveðin vísbending frá Hæstarétti um það hvað aðstoðarmenn mega gera og við munum bara fara eftir því. Þetta mál verður síðan tekið fyrir aftur og þá af mér,“ segir Ragnheiður Bragadóttir, dómari við héraðsdóm Reykjaness, en hún tekur fram að gerðar verði úrbætur á þessum vinnubrögðum. Aðstoðarmenn ekki dómarar  Aðstoðarmanni dómara við Héraðsdóm Reykjaness óheimilt að mati Hæstaréttar að taka ákvörðun um að synja aðila máls um framlagningu greinargerðar  Aðstoðarmaður stjórnaði gjaldþrotaþingi Morgunblaðið/Ómar Viðbúið er að Rússar setji sér ein- hliða aflamark í úthafskarfa á Reykjaneshrygg fyrir árið 2012. Ekkert kom fram af hálfu Rússa á 30. ársfundi Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC), sem lauk í London í gær, um að þeir ætli að gerast aðilar að samkomulagi Ís- lands, Færeyja, Grænlands, ESB og Noregs um úthafskarfaveiðarnar. Í tilkynningu sjávarútvegsráðu- neytisins segir að samkvæmt sam- komulaginu eigi að færa aflamarkið niður að ráðgjöf vísindamanna sem hefur verið um 20.000 tonn und- anfarin ár. Rússar mótmæltu samkomulaginu og settu sér einhliða aflamark upp á 29.480 tonn fyrir þetta ár. Á fundinum voru m.a. staðfestir samningar strandríkja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofn- inum og kolmunnastofninum. Þá var samið um veiðar á karfa í Síld- arsmugunni. Búist við einhliða kvóta Rússa 30. ársfundi NEAFC lokið Svölurnar, félag núverandi og fyrrverandi flug- freyja, stendur í dag fyrir markaði til að afla fjár til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni sem er á förum til Frakklands í handleggjaágræðslu. Verður markaðurinn í veislusalnum í Skóg- arhlíð 20 og verður opinn frá kl. 10-18 bæði í dag og á morgun, sunnudag. Þar verða meðal annars til sölu föt, snyrtivörur, jólavörur og fylgihlutir að sögn Gretu Önundardóttur, varaformanns Svalnanna. „Það verður mjög gott verð á öllu og vonandi verður þetta stórglæsilegur markaður,“ segir Greta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Markaður til að safna fyrir handaágræðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.