Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 6
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Prentvélarnar í Odda stoppa ekki
þessa dagana, þar er unnið allan sól-
arhringinn við að koma jólabókunum
í verslanir í tíma.
Rúnar Höskuldsson, sölustjóri hjá
Prentsmiðjunni Odda, segir að þar
sé verið að prenta svipað magn bóka
og í fyrra, titlarnir séu þó færri en
prentaðir í stærra upplagi.
„Það hefur gengið vel að prenta og
við áætlum að klára síðustu bækurn-
ar í næstu viku. Jólabókatörnin byrj-
aði fyrir rúmum mánuði síðan, nú er
hámarkið á vertíðinni og unnið allan
sólarhringinn. Svo gerum við ráð
fyrir að undir mánaðarmót fáum við
fyrstu endurprentanirnar og þá fer
allt af stað aftur,“ segir Rúnar.
Undanfarin ár hafa 60% til 70% af
íslenska bókamarkaðnum verið
prentuð hjá Odda. Rúnar segir að
prentunin hafi komið heim eftir hrun
og haldið sér nokkurnveginn síðan.
„Það var heilmikið prentað í útlönd-
um fyrir hrun en 2008 snérist þetta
við, mikið af prentuninni kom heim
og hefur þaðhaldist nokkuð stöðugt
síðan.“
Bandarískar listaverkabækur
Oddi er ekki bara á íslenskum
markaði því þar er líka tölvert prent-
að af erlendum bókum, þá aðallega
fyrir Bandaríkjamarkað.
„Við höfum verið að sérhæfa okk-
ur í hágæðaprentun í litlu upplagi.
Við erum með söluskrifstofur í
Bandaríkjunum og það hefur gengið
fínt, vaxið jafnt og þétt. Gengið er
líka hagstætt fyrir þann markað.
Þetta eru mikið listaverkabækur og
aðrar sambærilegar bækur sem eru
gefnar út í litlum upplögum,“ segir
Rúnar.
„Svo er spurning hvað gerist í
kjölfarið á bókamessunni í Frank-
furt. Við vorum meðal þátttakenda
þar en það er langtímaverkefni sem
við erum að byrja að vinna í.“
Rúnar segir prentunina fyrir er-
lendan markað dreifast yfir árið á
meðan íslenski bókamarkaðurinn sé
mjög árstíðarbundinn.
Jólabókavertíðin í
prentun í hámarki
Unnið allan sólarhringinn Yfir 70% bóka prentuð hér
Morgunblaðið/Ómar
Bókaflóð Prentvélarnar í Odda stoppa ekki þessa dagana, út úr þeim flæða jólabækurnar í ár, sem aldrei fyrr.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011
Yngstu lesendur Morgunblaðsins tóku væntanlega
eftir því um síðustu helgi að nýtt barnablað fylgdi
með Sunnudagsmogganum. Umsjónarmaður þess er
Signý Gunnarsdóttir blaðamaður en hún sá um
barnablaðið lengi vel áður en Disney-blaðið hóf
göngu sína fyrir tveimur árum.
Signý segir að nýja barnablaðið höfði til breiðari
markhóps en áður og nú sé reiknað með að lesendur
séu allt upp í 14 ára. Reynt verður að vera með krefj-
andi þrautir fyrir börn á öllum aldri, alveg niður í 4-5
ára, en einnig ættu unglingar að finna þrautir fyrir
sig í hverju blaði. Þá verða birt viðtöl, brandarar,
krossgátur, myndir og myndasögur. „Blaðið verður
vettvangur bæði fyrir börn sem eru að gera eitthvað
skemmtilegt og hafa yfirleitt ekki tækifæri til að
koma sínu efni á framfæri og eins fyrir þá sem eru
að framleiða efni eða gera efni fyrir börn,“ segir
Signý.
Spurð hvort hún fái hugmyndir að efni frá börn-
unum sínum, sem eru 5 og 8 ára, segir Signý svo
vera. „Ég fæ bæði hugmyndir frá börnunum mínum,
hvað þeim finnst spennandi og skemmtilegt, en er
líka fljót að grípa hvað er að gerast í umhverfinu og
reyna að nappa flotta og efnilega krakka í viðtöl.“
Aðspurð segir Signý viðtökurnar við barnablaðinu
hafa farið fram úr væntingum. „Ég hef fengið voða-
lega góð viðbrögð hjá krökkum og ótal tölvupósta.
Ég hefði ekki trúað því að viðbrögðin gætu orðið
svona mikil eftir fyrsta blað. Það tel ég að sé merki
um að það hafi verið vöntun á þessum markaði,“
segir hún að lokum. ylfa@mbl.is
Nappar flotta
og efnilega
krakka í viðtöl
Morgunblaðið/Golli
Barnablaðið Signý Gunnarsdóttir skrifar fyrir börnin.
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Verkfall 15 undirmanna á skipum
Hafrannsóknastofnunar hefur nú
staðið síðan í lok september. Ekki
hefur verið fundað í deilunni hjá rík-
issáttasemjara síðustu daga. Ein af
helstu kröfum Sjómannafélags Ís-
lands, fyrir hönd umbjóðenda sinna,
er að grunnlaunin hækki verulega og
hefur talan 50% verið nefnd í því
sambandi. Lægstu grunnlaunin eru
nú 157 þúsund krónur á mánuði.
Fram hefur komið í blaðinu af hálfu
forystumanna samninganefndar rík-
isins að vilji sé til að lagfæra dag-
vinnulaunataxtana, en um leið verði
að taka mið af heildargreiðslunum.
Heildarmánaðarlaun undirmanna
á rannsóknaskipunum voru í fyrra á
bilinu 400-525 þúsund krónur.
Launahæsti undirmaðurinn á skip-
unum var í fyrra með rúmlega sex
milljóna króna árstekjur. Að meðal-
tali voru sjódagar þessara starfs-
manna 140 á síðasta ári. Inni í heild-
arlaunum eru um 70 fastir yfir-
vinnutímar og aðrar greiðslur lyfta
laununum enn frekar.
Þegar skipin eru í landi taka menn
út sín frí, en sinna einnig viðhaldi á
skipunum og talsverð vinna er fólgin
í frágangi eftir leiðangur og undir-
búningi fyrir þann næsta sem kallar
oft á allt önnur veiðarfæri og annan
búnað. Auk hækkunar á grunnlaun-
um hefur Sjómannafélag Íslands far-
ið fram á bætur fyrir sjómannaaf-
slátt, sem afnuminn verður í
áföngum. Um áramót verður búið að
fella helming hans niður.
Veruleg áhrif
Verkfallið hefur þegar haft veru-
leg áhrif á rannsóknir Hafrann-
sóknastofnunar. Þannig hefur
hvorki orðið af mælingu á ungloðnu,
sem var ráðgerð í október, né haust-
ralli, þar sem áhersla er lögð á rann-
sóknir á grálúðu, djúpkarfa, þorski
og ýsu. Mælingar á ungloðnu hafa
farið fram á þessum tíma í um 30 ár
og haustrallið óslitið í aldarfjórðung.
Ósamið er við bæði skipstjórnar-
menn og vélstjóra á skipum Haf-
rannsóknastofnunar.
Grunnlaun 157
þúsund, en hálf
milljón í heildina
Sex vikna verkfall á skipum Hafró
Morgunblaðið/Eggert
Bundin Rannsóknaskipin hafa verið
bundin við bryggju í sex vikur.
Georg Páll Skúlason, formaður
Félags bókagerðarmanna, segir
að í fyrra hafi 71% af útgefnum
bókum verið prentað á Íslandi. Ár-
ið 2008 var hlutfallið 79%, það
hæsta sem hefur mælst. Ekki er
búið að taka saman tölur yfir
prentun í ár. „Af 710 titlum sem
voru gefnir út í fyrra, voru 507
prentaðir á Íslandi, 130 í Asíu og
73 í Evrópu. Með 70-80% hlutfall
má segja að það prentverk sem
við getum haldið innanlands sé
innanlands. Í barnabókum voru
60% prentuð úti. Megnið af því er
í samprenti, þ.e sama bókin
prentuð fyrir mörg lönd í einu.
Þannig að það er ekki raunhæft
að ná 100% skori í þessu.“
70-80%
prentuð hér
BÓKAGERÐARMENN
Landsbankinn hefur frá banka-
hruni fellt niður skuldir fyrirtækja
sem nema 390 milljörðum króna.
Segir í tilkynningu frá bankanum
að stærstur hluti þeirra séu skuldir
stórra eignarhaldsfélaga sem litlar
eignir áttu og fóru í gjaldþrot, eða
kröfuhafar eignuðust eftir nauð-
samninga.
Hlutfall niðurfærðra skulda fyr-
irtækja er um 37%. Segir bankinn
að það láti nærri að vera sama hlut-
fall og hjá einstaklingum sem sé um
35%.
Stefnir bankinn á að ljúka endur-
skipulagningu skulda fyrirtækja í
vanda í byrjun næsta árs en þeirri
vinnu hafi þegar verið lokið hjá
meirihluta fyrirtækja. Skuldir
þeirra séu í flestum tilfellum mjög
miklar og skuldsetningin nemi allt
að hundrað prósentum af eigna-
eða rekstrarvirði sem geri stöðu
þeirra erfiða þrátt fyrir niður-
færslur. Stærst fyrirtækjanna sem
þegar hafa fengið færðar niður
skuldir eru Stoðir (áður FL Group)
og Atorka að sögn bankans.
Skuldir fyrirtækja verið færðar niður um
390 milljarða í Landsbankanum frá hruni
Bláberin fást í apótekum,
heilsuhúsum og Fjarðakaupum Sími 555 2992 og 698 7999
Bláber
Nýtt á markaðnum frá Polargodt
Í bláberjum eru andoxunarefnin C-vítamín
og E-vítamín sem hindra myndun skaðlegra
sindurefna í frumum líkamans. Þessi efni
tengjast hrörnun og þróun ákv. sjúkdóma t.d.
krabbameins, æðakölkunar og skýs á auga.
(heimild: Landlæknisembættið , Lýðheilsustöð;
www.landlaeknir.is/pages/629)
Bláber geti m.a. haft áhrif á:
• Náttblindu - nætursjón - gláku
• Sjónskerpu • Sykursýki • Minnisleysi
• Kólesteról